Áhorfandi í lúxussæti ældi á völlinn og olli langri töf á NBA leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 12:30 Lyktin var ekki geðsleg og það tók langan tíma að þrífa upp eftir áhorfandann. Skjámynd/Youtube Þetta eru bestu sætin í íþróttunum og kosta líka sitt. Það er hins vegar algjört lykilatriði að fólk þekki sín takmörk eins og kom vel í ljós í NBA-deildinni í körfubolta um helgina. Löng töf var á leik Sacramento Kings og Utah Jazz í NBA-deildinni eftir að mikið hreinsunarstarf þurfti að fara í gang þegar menn komust að því á óskemmtilegan hátt að einn stuðningsmaður Sacramento Kings liðsins hafði fengið sér aðeins of mikið. Leikmenn, þjálfarar og áhorfendur hafa líklega aldrei séð annað eins og þetta var ekkert sérlega geðslegt fyrir leikmenn Utah Jazz enda umræddur áhorfandi við hliðina á varamannabekknum þeirra. A Sacramento Kings fan sitting courtside by the Utah Jazz bench puked and caused a 25 minute delay pic.twitter.com/n8AI0Cyx0h— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2021 Umræddur áhorfandi ældi á völlinn en það mátti allt í einu sjá leikmenn og starfsmenn Utah Jazz yfirgefa bekkinn sinn efir að gusan kom frá áhorfandanum. Á endanum þurfti að gera fimmtán mínútna hlé á leiknum á meðan starfsmenn hreinsuðu völlinn. „Þetta var eitthvað,“ sagði Quin Snyder, þjálfari Utah Jazz við staðarfjölmiðilinn KSL News í Salt Lake City. Þar kom einnig að áhorfandinn hafði verið að hreyta í þjálfarann allan leikinn. „Hann var að hrauna yfir mig allan leikinn eða alla vega fyrstu þrjá leikhlutana,“ sagði Snyder í gríni enda þurfti áhorfandinn að yfirgefa salinn eftir æluna. Jazz var fjórtán stigum yfir þegar þetta gerðist í upphafi fjórða leikhlutans. „Ég ætla ekki að reyna að ljúga. Ég einbeitti mér bara að því að forða mér frá bununni,“ sagði Donovan Mitchell, stjörnuleikmaður Utah Jazz. „Lífið er fullt af óvæntum atvikum. Ég vona að hann sé í lagi. Ég náði augnsambandi við hann og hann var brosandi. Hann var að brosa og æla á sama tíma,“ sagði franski miðherjinn Rudy Gobert. Starfsmenn hallarinnar fjarlægðu áhorfandann úr salnum og birtu síðan yfirlýsingu á skjánum um að allir of fullir áhorfendur yrðu reknir út húsi. Það má sjá myndir af þessu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iCZJeSQq4N0">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Löng töf var á leik Sacramento Kings og Utah Jazz í NBA-deildinni eftir að mikið hreinsunarstarf þurfti að fara í gang þegar menn komust að því á óskemmtilegan hátt að einn stuðningsmaður Sacramento Kings liðsins hafði fengið sér aðeins of mikið. Leikmenn, þjálfarar og áhorfendur hafa líklega aldrei séð annað eins og þetta var ekkert sérlega geðslegt fyrir leikmenn Utah Jazz enda umræddur áhorfandi við hliðina á varamannabekknum þeirra. A Sacramento Kings fan sitting courtside by the Utah Jazz bench puked and caused a 25 minute delay pic.twitter.com/n8AI0Cyx0h— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2021 Umræddur áhorfandi ældi á völlinn en það mátti allt í einu sjá leikmenn og starfsmenn Utah Jazz yfirgefa bekkinn sinn efir að gusan kom frá áhorfandanum. Á endanum þurfti að gera fimmtán mínútna hlé á leiknum á meðan starfsmenn hreinsuðu völlinn. „Þetta var eitthvað,“ sagði Quin Snyder, þjálfari Utah Jazz við staðarfjölmiðilinn KSL News í Salt Lake City. Þar kom einnig að áhorfandinn hafði verið að hreyta í þjálfarann allan leikinn. „Hann var að hrauna yfir mig allan leikinn eða alla vega fyrstu þrjá leikhlutana,“ sagði Snyder í gríni enda þurfti áhorfandinn að yfirgefa salinn eftir æluna. Jazz var fjórtán stigum yfir þegar þetta gerðist í upphafi fjórða leikhlutans. „Ég ætla ekki að reyna að ljúga. Ég einbeitti mér bara að því að forða mér frá bununni,“ sagði Donovan Mitchell, stjörnuleikmaður Utah Jazz. „Lífið er fullt af óvæntum atvikum. Ég vona að hann sé í lagi. Ég náði augnsambandi við hann og hann var brosandi. Hann var að brosa og æla á sama tíma,“ sagði franski miðherjinn Rudy Gobert. Starfsmenn hallarinnar fjarlægðu áhorfandann úr salnum og birtu síðan yfirlýsingu á skjánum um að allir of fullir áhorfendur yrðu reknir út húsi. Það má sjá myndir af þessu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iCZJeSQq4N0">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Körfubolti Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn