Lögregla rannsakar sex andlát og mál fimm annarra sjúklinga á HSS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2021 10:32 Lögregla rannsakar nú sex andlát auk mála fimm annarra sjúklinga, þar sem grunur leikur á um að þeir hafi verið settir í lífslokameðferð að nauðsynjalausu. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem hún telur mögulegt að hafi borið að með saknæmum hætti. Mál fimm annarra sjúklinga eru einnig í skoðun. Frá þessu greinir RÚV og vísar í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fallist var á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát eins sjúklings. Að því er fram kemur í úrskurðinum hafa tveir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja réttarstöðu sakbornings; læknir og annar heilbrigðisstarfsmaður. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni en honum segir meðal annars: „Lögreglustjóri segir að ætla megi að ef ætluð brot sönnuðust, myndu þau geta varðað fangelsisrefsingu. Af þessum sökum skipti miklu fyrir áframhaldandi rannsókn málsins að dómkvaddir verði matsmenn til að framkvæma sérfræðilega skoðun/rannsókn líkt og greini í kröfugerð svo unnt sé aðrannsaka málið nánar og upplýsa það. Þá telji lögreglustjóri jafnframt að ríkir almanna- og einkahagsmunir krefjist þess að mál þetta upplýsist.“ Þá kemur einnig fram að matsmennirnir eigi að leggja mat á dánarorsök umrædds sjúklings, hvort forsendur voru fyrir hendi til að hefja lífslokameðferð, hvort verklagi við hana var fylgt, hvort lyfjagjöf hafi verið eðlileg og hvort rétt hafi verið staðið að sjúkdómsgreiningu sjúklingsins. Báðir sakborningarnir eru sagðir hafa lagst gegn matsbeiðninni, meðal annars með tilliti til þess tjóns sem málið gæti valdið þeim. Í frétt RÚV segir að lögregla hafi undir höndum tvö álit óháðra sérfræðinga en annar þeirra hafi komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi sýnt alvarlega bresti í faglegri þekkingu sem hefði ógnað öryggi sjúklinga en hinn að vanræksla hefði átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjónustu. Frétt RÚV. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Lögreglumál Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV og vísar í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fallist var á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að tveir dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að svara spurningum í tengslum við andlát eins sjúklings. Að því er fram kemur í úrskurðinum hafa tveir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja réttarstöðu sakbornings; læknir og annar heilbrigðisstarfsmaður. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í vikunni en honum segir meðal annars: „Lögreglustjóri segir að ætla megi að ef ætluð brot sönnuðust, myndu þau geta varðað fangelsisrefsingu. Af þessum sökum skipti miklu fyrir áframhaldandi rannsókn málsins að dómkvaddir verði matsmenn til að framkvæma sérfræðilega skoðun/rannsókn líkt og greini í kröfugerð svo unnt sé aðrannsaka málið nánar og upplýsa það. Þá telji lögreglustjóri jafnframt að ríkir almanna- og einkahagsmunir krefjist þess að mál þetta upplýsist.“ Þá kemur einnig fram að matsmennirnir eigi að leggja mat á dánarorsök umrædds sjúklings, hvort forsendur voru fyrir hendi til að hefja lífslokameðferð, hvort verklagi við hana var fylgt, hvort lyfjagjöf hafi verið eðlileg og hvort rétt hafi verið staðið að sjúkdómsgreiningu sjúklingsins. Báðir sakborningarnir eru sagðir hafa lagst gegn matsbeiðninni, meðal annars með tilliti til þess tjóns sem málið gæti valdið þeim. Í frétt RÚV segir að lögregla hafi undir höndum tvö álit óháðra sérfræðinga en annar þeirra hafi komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi sýnt alvarlega bresti í faglegri þekkingu sem hefði ógnað öryggi sjúklinga en hinn að vanræksla hefði átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjónustu. Frétt RÚV.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Lögreglumál Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35