Tveir grímuklæddir menn drógu Hamraoui út úr bíl og börðu hana í fæturna með járnrörum. Franskir fjölmiðlar hafa nú birt myndir af áverkum Hamraouis en óhætt er að segja að það stórsjái á henni.
Así le quedó la pierna a Kheira Hamraoui tras la brutal agresión.
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) November 17, 2021
Se sigue investigando el caso
(Vía L'Equipe) pic.twitter.com/ePRAP8om2s
Aminata Diallo, samherji Hamraouis og sú sem keyrði bílinn, var handtekin, grunuð um að hafa skipulagt árásina. Henni var seinna sleppt eftir yfirheyrslu.
Því næst beindist grunurinn að fyrrverandi kærasta Hamraouis. Málið tók svo enn eina beygjuna þegar greint var frá því að kona Erics Abidal, fyrrverandi leikmanns franska landsliðsins og Barcelona, hefði staðið á bak við árásina.
Abidal var íþróttastjóri Barcelona þegar Hamraoui gekk í raðir félagsins 2018. Eiginkona hans, Hayet, grunar að þau Hamraoui hafi átt í ástarsambandi. Talið er að annar árásarmannanna hafi hrópað að Hamraoui að hún ætti að hætta að halda við gifta menn.
Abidal og Hayet hafa verið gift í átján ár og eiga fimm börn saman. Hann lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo íþróttastjóri félagsins 2018-20.