„Á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hann tæki sitt eigið líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2021 10:30 Jón Gautur var lagður í mikið einelti upp á Akranesi í grunnskóla. Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands birti á dögunum pistil á Vísi um einelti sem sonur hans Jón Gautur varð fyrir í grunnskóla. Rætt var við Hannes í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að eineltið hafi staðið yfir í fleiri ár og að lokum svo slæmt að allur árgangur Jóns í skólanum hafi verið farin að taka þátt í eineltinu. „Við flytjum hingað upp á Skaga fyrir um sjö til átta árum síðan. Höfðum verið í Grafarvoginum fyrstu tíu ár ævi Jóns og þar er hann í leikskóla og grunnskóla og gengur bara vel. Við vissum að hann væri með lesblindu og sáum það mjög snemma í ferlinu þrátt fyrir að hann væri okkar frumburður,“ segir Hannes en þegar þau flytja upp á Skaga byrjar Jón í fimmta bekk og yngri stelpan þeirra í fyrsta bekk. Þá hófst eineltið strax og í rauninni án þess að foreldrar hans hefðu áttað sig á stöðunni. „Stríðni og einelti er ekki það sama. Það eru allir að stríða hvor öðrum annað slagið og við megum aldrei taka það út. Stríðni og gleði og hvað annað, það er ekki einelti. Einelti er allt annað því einelti er ofbeldi. Þegar þetta byrjar fer hann alltaf í svona trúðslæti sem er svona hans fyrsta vörn. En á endanum þegar hann er búinn að vera hérna í tvö til þrjú ár er hann dæmdur fyrir að vera lesblindur og fékk að heyra að hann væri heimskur og gæti ekki gert neitt. Að það væri ekki gaman að vera í kringum hann og hann gæti ekki fengið að taka þátt. Í byrjun var þetta andlegt og hann fékk að heyra það. Svo þegar hann er að klára áttunda bekk er þetta komið út í líkamlegt einelti og líka komið út í það að hlutur eins og hjólið hans hvarf alveg ótrúlega oft eða það loftlaust og það sprakk dekk.“ Verður ekki mikið ógeðslegra Hannes segir að þau hjónin hafi oft hugsað að þetta væri bara tilviljanir. „Við trúðum því ekki að þetta gæti orðið svona illt en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur þá hringja einhverjar bjöllur. Það er verið að sitja fyrir honum fyrir fram íþróttahúsið og einhverjir gaurar eru að ýta við honum og reyna fá hann í einhvern slag. Kannski eitt það ljótasta sem við höfum ekki rætt mjög mikið. Á einum tímapunkti langaði hann aldrei í sund og við áttuðum okkur á því að það var vegna þess að hausinn á honum var einu sinni settur ofan í hlandskálina. Krakkar sem eru þarna þrettán, fjórtán ára eiga alveg að vita betur. Þetta er svona það ógeðslegasta og ég held að það gerist varla mikið ógeðslegra.“ Foreldrarnir ræddu málið við kennara hans. Jón og yngri systir hans á góðri stundu. „Þeir höfðu nefnt að þetta væri ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. Síðan fer hann í níunda bekk og þá er okkur sagt að það sé verið að taka á þessu,“ segir Hannes og ástandið var slæmt allan áttunda bekkinn og allan níunda bekkinn. „Síðan kemur inn nýr umsjónarkennari þegar hann er að fara í tíunda bekk. Við erum varla byrjuð að ræða við hana og eftir örfáa daga hefur hún samband. Þá sér hún að það er eitthvað mikið að. Það er alveg magnað og við höfum sagt það að hún er í rauninni bjargvætturinn að því hann fer út úr tíunda bekk með pínu gleði og aðeins góðar minningar.“ Kennarinn gekk vel á eftir því að eitthvað yrði gert og gekk í skugga um að talað yrði við foreldra gerenda. Sumir létu ekki í sér heyra „Sumir foreldrar tóku þetta til sín og við fundum mjög sterk viðbrögð frá nokkrum foreldrum. Svo voru líka foreldrar sem létu aldrei í sér heyra og töluðu aldrei við okkur. Maður finnur alveg að sumum foreldrum fannst þetta nánast bara vera vitleysa í okkur. Það eru enn þá foreldrar í dag sem trúa því innilega að sitt barn hafi ekki tekið neitt þátt í þessu,“ segir Hannes. Hann segist vera stoltur af syni sínum hvernig hann fór að því að komast í gegnum þetta tímabil. Hann fór alltaf í skólann þrátt fyrir að langa ekkert og tók aldrei veikindadag. „Á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hann tæki sitt eigið líf. Það var eitt af því sem við sögðum á þessum fundum og við höfðum áhyggjur af því. Við erum heppin að hafa verið meðvituð um þetta og getað tekið utan um hann.“ Hannes segir að Jón Gautur hafi átt einn góðan vin í Grafarvoginum og þegar hann fékk bílpróf var hann ekki lengi að leita mikið í hann. „Hann græddi á því að eiga þennan vin. Hér á Akranesi komu tveir til þrír strákar í tíunda bekk og tóku svolítið utan um hann og þeim erum við ævinlega þakklát fyrir og við létum foreldra þeirra vita af því þegar tíunda bekk var lokið. Til dæmis eitt kvöldið lét hann okkur vita að hann væri að fara fá sér pítsu með strákunum í kvöld. Þetta hafði bara aldrei gerst áður,“ segir Hannes en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
Hann segir að eineltið hafi staðið yfir í fleiri ár og að lokum svo slæmt að allur árgangur Jóns í skólanum hafi verið farin að taka þátt í eineltinu. „Við flytjum hingað upp á Skaga fyrir um sjö til átta árum síðan. Höfðum verið í Grafarvoginum fyrstu tíu ár ævi Jóns og þar er hann í leikskóla og grunnskóla og gengur bara vel. Við vissum að hann væri með lesblindu og sáum það mjög snemma í ferlinu þrátt fyrir að hann væri okkar frumburður,“ segir Hannes en þegar þau flytja upp á Skaga byrjar Jón í fimmta bekk og yngri stelpan þeirra í fyrsta bekk. Þá hófst eineltið strax og í rauninni án þess að foreldrar hans hefðu áttað sig á stöðunni. „Stríðni og einelti er ekki það sama. Það eru allir að stríða hvor öðrum annað slagið og við megum aldrei taka það út. Stríðni og gleði og hvað annað, það er ekki einelti. Einelti er allt annað því einelti er ofbeldi. Þegar þetta byrjar fer hann alltaf í svona trúðslæti sem er svona hans fyrsta vörn. En á endanum þegar hann er búinn að vera hérna í tvö til þrjú ár er hann dæmdur fyrir að vera lesblindur og fékk að heyra að hann væri heimskur og gæti ekki gert neitt. Að það væri ekki gaman að vera í kringum hann og hann gæti ekki fengið að taka þátt. Í byrjun var þetta andlegt og hann fékk að heyra það. Svo þegar hann er að klára áttunda bekk er þetta komið út í líkamlegt einelti og líka komið út í það að hlutur eins og hjólið hans hvarf alveg ótrúlega oft eða það loftlaust og það sprakk dekk.“ Verður ekki mikið ógeðslegra Hannes segir að þau hjónin hafi oft hugsað að þetta væri bara tilviljanir. „Við trúðum því ekki að þetta gæti orðið svona illt en þegar þetta gerist aftur og aftur og aftur þá hringja einhverjar bjöllur. Það er verið að sitja fyrir honum fyrir fram íþróttahúsið og einhverjir gaurar eru að ýta við honum og reyna fá hann í einhvern slag. Kannski eitt það ljótasta sem við höfum ekki rætt mjög mikið. Á einum tímapunkti langaði hann aldrei í sund og við áttuðum okkur á því að það var vegna þess að hausinn á honum var einu sinni settur ofan í hlandskálina. Krakkar sem eru þarna þrettán, fjórtán ára eiga alveg að vita betur. Þetta er svona það ógeðslegasta og ég held að það gerist varla mikið ógeðslegra.“ Foreldrarnir ræddu málið við kennara hans. Jón og yngri systir hans á góðri stundu. „Þeir höfðu nefnt að þetta væri ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. Síðan fer hann í níunda bekk og þá er okkur sagt að það sé verið að taka á þessu,“ segir Hannes og ástandið var slæmt allan áttunda bekkinn og allan níunda bekkinn. „Síðan kemur inn nýr umsjónarkennari þegar hann er að fara í tíunda bekk. Við erum varla byrjuð að ræða við hana og eftir örfáa daga hefur hún samband. Þá sér hún að það er eitthvað mikið að. Það er alveg magnað og við höfum sagt það að hún er í rauninni bjargvætturinn að því hann fer út úr tíunda bekk með pínu gleði og aðeins góðar minningar.“ Kennarinn gekk vel á eftir því að eitthvað yrði gert og gekk í skugga um að talað yrði við foreldra gerenda. Sumir létu ekki í sér heyra „Sumir foreldrar tóku þetta til sín og við fundum mjög sterk viðbrögð frá nokkrum foreldrum. Svo voru líka foreldrar sem létu aldrei í sér heyra og töluðu aldrei við okkur. Maður finnur alveg að sumum foreldrum fannst þetta nánast bara vera vitleysa í okkur. Það eru enn þá foreldrar í dag sem trúa því innilega að sitt barn hafi ekki tekið neitt þátt í þessu,“ segir Hannes. Hann segist vera stoltur af syni sínum hvernig hann fór að því að komast í gegnum þetta tímabil. Hann fór alltaf í skólann þrátt fyrir að langa ekkert og tók aldrei veikindadag. „Á tímabili höfðum við áhyggjur af því að hann tæki sitt eigið líf. Það var eitt af því sem við sögðum á þessum fundum og við höfðum áhyggjur af því. Við erum heppin að hafa verið meðvituð um þetta og getað tekið utan um hann.“ Hannes segir að Jón Gautur hafi átt einn góðan vin í Grafarvoginum og þegar hann fékk bílpróf var hann ekki lengi að leita mikið í hann. „Hann græddi á því að eiga þennan vin. Hér á Akranesi komu tveir til þrír strákar í tíunda bekk og tóku svolítið utan um hann og þeim erum við ævinlega þakklát fyrir og við létum foreldra þeirra vita af því þegar tíunda bekk var lokið. Til dæmis eitt kvöldið lét hann okkur vita að hann væri að fara fá sér pítsu með strákunum í kvöld. Þetta hafði bara aldrei gerst áður,“ segir Hannes en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira