Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 12:06 Dýrin líða miklar kvalir við blóðtökuna. Skjáskot/TSB Tierschutzbund Zurich Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í dag heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Í myndinni má sjá mjög slæma meðferð á hrossunum, þar sem þau eru lokuð inni í þröngri stíu og merarnar meðal annars slegnar og barðar með prikum. Dýrin líða bæði kvalir og gríðarlega hræðslu samkvæmt því sem fram kemur í myndinni, en hún hefur verið í vinnslu í um eitt og hálft ár, og er að mestu byggð á földum myndavélum. Heimildarmyndin hefur verið birt á YouTube, en hana má sjá hér. Varað er við myndefni. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að málið sé til rannsóknar, auk þess sem ráðherra hafi verið upplýstur um málið. „Matvælastofnun lítur þetta mál mjög alvarlegum augum. Við höfum séð þetta myndband og svo virðist sem meðferðin á hryssunum eins og hún kemur fram á þessu myndbandi stangist verulega á við þau starfsskilyrði sem eru í þessari grein,” segir Sigríður. Myndin sé þó ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. „Það sem þarna birtist má segja að sé önnur mynd en við höfum verið að sjá í okkar eftirliti alla jafna. Þetta er ekki í samræmi við það, en það þýðir ekki að það eru myndir af þessu og þetta hefur greinilega gerst, þannig að þetta þurfum við að taka til mjög ítarlegrar skoðunar.” Hún segist ekki vilja tjá sig um hvort MAST viti hvaða aðila sé um að ræða í myndinni. Þá segir hún að blóðmerarhald sé í stöðugri endurskoðun og að stofnunin hafi unnið mjög að því að ná betur utan um starfsemina, með hertum lögum og að gera hana tilkynningarskylda. Enn fremur sé strangara eftirlit með þessari starfsemi miðað við annað búfjárhald í landinu. „Þetta er í hæsta forgangi hjá okkur og ég vil halda því fram að við höfum náð töluvert utan um þetta. En auðvitað – betur má en duga skal og við tökum svona ábendingum mjög alvarlega og munum leita leiða til þess að uppræta þetta,” segir Sigríður. Innri rannsókn á birgjum Ísteka, fyrirtæki sem framleiðir lyf úr hryssublóði, sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Facebook-síðu sína. „Í myndbandi sem svissnesk samtök settu inn á Youtube á föstudaginn sem mun verða dreift víðar eftir helgina, má sjá upptökur frá földum myndavélum af blóðgjöfum hryssa á Íslandi. Vinnubrögð og aðferðir sem sums staðar sjást þar eru óviðeigandi og ólíðandi, t.d. notkun járnstangar, harkaleg notkun timburbattinga og glefs hunda. Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar verulega þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar. Við höfum nú þegar hafið innri rannsókn á birgjunum og atvikunum.“ segir í yfirlýsingunni. „Við undirstrikum að blóðgjafirnar eru undir eftirliti og framkvæmdar af dýralæknum og lúta jafnframt eftirliti dýravelferðafulltrúa Ísteka sem og eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Við höfum velferð dýranna að leiðarljósi og gerum sérstaka dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem við skiptum við. Brot á ákvæðum þessa samninga eru tekin mjög alvarlega og eru ekki liðin,“ segir í yfirlýsingunni. Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar fréttastofa heyrði í honum. Dýraheilbrigði Dýr Blóðmerahald Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í dag heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Í myndinni má sjá mjög slæma meðferð á hrossunum, þar sem þau eru lokuð inni í þröngri stíu og merarnar meðal annars slegnar og barðar með prikum. Dýrin líða bæði kvalir og gríðarlega hræðslu samkvæmt því sem fram kemur í myndinni, en hún hefur verið í vinnslu í um eitt og hálft ár, og er að mestu byggð á földum myndavélum. Heimildarmyndin hefur verið birt á YouTube, en hana má sjá hér. Varað er við myndefni. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að málið sé til rannsóknar, auk þess sem ráðherra hafi verið upplýstur um málið. „Matvælastofnun lítur þetta mál mjög alvarlegum augum. Við höfum séð þetta myndband og svo virðist sem meðferðin á hryssunum eins og hún kemur fram á þessu myndbandi stangist verulega á við þau starfsskilyrði sem eru í þessari grein,” segir Sigríður. Myndin sé þó ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. „Það sem þarna birtist má segja að sé önnur mynd en við höfum verið að sjá í okkar eftirliti alla jafna. Þetta er ekki í samræmi við það, en það þýðir ekki að það eru myndir af þessu og þetta hefur greinilega gerst, þannig að þetta þurfum við að taka til mjög ítarlegrar skoðunar.” Hún segist ekki vilja tjá sig um hvort MAST viti hvaða aðila sé um að ræða í myndinni. Þá segir hún að blóðmerarhald sé í stöðugri endurskoðun og að stofnunin hafi unnið mjög að því að ná betur utan um starfsemina, með hertum lögum og að gera hana tilkynningarskylda. Enn fremur sé strangara eftirlit með þessari starfsemi miðað við annað búfjárhald í landinu. „Þetta er í hæsta forgangi hjá okkur og ég vil halda því fram að við höfum náð töluvert utan um þetta. En auðvitað – betur má en duga skal og við tökum svona ábendingum mjög alvarlega og munum leita leiða til þess að uppræta þetta,” segir Sigríður. Innri rannsókn á birgjum Ísteka, fyrirtæki sem framleiðir lyf úr hryssublóði, sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Facebook-síðu sína. „Í myndbandi sem svissnesk samtök settu inn á Youtube á föstudaginn sem mun verða dreift víðar eftir helgina, má sjá upptökur frá földum myndavélum af blóðgjöfum hryssa á Íslandi. Vinnubrögð og aðferðir sem sums staðar sjást þar eru óviðeigandi og ólíðandi, t.d. notkun járnstangar, harkaleg notkun timburbattinga og glefs hunda. Stjórnendum og starfsfólki Ísteka mislíkar verulega þessi vinnubrögð við framleiðslu á vöru fyrir okkur. Þau uppfylla ekki ströng skilyrði okkar til dýravelferðar. Við höfum nú þegar hafið innri rannsókn á birgjunum og atvikunum.“ segir í yfirlýsingunni. „Við undirstrikum að blóðgjafirnar eru undir eftirliti og framkvæmdar af dýralæknum og lúta jafnframt eftirliti dýravelferðafulltrúa Ísteka sem og eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Við höfum velferð dýranna að leiðarljósi og gerum sérstaka dýravelferðarsamninga við alla þá bændur sem við skiptum við. Brot á ákvæðum þessa samninga eru tekin mjög alvarlega og eru ekki liðin,“ segir í yfirlýsingunni. Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar fréttastofa heyrði í honum.
Dýraheilbrigði Dýr Blóðmerahald Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira