Enn er hægt að kaupa miða á leikinn sem er annar heimaleikur Blika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Allir sem ætla á leikinn og eru fæddir fyrir 2015 þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf. Þá er grímuskylda á leiknum.
Samkvæmt upplýsingum frá Breiðabliki var búist við enn meiri miðasölu en aukning í fjölda kórónuveirusmita og ekki síst hraðprófin höfðu áhrif.
Hægt er að kaupa miða á leikinn með því að smella hér.
Breiðablik náði í sitt fyrsta stig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Kharkiv í Úkraínu í síðustu viku.
Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain á heimavelli í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni og 5-0 fyrir Real Madrid á útivelli í öðrum leik sínum.
Real Madrid er á toppi B-riðils með níu stig, þremur stigum á undan PSG sem er í 2. sætinu. Kharkiv og Breiðablik eru svo með sitt hvort stigið.
Leikur Breiðabliks og Kharkiv hefst klukkan 17:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá honum á YouTube.