„Þetta var hreinasta helvíti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Stöðugt fleiri stíga nú fram og segja frá ofbeldi sem þeir urðu fyrir sem börn af hálfu hjónanna Beverly og Einars Gíslasonar. Vísir/Minjasafnið á Akureyri Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. Fólk sem sætti kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi af háfu Einars Gíslasonar og eiginkonu hans Beverly Gíslason sögðu frá reynslu sinni í fréttaauka Stöðvar 2 í gær. Hjónin ráku barnaheimili á Hjalteyri frá 1972 til 1979. Talið er að í heild hafi áttatíu börn dvalið hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Karl Ómar Ársælsson var hjá hjónum sumarlangt árið 1972 þá tíu ára. Hann segist alltaf hafa velt fyrir sér hvers vegna hann var sendur á Hjalteyri því hann hafi alls ekki búið við erfiðar heimilisaðstæður eða átt við hegðunarvanda að stríða. „Séra Bragi Benediktsson sóknarprestur í Hafnarfirði talaði svo fallega um hjónin að ég lét tilleiðast að fara til þeirra en þegar maður kom svo á staðinn þá var þetta bara hreinasta helvíti,“ segir Karl. Hann tekur undir með þeim sem þegar hafa stigið fram og segir að ofbeldið á heimilinu hafi verið mikið. „Þú máttir ekki leifa mat, ef þú gerðir það varstu rassskeltur. Það var alveg sama hvað þú gerðir þú varst alltaf rassskelltur, hent inn í kompuna eða inn í rúm,“ segir Karl Ómar. Karl Ómar segist hafa sloppið við kynferðislegt ofbeldi en líkamlegt ofbeldi hafi verið mikið. „Ofbeldið var mjög gróft þarna, maður var oft dreginn á milli herbergja á eyrunum það var aðallega þessi Beverly sem gerði það og maður hafði ekki roð í hana,“ segir Karl. Hann á margar vondar minningar frá dvölinni. „Það var stúlka þarna sem var með ofnæmi fyrir hunangi en við fengum alltaf súrmjóllk og hunang í morgunmat. Þá var þessu bara troðið ofan í hana og henni hent fram að því loknu. Önnur stúlka sem var þarna um sex ára gömul átti til að pissa á sig og þá var henni refsað óskaplega fyrir það,“ segir Karl. Hann segir ótrúlegt að þau Einar og Beverly hafi áfram fengið að gæta barna eftir Hjalteyrarárin. „Að barnaverndaryfirvöld skuli ekki hafa tekið á þessum málum er alveg óskiljanlegt. Því það komu fram athugasemdir við aðferðir hjónanna strax árið 1977,“ segir Karl. Foreldrar í Garðabæ áhyggjufullir Foreldrar sem voru með börn sín í dagvistun eða leikskóla í Garðabæ hafa í morgun verið í sambandi við fréttastofu og furðað sig á að hjónin hafi ekki verið stöðvuð þar sem frásagnir um ofbeldið hafi þegar verið komnar fram þegar þau hefja þar störf. Þó hefur eitt foreldri stigið fram og lýst sérstaklega yfir að þau Einar og Beverely hafi verið góðir dagforeldrar en þau hafi gætt barns viðkomandi á árunum 1997-2000. Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Vistheimili Akureyri Hörgársveit Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Fólk sem sætti kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi af háfu Einars Gíslasonar og eiginkonu hans Beverly Gíslason sögðu frá reynslu sinni í fréttaauka Stöðvar 2 í gær. Hjónin ráku barnaheimili á Hjalteyri frá 1972 til 1979. Talið er að í heild hafi áttatíu börn dvalið hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Karl Ómar Ársælsson var hjá hjónum sumarlangt árið 1972 þá tíu ára. Hann segist alltaf hafa velt fyrir sér hvers vegna hann var sendur á Hjalteyri því hann hafi alls ekki búið við erfiðar heimilisaðstæður eða átt við hegðunarvanda að stríða. „Séra Bragi Benediktsson sóknarprestur í Hafnarfirði talaði svo fallega um hjónin að ég lét tilleiðast að fara til þeirra en þegar maður kom svo á staðinn þá var þetta bara hreinasta helvíti,“ segir Karl. Hann tekur undir með þeim sem þegar hafa stigið fram og segir að ofbeldið á heimilinu hafi verið mikið. „Þú máttir ekki leifa mat, ef þú gerðir það varstu rassskeltur. Það var alveg sama hvað þú gerðir þú varst alltaf rassskelltur, hent inn í kompuna eða inn í rúm,“ segir Karl Ómar. Karl Ómar segist hafa sloppið við kynferðislegt ofbeldi en líkamlegt ofbeldi hafi verið mikið. „Ofbeldið var mjög gróft þarna, maður var oft dreginn á milli herbergja á eyrunum það var aðallega þessi Beverly sem gerði það og maður hafði ekki roð í hana,“ segir Karl. Hann á margar vondar minningar frá dvölinni. „Það var stúlka þarna sem var með ofnæmi fyrir hunangi en við fengum alltaf súrmjóllk og hunang í morgunmat. Þá var þessu bara troðið ofan í hana og henni hent fram að því loknu. Önnur stúlka sem var þarna um sex ára gömul átti til að pissa á sig og þá var henni refsað óskaplega fyrir það,“ segir Karl. Hann segir ótrúlegt að þau Einar og Beverly hafi áfram fengið að gæta barna eftir Hjalteyrarárin. „Að barnaverndaryfirvöld skuli ekki hafa tekið á þessum málum er alveg óskiljanlegt. Því það komu fram athugasemdir við aðferðir hjónanna strax árið 1977,“ segir Karl. Foreldrar í Garðabæ áhyggjufullir Foreldrar sem voru með börn sín í dagvistun eða leikskóla í Garðabæ hafa í morgun verið í sambandi við fréttastofu og furðað sig á að hjónin hafi ekki verið stöðvuð þar sem frásagnir um ofbeldið hafi þegar verið komnar fram þegar þau hefja þar störf. Þó hefur eitt foreldri stigið fram og lýst sérstaklega yfir að þau Einar og Beverely hafi verið góðir dagforeldrar en þau hafi gætt barns viðkomandi á árunum 1997-2000.
Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Vistheimili Akureyri Hörgársveit Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56