Endurtekið efni um endursendingar á börnum til Grikklands Birna Þórarinsdóttir, Erna Reynisdóttir og Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifa 20. nóvember 2021 10:00 Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á. Rétt er að taka fram að enn sem komið er hafa engar fjölskyldur verið fluttar til Grikklands en nokkrar bíða þess að verða fluttar þangað. Óviðunandi aðstæður í Grikklandi Þær barnafjölskyldur sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi, leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóðlegri vernd hafa undantekningarlaust búið við óviðunandi aðstæður í Grikklandi. Yfirgnæfandi hluti þeirra hefur búið í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem öryggi, hreinlæti og aðbúnaði er verulega ábótavant. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið vernd neyðast þær til að yfirgefa búðirnar innan nokkurra mánaða auk þess sem þær missa þá lágu framfærslu sem þeim er tryggð á meðan þær bíða eftir svari við umsókn sinni um vernd. Í nær öllum tilvikum ná foreldrar barnanna ekki að framfleyta fjölskyldunni vegna kerfisbundinna hindrana og gríðarlega mikils atvinnuleysis meðal flóttafólks í landinu. Þá er aðgengi flóttafjölskyldna að húsnæði í Grikklandi alvarlegt vandamál en mörg þeirra hafast við í ólöglegu húsnæði eða á götunni. Áætlað er að einungis þriðjungur barna með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi verið formlega skráð til náms á árunum 2018-2019 auk þess sem Covid-19 faraldurinn hefur haft slæm áhrif á menntun flóttabarna af ýmsum ástæðum. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn eða óaðgengilegur. Aðgengi flóttafjölskyldna að grísku heilbrigðiskerfi er verulega skert, m.a. vegna tungumálaörðugleika. Því miður glímir stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi við heilsufarsvandamál. Mörg þeirra hafa ekki fengið grunnbólusetningar, dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti vegna einhæfrar fæðu. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Þá glíma mörg þeirra við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Rangt mat íslenskra stjórnvalda á hagsmunum barna Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er íslenskum stjórnvöldum skylt að hafa ávallt það sem barni er fyrir bestu í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Það þýðir að líta verður heildstætt á líf barnsins og möguleika þess til þess að lifa og þroskast. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa undanfarið metið það svo að flutningur barnafjölskyldna til Grikklands samrýmist hagsmunum barna þegar litið er m.a. til öryggis þeirra, velferðar og félagslegs þroska. Í stað þess að líta heildstætt á líf barnsins hefur umfjöllun í ákvörðunum stjórnvalda um aðstæður flóttabarna í Grikklandi undanfarið nær eingöngu einskorðast við lagalegan rétt barna á flótta til skólagöngu og einingu fjölskyldunnar. Umfjöllun stjórnvalda staðfestir í raun bága stöðu flóttabarna í Grikklandi og takmarkað aðgengi þeirra að menntun. Áhersla nefndarinnar á einingu fjölskyldunnar er því miður beitt til að réttlæta synjun á umsóknum barnanna, þar sem það er jú andstætt hagsmunum barna að skilja þau frá foreldrum sínum sem synjað er í sama úrskurði. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja túlkun Útlendingastofnunar og kærunefndar á barnaverndarlögum, útlendingalögum og Barnasáttmálanum vera ranga. Hafa ber hagsmuni barnsins að leiðarljósi í ákvörðunum er varða börn. Mat á hagsmunum þeirra skal ekki unnið út frá forsendum í málum foreldra þeirra heldur skal fyrst og fremst leggja mat á hagsmuni barnanna út frá þeirra aðstæðum. Hver sá sem kynnt hefur sér aðstæður og réttindi barna á flótta í Grikklandi sér að sú niðurstaða, að það sé hagsmunum barna fyrir bestu að endursenda þau ásamt foreldrum sínum til Grikklands, er ekki fengin með heildstæðu mati sem metur alla mikilvæga þætti fyrir líf og þroska barns. Tilgangur mats á hagsmunum barns er meðal annars að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli uppruna barna eða lagalegrar stöðu. Ákvarðanataka stjórnvalda verður að endurspegla þá grundvallarreglu um jafnræði með raunverulegu, heildstæðu hagsmunamati fyrir börn á flótta. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Kristín S. Hjálmtýsdóttir Hælisleitendur Réttindi barna Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á. Rétt er að taka fram að enn sem komið er hafa engar fjölskyldur verið fluttar til Grikklands en nokkrar bíða þess að verða fluttar þangað. Óviðunandi aðstæður í Grikklandi Þær barnafjölskyldur sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi, leitað hingað til lands og óskað eftir alþjóðlegri vernd hafa undantekningarlaust búið við óviðunandi aðstæður í Grikklandi. Yfirgnæfandi hluti þeirra hefur búið í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem öryggi, hreinlæti og aðbúnaði er verulega ábótavant. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið vernd neyðast þær til að yfirgefa búðirnar innan nokkurra mánaða auk þess sem þær missa þá lágu framfærslu sem þeim er tryggð á meðan þær bíða eftir svari við umsókn sinni um vernd. Í nær öllum tilvikum ná foreldrar barnanna ekki að framfleyta fjölskyldunni vegna kerfisbundinna hindrana og gríðarlega mikils atvinnuleysis meðal flóttafólks í landinu. Þá er aðgengi flóttafjölskyldna að húsnæði í Grikklandi alvarlegt vandamál en mörg þeirra hafast við í ólöglegu húsnæði eða á götunni. Áætlað er að einungis þriðjungur barna með alþjóðlega vernd í Grikklandi hafi verið formlega skráð til náms á árunum 2018-2019 auk þess sem Covid-19 faraldurinn hefur haft slæm áhrif á menntun flóttabarna af ýmsum ástæðum. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn eða óaðgengilegur. Aðgengi flóttafjölskyldna að grísku heilbrigðiskerfi er verulega skert, m.a. vegna tungumálaörðugleika. Því miður glímir stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi við heilsufarsvandamál. Mörg þeirra hafa ekki fengið grunnbólusetningar, dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti vegna einhæfrar fæðu. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Þá glíma mörg þeirra við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Rangt mat íslenskra stjórnvalda á hagsmunum barna Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er íslenskum stjórnvöldum skylt að hafa ávallt það sem barni er fyrir bestu í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Það þýðir að líta verður heildstætt á líf barnsins og möguleika þess til þess að lifa og þroskast. Kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa undanfarið metið það svo að flutningur barnafjölskyldna til Grikklands samrýmist hagsmunum barna þegar litið er m.a. til öryggis þeirra, velferðar og félagslegs þroska. Í stað þess að líta heildstætt á líf barnsins hefur umfjöllun í ákvörðunum stjórnvalda um aðstæður flóttabarna í Grikklandi undanfarið nær eingöngu einskorðast við lagalegan rétt barna á flótta til skólagöngu og einingu fjölskyldunnar. Umfjöllun stjórnvalda staðfestir í raun bága stöðu flóttabarna í Grikklandi og takmarkað aðgengi þeirra að menntun. Áhersla nefndarinnar á einingu fjölskyldunnar er því miður beitt til að réttlæta synjun á umsóknum barnanna, þar sem það er jú andstætt hagsmunum barna að skilja þau frá foreldrum sínum sem synjað er í sama úrskurði. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja túlkun Útlendingastofnunar og kærunefndar á barnaverndarlögum, útlendingalögum og Barnasáttmálanum vera ranga. Hafa ber hagsmuni barnsins að leiðarljósi í ákvörðunum er varða börn. Mat á hagsmunum þeirra skal ekki unnið út frá forsendum í málum foreldra þeirra heldur skal fyrst og fremst leggja mat á hagsmuni barnanna út frá þeirra aðstæðum. Hver sá sem kynnt hefur sér aðstæður og réttindi barna á flótta í Grikklandi sér að sú niðurstaða, að það sé hagsmunum barna fyrir bestu að endursenda þau ásamt foreldrum sínum til Grikklands, er ekki fengin með heildstæðu mati sem metur alla mikilvæga þætti fyrir líf og þroska barns. Tilgangur mats á hagsmunum barns er meðal annars að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli uppruna barna eða lagalegrar stöðu. Ákvarðanataka stjórnvalda verður að endurspegla þá grundvallarreglu um jafnræði með raunverulegu, heildstæðu hagsmunamati fyrir börn á flótta. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun