Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 23:16 Talgreinir Tiro er framúrskarandi, þótt fæstir viti af honum. Hvort sem maður er kennari, læknir eða blaðamaður, getur forritið komið að mjög góðum notum. Stöð 2 Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. „Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls. Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
„Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls.
Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38
Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22