Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 11:32 Frasinn er kenndur við tvo algenga tölustafi. Getty Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans. Danska ríkisútvarpið DR greinir frá því í dag að kennurum í þýska skólanum í Tinglev á Jótlandi, skammt frá landamærum Þýskalands, hafi þótt nóg um. Nemendur segi „six-seven“ í tíma og ótíma og frasinn hafi svo gott sem tekið yfir skólastarfið. Til að bregðast við þessu útbjuggu kennarar útprentaða mynd af legsteini með áletruninni „hér hvílir 6 7 (six-seven)“ og hengdu upp á veggjum skólans. „Fæðingardagur“ frasans er á legsteininum miðaður við febrúar 2025 og „dánardagur“ við 20. nóvember 2025. Í myndbandinu hér að neðan má sjá umfjöllun fréttastofu CBS um frasann sem hefur tröllriðið öllu undanfarnar vikur og mánuði, ekki síður eftir að myndband af ungum körfuboltaaðdáanda fara með frasann ásamt handahreyfingu náði mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Æpa frasann í kór hvenær sem færi gefst Hugmyndin á bak við uppátæki skólans er sögð sú að aðeins við myndina af legsteininum megi nemendurnir fara með frasann fræga en hvergi annars staðar í skólanum. „Nemendurnir hafa sagt þetta í kór á meðan á kennslu stendur mörgum sinnum. Bara ef maður segir sex eða sjö, þá sögðu þau þetta samstundis,“ segir skólastjórinn Carina Heymann við DR. Til dæmis, ef nemendur eru beðnir að fletta á blaðsíðu 106 í kennslubók þá æpi bekkurinn „six-seven“ í kór. „Bæði kennarar og raunar nokkrir nemendur líka eru orðnir dauðþreyttir á þessu. Það skemmtilega er að margir nemendanna vita ekki einu sinni heldur af hverju þeir eru að segja þetta, þau gera það bara,“ segir Heymann. Engin sérstök merking Margir hafa velt vöngum yfir frasanum og hvað í ósköpunum hann á að merkja. Í umfjöllun DR var rætt við Aida Bikic, sálfræðing og lektor við Syddansk háskólann, í leit að svörum en svar sérfræðingsins var nokkuð einfalt: Frasinn þýði ekki nokkurn skapaðann hlut. „Þetta kemur úr bandarísku lagi sem náði mikilli dreifingu. Maður getur lesið allt mögulegt í þetta. Þetta gæti þýtt „alveg sama“ eða „geggjað“. En þetta er fyrst og fremst til marks um að börn og unglingar taka upp það er í gangi á netinu,“ segir Bikic meðal annars við DR. Danmörk Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Danska ríkisútvarpið DR greinir frá því í dag að kennurum í þýska skólanum í Tinglev á Jótlandi, skammt frá landamærum Þýskalands, hafi þótt nóg um. Nemendur segi „six-seven“ í tíma og ótíma og frasinn hafi svo gott sem tekið yfir skólastarfið. Til að bregðast við þessu útbjuggu kennarar útprentaða mynd af legsteini með áletruninni „hér hvílir 6 7 (six-seven)“ og hengdu upp á veggjum skólans. „Fæðingardagur“ frasans er á legsteininum miðaður við febrúar 2025 og „dánardagur“ við 20. nóvember 2025. Í myndbandinu hér að neðan má sjá umfjöllun fréttastofu CBS um frasann sem hefur tröllriðið öllu undanfarnar vikur og mánuði, ekki síður eftir að myndband af ungum körfuboltaaðdáanda fara með frasann ásamt handahreyfingu náði mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Æpa frasann í kór hvenær sem færi gefst Hugmyndin á bak við uppátæki skólans er sögð sú að aðeins við myndina af legsteininum megi nemendurnir fara með frasann fræga en hvergi annars staðar í skólanum. „Nemendurnir hafa sagt þetta í kór á meðan á kennslu stendur mörgum sinnum. Bara ef maður segir sex eða sjö, þá sögðu þau þetta samstundis,“ segir skólastjórinn Carina Heymann við DR. Til dæmis, ef nemendur eru beðnir að fletta á blaðsíðu 106 í kennslubók þá æpi bekkurinn „six-seven“ í kór. „Bæði kennarar og raunar nokkrir nemendur líka eru orðnir dauðþreyttir á þessu. Það skemmtilega er að margir nemendanna vita ekki einu sinni heldur af hverju þeir eru að segja þetta, þau gera það bara,“ segir Heymann. Engin sérstök merking Margir hafa velt vöngum yfir frasanum og hvað í ósköpunum hann á að merkja. Í umfjöllun DR var rætt við Aida Bikic, sálfræðing og lektor við Syddansk háskólann, í leit að svörum en svar sérfræðingsins var nokkuð einfalt: Frasinn þýði ekki nokkurn skapaðann hlut. „Þetta kemur úr bandarísku lagi sem náði mikilli dreifingu. Maður getur lesið allt mögulegt í þetta. Þetta gæti þýtt „alveg sama“ eða „geggjað“. En þetta er fyrst og fremst til marks um að börn og unglingar taka upp það er í gangi á netinu,“ segir Bikic meðal annars við DR.
Danmörk Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira