Tuttugu og fimm þúsund Íslendingar nota ekki belti Snorri Másson skrifar 21. nóvember 2021 11:53 Bílbelti bjarga mannslífum, eins og Samgöngustofa leggur áherslu á í dag á minningardegi þeirra sem látast í umferðarslysum. Stöð 2 Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1592 látist í umferðinni á Íslandi. Enn fleiri slasast alvarlega og takast á við áföllin sem fylgja þessum slysum. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu.Bylgjan Þetta er samfélagsmein sem á að reyna að uppræta og í ár er mest áhersla lögð á að minna fólk á mikilvægasta öryggistækið, bílbelti. Þar standa Íslendingar ekki nógu framarlega. „Okkur þykir afleitt að lenda í 17. sæti í Eurovision og erum tilbúin að leggja mikið á okkur að komast í efstu sæti þar. En við getum öll lagst á eitt við Íslendingar og allir sem fara um vegi landsins, að komast í fyrsta sæti í þessari keppni ef við getum orðað það svo, með því einfaldlega að smella beltinu á okkur. Það tekur tvær sekúndur og ávinningurinn af því er miklu meiri en að vinna Eurovision, þó ég ætli ekki að gera lítið úr því,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á Samgöngustofu. Í ár leið lengsti tími án banaslysa sem skráður hefur verið frá upphafi skráninga 258 dagar frá 17. febrúar til 3. nóvember án þess að banaslys ætti sér stað. „Það sýnir okkur að þetta er hægt. Það er hægt að ná því markmiði að það verði ekki banaslys eða mjög alvarleg slys í umferðinni. Þó ég vilji helst ekki fara að tala um mannslíf í samhengi við peninga, þá er talað um að umferðarslys á Íslandi kosti samfélagið á einu ári um það bil fimmtíu milljarða,“ segir Einar. Íslendingar eru að ná árangri. Á milli 2001 og 2010 létust að meðaltali 20 á ári í umferðinni en á undanförnum áratugi létust að meðaltali 12 á ári. Streymt verður beint frá minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð kl. 14:00 á Vísi. Forseti Íslands og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verða viðstaddir og flytja ávörp. Þar munu þeir, ásamt fulltrúum viðbragðsaðila, kveikja á kertum til minningar um fórnarlömb umferðarslysa. Þá verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.
Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32 1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Slysið við Látravatn sjöunda andlátið í umferðinni á árinu Sjö hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári. Slysið á Örlygshafnarvegi, skammt frá Látravatni við utanverðan Patreksfjörð, um helgina var sjötta umferðarslysið á árinu þar sem maður lést. 15. nóvember 2021 11:32
1.592 látist í umferðarslysum á Íslandi frá 1915 Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi árið 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni, til og með 16. nóvember síðastliðnum. Sjö einstaklingar hafa látist það sem af er þessu ári. 18. nóvember 2021 09:08