Skoraði fimm snertimörk á móti einni bestu vörn deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 14:31 Jonathan Taylor var frábær í sigrinum á Buffalo Bills. AP/Jeffrey T. Barnes Maður helgarinnar í NFL-deildinni var án efa hlauparinn Jonathan Taylor hjá Indianapolis Colts. Hann kom sér inn í sögubækurnar með stórkostlegri frammistöðu í gær en stærsta fréttin var líka að hann var að gera þetta á móti einu allra besta varnarliði deildarinnar þegar Indianapolis Colts vann 41-15 sigur á Buffalo Bills. Taylor hljóp 185 jarda með boltann í leiknum og skoraði alls fimm snertimörk framhjá Bills vörninni. Fjögur fyrstu snertimörkin voru á jörðinni en það síðasta kom eftir sendingu. FOUR TOUCHDOWNS FOR JONATHAN TAYLOR @JayT23 #ForTheShoe : #INDvsBUF on CBS : NFL app pic.twitter.com/e7AI8swOxd— NFL (@NFL) November 21, 2021 Taylor hefur nú farið að minnsta kosti hundrað jarda með boltann og skorað að minnsta kosti eitt snertimark að auki í átta leikjum í röð í NFL-deildinni sem er metjöfnun. Buffalo liðið tapaði fjórum boltum í leiknum og eftir þetta tap hefur liðið misst toppsætið til New England Patriots sem vann sinn leik á fimmtudagskvöldið. Framundan eru síðan tveir spennandi leikir á milli Patriots og Bills í desembermánuði. Jonathan Taylor (@JayT23) is the 3rd player ever with 100+ scrimmage yards and a rushing TD in 8 straight games.He joins @ProFootballHOF LaDainian Tomlinson (@LT_21 - 2006) and Lydell Mitchell (1975-76). Tomlinson was the only other to do so in a single season. pic.twitter.com/t6zJQhVjnF— NFL345 (@NFL345) November 21, 2021 Minnesota Vikings liðið hefur tapað nokkrum leikjum á grátlegan hátt á þessu tímabili en lukkudísirnar voru með þeim í lokin í 34-31 sigri á nágrönnunum í Green Bay Packers. Það leit út fyrir að Green Bay Packers væri að fara að stela sigrinum þegar Marquez Valdes-Scantling skoraði eftir 75 jarda sendingu frá Aaron Rodgers og Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, virtist hafa kastað boltanum frá sér í kjölfarið. Það var hins vegar kallað til baka og Cousins tókst að fara með Vikings liðið upp völlinn. Sparkarinn Greg Joseph tryggði liðinu síðan 34-31 sigur með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út. Four straight wins for the @Chiefs#ChiefsKingdom pic.twitter.com/sG2vYRPWuE— NFL (@NFL) November 22, 2021 Leikur Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys átti að vera leikur tveggja bestu sókna deildarinnar en það voru varnirnar sem stálu senunni. Sérstaklega vörn Chiefs liðsins sem hefur verið gagnrýnd harðlega í allan vetur. Tengdasonurinn Patrick Mahomes og félagar í Chiefs þurftu því ekki að skora mikið til vinna 19-9 sigur. Ein óvæntustu úrslitin var sigur Houston Texans á Tennessee Titans. Texans liðið var búið að tapa átta leikjum í röð og Titans með einn besta árangurinn í deildinni. Leikstjórnandinn Tyrod Taylor skoraði tvö snertimörk sjálfur og varnarmaðurinn Desmond King II komst inn í tvær sendingar hjá Titans liðinu í fjórða leikhlutanum. Taylor Heinicke átti þrjár snertimörk þegar Washington Football Team vann 27-21 sigur á Carolina Panthers. Cam Newton kom aftur í byrjunarlið Panthers og átti flottan leik en náði ekki að leiða liðið til sigurs. Touchdown, @devontafreeman! @Ravens take the lead with 22 seconds remaining. #RavensFlock : #BALvsCHI on CBS : NFL app pic.twitter.com/LLoBPhCPY2— NFL (@NFL) November 21, 2021 Baltimore Ravens vann 16-13 sigur á Chicago Bears þrátt fyrir að missa leikstjórnandann sinn Lamar Jackson í veikindi skömmu fyrir leik. Bears var yfir 13-9 en varaleikstjórnandinn Tyler Huntley fór upp allan völlinn í lokasókninni og hlauparinn Devonta Freeman tryggði sigurinn með snertimarki 22 sekúndum fyrir leikslok. Yup, @JamesConner_ is still scoring TDs. #RedSea : #AZvsSEA on FOX : NFL app pic.twitter.com/qiYq3sfYW1— NFL (@NFL) November 22, 2021 Stjörnuleikstjórnandinn Kyler Murray missti af þriðja leiknum í röð en lið hans Arizona Cardinals, hefur náð að vinna tvo þeirra þar af 23-13 sigur á Seattle Seahawks í gær. Arizona liðið er nú á toppi deildarinnar með níu sigra og aðeins tvö töp. Cardinals hefur verið án Murray og stjörnuútherjans DeAndre Hopkins í síðustu þremur leikjum en þeir ættu að koma til baka í næsta leik sem verður ekki fyrr en eftir tvær vikur. Cardinals menn eiga frí í næstu umferð. Austin Ekeler has 4 total TD tonight for the Chargers after Jonathan Taylor had 5 total TD earlier for the Colts.This is the 7th time since 1950 that multiple players scored 4+ TD on the same day. The last time it happened was 2007, when Randy Moss and Terrell Owens did it. pic.twitter.com/LnRXJQzba7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 22, 2021 Every touchdown from NFL RedZone in Week 11! pic.twitter.com/n8cjyAiY15— NFL (@NFL) November 22, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Buffalo Bills - Indianapolis Colts 15-41 Tennessee Titans - Houston Texans 13-22 Philadelphia Eagles - New Orleans Saints 40-29 Carolina Panthers - Washington 21-27 Cleveland Browns - Detroit Lions 13-10 Jacksonville Jaguars - San Francisco 49ers 10-30 New York Jets - Miami Dolphins 17-24 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-31 Chicago Bears - Baltimore Ravens 13-16 Las Vegas Raiders - Cincinnati Bengals 13-32 Seattle Seahawks - Arizona Cardinals 13-23 Kansas City Chiefs - Dallas Cowboys 19-9 Los Angeles Chargers - Pittsburgh Steelers 41-37 NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Sjá meira
Taylor hljóp 185 jarda með boltann í leiknum og skoraði alls fimm snertimörk framhjá Bills vörninni. Fjögur fyrstu snertimörkin voru á jörðinni en það síðasta kom eftir sendingu. FOUR TOUCHDOWNS FOR JONATHAN TAYLOR @JayT23 #ForTheShoe : #INDvsBUF on CBS : NFL app pic.twitter.com/e7AI8swOxd— NFL (@NFL) November 21, 2021 Taylor hefur nú farið að minnsta kosti hundrað jarda með boltann og skorað að minnsta kosti eitt snertimark að auki í átta leikjum í röð í NFL-deildinni sem er metjöfnun. Buffalo liðið tapaði fjórum boltum í leiknum og eftir þetta tap hefur liðið misst toppsætið til New England Patriots sem vann sinn leik á fimmtudagskvöldið. Framundan eru síðan tveir spennandi leikir á milli Patriots og Bills í desembermánuði. Jonathan Taylor (@JayT23) is the 3rd player ever with 100+ scrimmage yards and a rushing TD in 8 straight games.He joins @ProFootballHOF LaDainian Tomlinson (@LT_21 - 2006) and Lydell Mitchell (1975-76). Tomlinson was the only other to do so in a single season. pic.twitter.com/t6zJQhVjnF— NFL345 (@NFL345) November 21, 2021 Minnesota Vikings liðið hefur tapað nokkrum leikjum á grátlegan hátt á þessu tímabili en lukkudísirnar voru með þeim í lokin í 34-31 sigri á nágrönnunum í Green Bay Packers. Það leit út fyrir að Green Bay Packers væri að fara að stela sigrinum þegar Marquez Valdes-Scantling skoraði eftir 75 jarda sendingu frá Aaron Rodgers og Kirk Cousins, leikstjórnandi Vikings, virtist hafa kastað boltanum frá sér í kjölfarið. Það var hins vegar kallað til baka og Cousins tókst að fara með Vikings liðið upp völlinn. Sparkarinn Greg Joseph tryggði liðinu síðan 34-31 sigur með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út. Four straight wins for the @Chiefs#ChiefsKingdom pic.twitter.com/sG2vYRPWuE— NFL (@NFL) November 22, 2021 Leikur Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys átti að vera leikur tveggja bestu sókna deildarinnar en það voru varnirnar sem stálu senunni. Sérstaklega vörn Chiefs liðsins sem hefur verið gagnrýnd harðlega í allan vetur. Tengdasonurinn Patrick Mahomes og félagar í Chiefs þurftu því ekki að skora mikið til vinna 19-9 sigur. Ein óvæntustu úrslitin var sigur Houston Texans á Tennessee Titans. Texans liðið var búið að tapa átta leikjum í röð og Titans með einn besta árangurinn í deildinni. Leikstjórnandinn Tyrod Taylor skoraði tvö snertimörk sjálfur og varnarmaðurinn Desmond King II komst inn í tvær sendingar hjá Titans liðinu í fjórða leikhlutanum. Taylor Heinicke átti þrjár snertimörk þegar Washington Football Team vann 27-21 sigur á Carolina Panthers. Cam Newton kom aftur í byrjunarlið Panthers og átti flottan leik en náði ekki að leiða liðið til sigurs. Touchdown, @devontafreeman! @Ravens take the lead with 22 seconds remaining. #RavensFlock : #BALvsCHI on CBS : NFL app pic.twitter.com/LLoBPhCPY2— NFL (@NFL) November 21, 2021 Baltimore Ravens vann 16-13 sigur á Chicago Bears þrátt fyrir að missa leikstjórnandann sinn Lamar Jackson í veikindi skömmu fyrir leik. Bears var yfir 13-9 en varaleikstjórnandinn Tyler Huntley fór upp allan völlinn í lokasókninni og hlauparinn Devonta Freeman tryggði sigurinn með snertimarki 22 sekúndum fyrir leikslok. Yup, @JamesConner_ is still scoring TDs. #RedSea : #AZvsSEA on FOX : NFL app pic.twitter.com/qiYq3sfYW1— NFL (@NFL) November 22, 2021 Stjörnuleikstjórnandinn Kyler Murray missti af þriðja leiknum í röð en lið hans Arizona Cardinals, hefur náð að vinna tvo þeirra þar af 23-13 sigur á Seattle Seahawks í gær. Arizona liðið er nú á toppi deildarinnar með níu sigra og aðeins tvö töp. Cardinals hefur verið án Murray og stjörnuútherjans DeAndre Hopkins í síðustu þremur leikjum en þeir ættu að koma til baka í næsta leik sem verður ekki fyrr en eftir tvær vikur. Cardinals menn eiga frí í næstu umferð. Austin Ekeler has 4 total TD tonight for the Chargers after Jonathan Taylor had 5 total TD earlier for the Colts.This is the 7th time since 1950 that multiple players scored 4+ TD on the same day. The last time it happened was 2007, when Randy Moss and Terrell Owens did it. pic.twitter.com/LnRXJQzba7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 22, 2021 Every touchdown from NFL RedZone in Week 11! pic.twitter.com/n8cjyAiY15— NFL (@NFL) November 22, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Buffalo Bills - Indianapolis Colts 15-41 Tennessee Titans - Houston Texans 13-22 Philadelphia Eagles - New Orleans Saints 40-29 Carolina Panthers - Washington 21-27 Cleveland Browns - Detroit Lions 13-10 Jacksonville Jaguars - San Francisco 49ers 10-30 New York Jets - Miami Dolphins 17-24 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-31 Chicago Bears - Baltimore Ravens 13-16 Las Vegas Raiders - Cincinnati Bengals 13-32 Seattle Seahawks - Arizona Cardinals 13-23 Kansas City Chiefs - Dallas Cowboys 19-9 Los Angeles Chargers - Pittsburgh Steelers 41-37
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Buffalo Bills - Indianapolis Colts 15-41 Tennessee Titans - Houston Texans 13-22 Philadelphia Eagles - New Orleans Saints 40-29 Carolina Panthers - Washington 21-27 Cleveland Browns - Detroit Lions 13-10 Jacksonville Jaguars - San Francisco 49ers 10-30 New York Jets - Miami Dolphins 17-24 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-31 Chicago Bears - Baltimore Ravens 13-16 Las Vegas Raiders - Cincinnati Bengals 13-32 Seattle Seahawks - Arizona Cardinals 13-23 Kansas City Chiefs - Dallas Cowboys 19-9 Los Angeles Chargers - Pittsburgh Steelers 41-37
NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Sjá meira