Vitum við hvað er börnum fyrir bestu? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2021 12:30 Dagur mannréttinda barna er í dag 20. nóvember. Deginum er fagnað um allan heim vegna þess að þennan dag árið 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en ekki síður vegna þess að árið 1959 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um réttindi barnsins sem voru formlega bindandi að þjóðarrétti. Þó að það séu rúmlega 30 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur þá ólst stór hluti núlifandi jarðarbúa upp í samfélagi þar sem enginn slíkur sáttmáli var til staðar. Það er því áhugavert að velta fyrir sér hvað Barnasáttmálinn hafði í för með sér. Vissulega var hlúð að réttindum barna fyrir þennan tíma og hafa ber í huga að Barnasáttmálinn var í mótun í meira en hálfa öld. Til að hann yrði þó að veruleika þurftu að eiga sér stað miklar viðhorfsbreytinga í garð barna og hlutverks þeirra í samfélaginu. Að fara frá því almenna viðhorfi að líta á börn sem „litla fullorðna“ yfir í börn á þroskabraut með sín sjálfstæðu mannréttindi krafðist breyttrar hugsunar, viðhorfs, löggjafar og reglugerða. Eftir fyrri heimstyrjöldina bjó fjöldi barna við verulega bágbornar aðstæður. Breski barnaskólakennarinn Eglantyne Jebb varð vör við hversu illa börn komu út úr stríðinu og hóf baráttu fyrir réttindum barna til að alast upp við frið og öryggi. Hún stofnaði samtökin Save the Children og skrifaði stefnuyfirlýsingu sem samþykkt var af Þjóðabandalaginu árið 1924 undir nafninu Genfarsáttmálinn. Um var að ræða viljayfirlýsingu sem var ekki lagalega bindandi en hafði þó mikla þýðingu því smám saman varð breyting á hugsanahætti gagnvart börnum. Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna árið 1959 sem áður var minnst á var byggð á Genfarsáttmálanum en var bindandi að þjóðarrétti. Áframhaldandi samfélagslegar breytingar kölluðu á frekari umræður og vangaveltur um stöðu barna og réttindi þeirra og á alþjóðlegu ári barnsins árið 1979 var lagt til að vinna að sérstökum mannréttindasáttmála fyrir börn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og tíu árum síðar varð Barnasáttmálinn að veruleika. Við stöndum áfram frammi fyrir sífellt nýjum áskorunum í samfélaginu og samhliða því breyttu gildismati, áherslum, viðhorfum og venjum. Í takt við stöðugar breytingar er þó gríðarlega mikilvægt að velta reglulega fyrir sér hvernig við tryggjum sem best að velferð barna og ungmenna sé höfð í fyrirrúmi. Í 3. grein Barnasáttmálans kemur fram að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir sem varða börn og gildir þá einu hvort um hið opinbera er að ræða, einkaaðila, dómstóla, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir. Tryggja á börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og gera þarf allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafa og stjórnsýslu til að tryggja það. En hvað er börnunum í raun fyrir bestu? Börn alast upp við mismunandi aðstæður og menningarbakgrunnurinn er fjölbreyttur. Hin ýmsu gildi, trúarbrögð, venjur, hefðir, uppeldisaðferðir, fjárhagur og staðsetning eru meðal þátta sem geta haft áhrif á hvernig hlúð er að börnum og viðmiðin um hvernig það er gert geta verið ólík eftir því. Og einmitt vegna þess að gildismat okkar fullorðna fólksins er mismunandi er svo mikilvægt að tryggja öllum börnum ákveðin grundvallarmannréttindi óháð þeim aðstæðum sem þau búa við. Í Barnasáttmálanum er skýrt kveðið á um rétt til lífs og þroska, vernd gegn ofbeldi, bann við mismunun, þátttöku við ákvarðanatöku í málefnum er þau varða, heilsuvernd og aðgang að menntun. Þessir þættir þurfa ávallt að vera til staðar þó aðferðirnar og nálganir geti verið ólíkar og það er þess vegna svo mikilvægt að við höfum Barnasáttmálann til leiðsagnar. En þá þurfum við líka öll að þekkja til hans svo hann verði það leiðarljós sem honum er ætlað að vera. Árið 2016 var samþykkt á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna og var Barnaheillum – Save the Children á Íslandi falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í þingsályktunartillögu félags- og barnamálaráðherra vorið 2021 um Barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að dagurinn skuli efldur frá og með árinu 2021. Vinna skuli að því að gera 20. nóvember hærra undir höfði og nýta daginn enn frekar við fræðslu og vitundarvakningu um réttindi barna. Auk mennta- og menningarmálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins bera forsætisráðuneyti og félags- og barnamálaráðuneyti einnig ábyrgð á deginum og fer stýrihópur stjórnarráðsins í málefnum barna með framkvæmd dagsins í samvinnu við Barnaheill. Að mati Barnaheilla þarf menntun barna í mannréttindum að vera samofin öllu skólastarfi og hafa samtökin frá árinu 2016 skorað á skólastjórnendur og kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum að stuðla að fræðslu um Barnasáttmálann á þessum degi. Barnaheill leggja árlega fram tillögur að verkefnum sem hægt er að vinna með börnum og ungmennum í skólum landsins og að þessu sinni voru lagðar fram þrjár tillögur að ólíkum verkefnum sem hver og einn getur útfært og aðlagað að þeim aðstæðum sem eru í viðkomandi skólaumhverfi. Fyrsta verkefnið snýr að framtíðarsýn nemenda, annað að upplifun og lærdómi af Covid-19 og hið þriðja að framkvæmd nemendaþings í skólanum. Auk þessara tillagna að verkefnum hafa Barnaheill sett saman fjölmargar kennsluhugmyndir á vefsíðu samtakanna, barnaheill.is fyrir mismunandi aldursskeið og á vefsíðunni barnasattmali.is er mikill fróðleikur um Barnasáttmálann og fjölbreyttar kennsluhugmyndir og verkefni. Að sjálfsögðu eiga allir dagar ársins að vera dagar mannréttinda barna og iðka þarf þau mannréttindi í öllum athöfnum daglegs lífs, en ekki eingöngu á hátíðar- og tyllidögum. Það er þó mikilvægt að hafa einn dag í heiðri þar sem við erum minnt á mikilvægi þess að hlúa ávallt að því sem er börnum fyrir bestu og fá um leið tækifæri til að vega, meta og jafnvel endurskoða hvað þarf að gera til að tryggja að því markmiði sé náð. En umfram allt; hlustum á börnin sjálf því oftar en ekki vita þau betur en við fullorðnu hvað þeim er fyrir bestu. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna er í dag 20. nóvember. Deginum er fagnað um allan heim vegna þess að þennan dag árið 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en ekki síður vegna þess að árið 1959 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um réttindi barnsins sem voru formlega bindandi að þjóðarrétti. Þó að það séu rúmlega 30 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur þá ólst stór hluti núlifandi jarðarbúa upp í samfélagi þar sem enginn slíkur sáttmáli var til staðar. Það er því áhugavert að velta fyrir sér hvað Barnasáttmálinn hafði í för með sér. Vissulega var hlúð að réttindum barna fyrir þennan tíma og hafa ber í huga að Barnasáttmálinn var í mótun í meira en hálfa öld. Til að hann yrði þó að veruleika þurftu að eiga sér stað miklar viðhorfsbreytinga í garð barna og hlutverks þeirra í samfélaginu. Að fara frá því almenna viðhorfi að líta á börn sem „litla fullorðna“ yfir í börn á þroskabraut með sín sjálfstæðu mannréttindi krafðist breyttrar hugsunar, viðhorfs, löggjafar og reglugerða. Eftir fyrri heimstyrjöldina bjó fjöldi barna við verulega bágbornar aðstæður. Breski barnaskólakennarinn Eglantyne Jebb varð vör við hversu illa börn komu út úr stríðinu og hóf baráttu fyrir réttindum barna til að alast upp við frið og öryggi. Hún stofnaði samtökin Save the Children og skrifaði stefnuyfirlýsingu sem samþykkt var af Þjóðabandalaginu árið 1924 undir nafninu Genfarsáttmálinn. Um var að ræða viljayfirlýsingu sem var ekki lagalega bindandi en hafði þó mikla þýðingu því smám saman varð breyting á hugsanahætti gagnvart börnum. Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna árið 1959 sem áður var minnst á var byggð á Genfarsáttmálanum en var bindandi að þjóðarrétti. Áframhaldandi samfélagslegar breytingar kölluðu á frekari umræður og vangaveltur um stöðu barna og réttindi þeirra og á alþjóðlegu ári barnsins árið 1979 var lagt til að vinna að sérstökum mannréttindasáttmála fyrir börn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og tíu árum síðar varð Barnasáttmálinn að veruleika. Við stöndum áfram frammi fyrir sífellt nýjum áskorunum í samfélaginu og samhliða því breyttu gildismati, áherslum, viðhorfum og venjum. Í takt við stöðugar breytingar er þó gríðarlega mikilvægt að velta reglulega fyrir sér hvernig við tryggjum sem best að velferð barna og ungmenna sé höfð í fyrirrúmi. Í 3. grein Barnasáttmálans kemur fram að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir sem varða börn og gildir þá einu hvort um hið opinbera er að ræða, einkaaðila, dómstóla, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir. Tryggja á börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og gera þarf allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafa og stjórnsýslu til að tryggja það. En hvað er börnunum í raun fyrir bestu? Börn alast upp við mismunandi aðstæður og menningarbakgrunnurinn er fjölbreyttur. Hin ýmsu gildi, trúarbrögð, venjur, hefðir, uppeldisaðferðir, fjárhagur og staðsetning eru meðal þátta sem geta haft áhrif á hvernig hlúð er að börnum og viðmiðin um hvernig það er gert geta verið ólík eftir því. Og einmitt vegna þess að gildismat okkar fullorðna fólksins er mismunandi er svo mikilvægt að tryggja öllum börnum ákveðin grundvallarmannréttindi óháð þeim aðstæðum sem þau búa við. Í Barnasáttmálanum er skýrt kveðið á um rétt til lífs og þroska, vernd gegn ofbeldi, bann við mismunun, þátttöku við ákvarðanatöku í málefnum er þau varða, heilsuvernd og aðgang að menntun. Þessir þættir þurfa ávallt að vera til staðar þó aðferðirnar og nálganir geti verið ólíkar og það er þess vegna svo mikilvægt að við höfum Barnasáttmálann til leiðsagnar. En þá þurfum við líka öll að þekkja til hans svo hann verði það leiðarljós sem honum er ætlað að vera. Árið 2016 var samþykkt á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna og var Barnaheillum – Save the Children á Íslandi falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í þingsályktunartillögu félags- og barnamálaráðherra vorið 2021 um Barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að dagurinn skuli efldur frá og með árinu 2021. Vinna skuli að því að gera 20. nóvember hærra undir höfði og nýta daginn enn frekar við fræðslu og vitundarvakningu um réttindi barna. Auk mennta- og menningarmálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins bera forsætisráðuneyti og félags- og barnamálaráðuneyti einnig ábyrgð á deginum og fer stýrihópur stjórnarráðsins í málefnum barna með framkvæmd dagsins í samvinnu við Barnaheill. Að mati Barnaheilla þarf menntun barna í mannréttindum að vera samofin öllu skólastarfi og hafa samtökin frá árinu 2016 skorað á skólastjórnendur og kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum að stuðla að fræðslu um Barnasáttmálann á þessum degi. Barnaheill leggja árlega fram tillögur að verkefnum sem hægt er að vinna með börnum og ungmennum í skólum landsins og að þessu sinni voru lagðar fram þrjár tillögur að ólíkum verkefnum sem hver og einn getur útfært og aðlagað að þeim aðstæðum sem eru í viðkomandi skólaumhverfi. Fyrsta verkefnið snýr að framtíðarsýn nemenda, annað að upplifun og lærdómi af Covid-19 og hið þriðja að framkvæmd nemendaþings í skólanum. Auk þessara tillagna að verkefnum hafa Barnaheill sett saman fjölmargar kennsluhugmyndir á vefsíðu samtakanna, barnaheill.is fyrir mismunandi aldursskeið og á vefsíðunni barnasattmali.is er mikill fróðleikur um Barnasáttmálann og fjölbreyttar kennsluhugmyndir og verkefni. Að sjálfsögðu eiga allir dagar ársins að vera dagar mannréttinda barna og iðka þarf þau mannréttindi í öllum athöfnum daglegs lífs, en ekki eingöngu á hátíðar- og tyllidögum. Það er þó mikilvægt að hafa einn dag í heiðri þar sem við erum minnt á mikilvægi þess að hlúa ávallt að því sem er börnum fyrir bestu og fá um leið tækifæri til að vega, meta og jafnvel endurskoða hvað þarf að gera til að tryggja að því markmiði sé náð. En umfram allt; hlustum á börnin sjálf því oftar en ekki vita þau betur en við fullorðnu hvað þeim er fyrir bestu. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun