Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 60-99 | Fjölniskonur rúlluðu yfir Blika í Smáranum Dagur Lárusson skrifar 21. nóvember 2021 22:24 Dagný Lísa Davíðsdóttir. Vísir/Vilhelm Fjölnir vann stórsigur á Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en lokatölur voru 60-99. Fyrir leikinn var Breiðablik í sjöunda sæti deildarinnar með tvö stig á meðan Fjölnir var í fjórða sætinu með átta stig. Fyrsti leikhluti var heldur jafn en Fjölnir var þó yfirleitt nokkrum stigum á undan. Iva Georgieva dróg vagninn fyrir Breiðablik á meðan Aliyah Mazyck fór á kostum fyrir gestina. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-30 en eftir það var leikurinn algjörlega gestanna. Þær Sanja og Alyiah fóru á kostum í liði Fjölnis og settu niður hverja körfuna á fætur annarri. Breiðablik náði aðeins sjö stigum í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 32-56. Fjölnir hélt uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og fengu yngri leikmenn liðsins að spreyta sig og stóðu sig mjög vel. Fjölnir vann að lokum stórsigur 60-99 og er liðið því komið í tíu stig í deildinni. Af hverju vann Fjölnir? Það er mikil mannekla í herbúðum Breiðabliks og það sást í þessum leik. Blikar hafa verið án síns sterkasta leikmanns, Ísabellu, í rúman mánuð og þær sakna hennar gífurlega. Það verður hins vegar ekki tekið af stelpunum í Fjölni að þær spiluðu óaðfinnanlega og voru vel að sigrinum komnar. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah og Sanja fóru fyrir liði Fjölnis í kvöld. Báðar skoruðu þær mikið af stigum og áttu mögnuð tilþrif á tíðum. Hvað fór illa? Eftir fyrsta leikhluta virtust leikmenn Breiðabliks vera orðnir heldur þreyttir og náðu ekki að halda í við spræka leikmenn Fjölnis. Manneklan klárlega að hafa áhrif. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks verður gegn Grindavík næstkomandi miðvikudagskvöld á meðan næsti leikur Fjölnis verður gegn Njarðvík í Grafarvogi. Halldór Karl: Frábært að sjá þennan liðsanda ,,Ég er auðvitað mjög sáttur með sigurinn og spilamennskuna í heildina,” byrjaði Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, að segja í viðtali eftir leik. ,,Leikurinn var heldur jafn til að byrja með og þær voru að hitta vel í fyrsta leikhluta. En eftir það náðum við að síga aðeins fram úr,” hélt Halldór áfram. Halldór vildi meina að liðið sitt hafi verið að halda uppteknum hætti frá því fyrir landsleikjahlé. ,,Við vorum að sýna sömu hluti og við vorum að sýna fyrir landsleikjahlé og ég er ánægður með það. Auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að bæta en við vinnum í því.” Yngri leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í þessum leik og skoruðu þær nokkur stig við mikinn fögnuð eldri leikmanna liðsins á varamannabekknum. ,,Þær kláruðu leikinn og fengu líka smá spiltíma í fyrri hálfleiknum og þær stóðu sig vel. Við viljum að þær geti spilað með okkur og við viljum koma þeim inn í þetta og þess vegna erum við líka með þær í fyrstu deildinni að spila. En við viljum gera þær tilbúnar fyrir efstu deildina. En sem þjálfari er auðvitað að frábært að sjá þennan liðsanda hérna undir lokin,” endaði Halldór að segja. Ívar Ásgrímsson: Mikil mannekla ,,Ég er auðvitað svekktur en þetta var erfiður leikur gegn góðu liði Fjölnis og manneklan í okkar hóp var ekkert að hjálpa til,” byrjaði Ívar, þjálfari Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. ,,Fyrsti leikhluti hjá okkur var góður og við vorum að hitta vel og við héldum við í við þær. En eftir það voru mikil þreytumerki á liðinu og við leyfðum þeim að síga fram úr,” hélt Ívar áfram. Ívar er bjartsýnn á að fá þær Ísabellu og Chelsea til baka fljótlega. ,,Ísabella er byrjuð að æfa þannig það styttist í hana og það eru góðar fréttir. Við vonumst síðan til þess að skila öllum skjölum og öllu viðeigandi til útlendingastofnunar sem fyrst svo að Chelsea geti verið með, vonandi fyrir miðvikudaginn, en við vitum það ekki ennþá,” endaði Ívar á að segja. Subway-deild karla Breiðablik Fjölnir
Fjölnir vann stórsigur á Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en lokatölur voru 60-99. Fyrir leikinn var Breiðablik í sjöunda sæti deildarinnar með tvö stig á meðan Fjölnir var í fjórða sætinu með átta stig. Fyrsti leikhluti var heldur jafn en Fjölnir var þó yfirleitt nokkrum stigum á undan. Iva Georgieva dróg vagninn fyrir Breiðablik á meðan Aliyah Mazyck fór á kostum fyrir gestina. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-30 en eftir það var leikurinn algjörlega gestanna. Þær Sanja og Alyiah fóru á kostum í liði Fjölnis og settu niður hverja körfuna á fætur annarri. Breiðablik náði aðeins sjö stigum í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 32-56. Fjölnir hélt uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og fengu yngri leikmenn liðsins að spreyta sig og stóðu sig mjög vel. Fjölnir vann að lokum stórsigur 60-99 og er liðið því komið í tíu stig í deildinni. Af hverju vann Fjölnir? Það er mikil mannekla í herbúðum Breiðabliks og það sást í þessum leik. Blikar hafa verið án síns sterkasta leikmanns, Ísabellu, í rúman mánuð og þær sakna hennar gífurlega. Það verður hins vegar ekki tekið af stelpunum í Fjölni að þær spiluðu óaðfinnanlega og voru vel að sigrinum komnar. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah og Sanja fóru fyrir liði Fjölnis í kvöld. Báðar skoruðu þær mikið af stigum og áttu mögnuð tilþrif á tíðum. Hvað fór illa? Eftir fyrsta leikhluta virtust leikmenn Breiðabliks vera orðnir heldur þreyttir og náðu ekki að halda í við spræka leikmenn Fjölnis. Manneklan klárlega að hafa áhrif. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks verður gegn Grindavík næstkomandi miðvikudagskvöld á meðan næsti leikur Fjölnis verður gegn Njarðvík í Grafarvogi. Halldór Karl: Frábært að sjá þennan liðsanda ,,Ég er auðvitað mjög sáttur með sigurinn og spilamennskuna í heildina,” byrjaði Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, að segja í viðtali eftir leik. ,,Leikurinn var heldur jafn til að byrja með og þær voru að hitta vel í fyrsta leikhluta. En eftir það náðum við að síga aðeins fram úr,” hélt Halldór áfram. Halldór vildi meina að liðið sitt hafi verið að halda uppteknum hætti frá því fyrir landsleikjahlé. ,,Við vorum að sýna sömu hluti og við vorum að sýna fyrir landsleikjahlé og ég er ánægður með það. Auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að bæta en við vinnum í því.” Yngri leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í þessum leik og skoruðu þær nokkur stig við mikinn fögnuð eldri leikmanna liðsins á varamannabekknum. ,,Þær kláruðu leikinn og fengu líka smá spiltíma í fyrri hálfleiknum og þær stóðu sig vel. Við viljum að þær geti spilað með okkur og við viljum koma þeim inn í þetta og þess vegna erum við líka með þær í fyrstu deildinni að spila. En við viljum gera þær tilbúnar fyrir efstu deildina. En sem þjálfari er auðvitað að frábært að sjá þennan liðsanda hérna undir lokin,” endaði Halldór að segja. Ívar Ásgrímsson: Mikil mannekla ,,Ég er auðvitað svekktur en þetta var erfiður leikur gegn góðu liði Fjölnis og manneklan í okkar hóp var ekkert að hjálpa til,” byrjaði Ívar, þjálfari Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. ,,Fyrsti leikhluti hjá okkur var góður og við vorum að hitta vel og við héldum við í við þær. En eftir það voru mikil þreytumerki á liðinu og við leyfðum þeim að síga fram úr,” hélt Ívar áfram. Ívar er bjartsýnn á að fá þær Ísabellu og Chelsea til baka fljótlega. ,,Ísabella er byrjuð að æfa þannig það styttist í hana og það eru góðar fréttir. Við vonumst síðan til þess að skila öllum skjölum og öllu viðeigandi til útlendingastofnunar sem fyrst svo að Chelsea geti verið með, vonandi fyrir miðvikudaginn, en við vitum það ekki ennþá,” endaði Ívar á að segja.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti