Hamur rann á Curry í 4. leikhluta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 08:01 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors hafa verið óstöðvandi í upphafi tímabils. getty/Jason Miller Stephen Curry skoraði fjörutíu stig, þar af tuttugu í 4. leikhluta, þegar Golden State Warriors sigraði Cleveland Cavaliers, 89-104, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State var þrettán stigum undir, 81-68, eftir fyrstu þrjá leikhlutana. Í 4. leikhluta rann hins vegar hamur á Stríðsmennina og þá sérstaklega Curry. Hann skoraði tuttugu stig í 4. leikhlutanum sem Golden State vann, 36-8, og leikinn með fimmtán stigum, 89-104. Curry hitti úr fimmtán af 27 skotum sínum, þar af níu af sextán þriggja stiga skotum. Hann er stigahæstur í deildinni með 29,5 stig að meðaltali í leik. Golden State er á toppi Vesturdeildarinnar með þrettán sigra og tvö töp. Steph CATCHES FIRE in the 4th quarter. 20 points (40 in the game) 4 threes (9 in the game) 36-8 @warriors closing run pic.twitter.com/wA6roNXwQr— NBA (@NBA) November 19, 2021 Miami Heat vann fjórða leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Washington Wizards, 112-97. Jimmy Butler skoraði 32 stig fyrir Miami og Bam Adebayo tuttugu. Miami er á toppi Austurdeildarinnar. @JimmyButler leads the @MiamiHEAT to 4 in a row and to 1st place in the Eastern Conference!32 points11-19 shooting4 steals pic.twitter.com/1pfAp1tkej— NBA (@NBA) November 19, 2021 Bradley Beal skoraði þrjátíu stig fyrir Washington sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sjö leikmenn Utah Jazz skoruðu tíu stig eða meira þegar liðið vann Toronto Raptors, 119-103, á heimavelli. Rudy Gay og Donovan Mitchell voru stigahæstir í jöfnu liði Utah með tuttugu stig hvor. Sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta leik fyrir Utah í nótt. What a @utahjazz debut from @RudyGay!20 points7-8 shooting5-6 from deepHome W pic.twitter.com/5uDy8YhCMt— NBA (@NBA) November 19, 2021 Gary Trent skoraði 31 stig og Fred VanVleet 24 fyrir Toronto sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Cleveland 89-104 Golden State Miami 112-97 Washington Utah 119-103 Toronto Memphis 120-108 LA Clippers Minnesota 115-90 San Antonio Denver 89-103 Philadelphia NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Golden State var þrettán stigum undir, 81-68, eftir fyrstu þrjá leikhlutana. Í 4. leikhluta rann hins vegar hamur á Stríðsmennina og þá sérstaklega Curry. Hann skoraði tuttugu stig í 4. leikhlutanum sem Golden State vann, 36-8, og leikinn með fimmtán stigum, 89-104. Curry hitti úr fimmtán af 27 skotum sínum, þar af níu af sextán þriggja stiga skotum. Hann er stigahæstur í deildinni með 29,5 stig að meðaltali í leik. Golden State er á toppi Vesturdeildarinnar með þrettán sigra og tvö töp. Steph CATCHES FIRE in the 4th quarter. 20 points (40 in the game) 4 threes (9 in the game) 36-8 @warriors closing run pic.twitter.com/wA6roNXwQr— NBA (@NBA) November 19, 2021 Miami Heat vann fjórða leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Washington Wizards, 112-97. Jimmy Butler skoraði 32 stig fyrir Miami og Bam Adebayo tuttugu. Miami er á toppi Austurdeildarinnar. @JimmyButler leads the @MiamiHEAT to 4 in a row and to 1st place in the Eastern Conference!32 points11-19 shooting4 steals pic.twitter.com/1pfAp1tkej— NBA (@NBA) November 19, 2021 Bradley Beal skoraði þrjátíu stig fyrir Washington sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sjö leikmenn Utah Jazz skoruðu tíu stig eða meira þegar liðið vann Toronto Raptors, 119-103, á heimavelli. Rudy Gay og Donovan Mitchell voru stigahæstir í jöfnu liði Utah með tuttugu stig hvor. Sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta leik fyrir Utah í nótt. What a @utahjazz debut from @RudyGay!20 points7-8 shooting5-6 from deepHome W pic.twitter.com/5uDy8YhCMt— NBA (@NBA) November 19, 2021 Gary Trent skoraði 31 stig og Fred VanVleet 24 fyrir Toronto sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Cleveland 89-104 Golden State Miami 112-97 Washington Utah 119-103 Toronto Memphis 120-108 LA Clippers Minnesota 115-90 San Antonio Denver 89-103 Philadelphia NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Cleveland 89-104 Golden State Miami 112-97 Washington Utah 119-103 Toronto Memphis 120-108 LA Clippers Minnesota 115-90 San Antonio Denver 89-103 Philadelphia
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira