Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2021 12:05 DART á að skella á smástirni á meira en 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund næsta haust. NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. DART stendur fyrir Double Asteroid Redirection Test og er geimfarið merkilegt fyrir nokkrar sakir. Geimfarinu verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu. Áætlað er að geimfarið brotlendi á smástirninu Dimorphos næsta haust og vonast vísindamenn til þess að geta séð hve mikið áreksturinn hægir á smástirninu, sem snýst um annað smástirni sem heitir Didymos. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. DART-geimfarið mun nota nýja tækni sem gerir tölvu geimfarsins klárt að stýra því með meiri nákvæmi en áður svo hægt sé að auka líkurnar á því að geimfarið, sem er á stærð við bíl, hitti smástirnið, sem er um 160 metrar í þvermál, á rúmlega 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Nýja tæknin mun gera DART kleift að greina milli Didymos og Dimorphos í rauntíma og miða á það síðarnefnda. Auk þess mun DART-geimfarið bera nýja tækni fyrir sólarsellur sem á að auka getu þeirra til að búa til rafmagn úr sólarljósi. Sólarsellur þessar eiga að vera þrefalt öflugri en hefðbundnar. Þær sellur eru nauðsynlegar til að knýja nýtt tilrauna-jónadrif NASA sem kallast NEXT-C. Það er ekki aðaldrif DART en verður sett í gang á leiðinni og er markmiðið að kanna hvort hægt verði að nota jónadrif sem þetta til ferða lengra út í geim á næstu árum. Jónadrif hafa í stuttu máli sagt þann kost að þurfa minna eldsneyti til að mynda sama þrýstikraft og hefðbundnir hreyflar geimfara. Áhugasamir geta lesið nánar um jónadrif hér á vef NASA. Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
DART stendur fyrir Double Asteroid Redirection Test og er geimfarið merkilegt fyrir nokkrar sakir. Geimfarinu verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu. Áætlað er að geimfarið brotlendi á smástirninu Dimorphos næsta haust og vonast vísindamenn til þess að geta séð hve mikið áreksturinn hægir á smástirninu, sem snýst um annað smástirni sem heitir Didymos. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. DART-geimfarið mun nota nýja tækni sem gerir tölvu geimfarsins klárt að stýra því með meiri nákvæmi en áður svo hægt sé að auka líkurnar á því að geimfarið, sem er á stærð við bíl, hitti smástirnið, sem er um 160 metrar í þvermál, á rúmlega 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Nýja tæknin mun gera DART kleift að greina milli Didymos og Dimorphos í rauntíma og miða á það síðarnefnda. Auk þess mun DART-geimfarið bera nýja tækni fyrir sólarsellur sem á að auka getu þeirra til að búa til rafmagn úr sólarljósi. Sólarsellur þessar eiga að vera þrefalt öflugri en hefðbundnar. Þær sellur eru nauðsynlegar til að knýja nýtt tilrauna-jónadrif NASA sem kallast NEXT-C. Það er ekki aðaldrif DART en verður sett í gang á leiðinni og er markmiðið að kanna hvort hægt verði að nota jónadrif sem þetta til ferða lengra út í geim á næstu árum. Jónadrif hafa í stuttu máli sagt þann kost að þurfa minna eldsneyti til að mynda sama þrýstikraft og hefðbundnir hreyflar geimfara. Áhugasamir geta lesið nánar um jónadrif hér á vef NASA.
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39