Börn skipa sess í borgarmenningu Ellen Jacqueline Calmon skrifar 20. nóvember 2021 16:58 Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Menning Ellen Jacqueline Calmon Reykjavík Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun