Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 90-75 | Öruggur sigur heimakvenna Atli Arason skrifar 24. nóvember 2021 21:57 Breiðablik - Grindavík Jónína Grindavík vann öruggan 15 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög hraður í upphafi en Grindavík var einu skrefi á undan. Robbi Ryan gerði þrjá þrista á fyrstu tveimur mínútunum frekar auðveldlega, 9-7. Breiðablik náði forystunni um miðbik leikhlutans þegar þær náðu 4 stiga forystu, 9-13, en Blikar sáu aldrei til sólar eftir þetta því heimakonur ranka við sér, jafna leikin og bæta jafnt og þétt í forskot sitt sem verður mest 6 stig í fyrsta fjórðung eftir þrist frá Natalíu Jenný þegar tvær mínútur eru eftir, 27-21. Fór svo að lokum að heimakonur unnu fyrsta leikhluta, sem var þó frekar jafn, með 5 stigum, 29-24. Heimakonur hófu annan leikhluta af miklum krafti og í raun var nánast bara eitt lið á vellinum í öðrum leikhluta. Vörn Grindavíkur náði að stöðva Blikana og á sama tíma skora þær frekar auðveldlega hinu megin. Snemma í öðrum leikhluta er Hulda Björk búinn að koma Grindvíkingum í 10 stiga forskot, 34-24. Þessi munur hélst á milli liðanna þangað til að leikhlutinn var hálfnaður. Þá kemur sókn hjá Grindvíkingum sem er nokkuð týpisk fyrir leikinn, þegar heimakonur fá að taka 5 skot í sömu sókninni, því eftir hverja klikkaða tilraun þá náðu þær sóknarfrákastinu. Heimakonur halda þá áfram að bæta í forskot sitt á meðan að lánlausum Blikum gengur ekkert að hitta úr sínum tilraunum. Arna Sif, leikmaður Grindavíkur, tekur síðasta skot fyrri hálfleiksins sem fer ofan í. Hálfleikstölur 53-36. Grindavík hélt áfram að bæta í forskot sitt í þriðja leikhluta. Þegar Blikar komu til baka með eitthvað áhlaup þá var því strax svarað af heimakonum og yfirleitt var það Robbi Ryan sem var þá að kasta niður þristum. Ryan skoraði 12 stig í þriðja leikhluta, næstum því jafn mikið og Blikar gerðu alls. Þriðji leikhluti fór 19-14 fyrir Grindavík og því var 22 stiga munur fyrir loka fjórðunginn og leiknum nokkurn veginn lokið. Lokaleikhlutinn var sá besti sem Breiðablik átti í kvöld, en það var eiginlega of lítið og of seint. Anna Soffía átti flotta innkomu af bekknum og skoraði alls 18 stig í síðasta leikhlutanum en Grindvíkingar höfðu náð of miklu forskoti í leiknum. Blikar unnu síðasta fjórðunginn 18-25, en lokatölur 90-75 fyrir Grindavík. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar spiluðu öflugan varnarleik heilt yfir þar sem þær náðu oft að þvinga Blika í erfið skot sem fóru ekki ofan í. Að sama skapi var sóknarleikurinn öflugur þar sem þær hreyfðu boltann vel og opnuðu vörn Blika upp á gátt oftar en ekki. Þriggja stiga nýtingin hjá Grindvíkingum var mjög góð. Þær settu alls 17 af 37 skotum, 45% nýting, á meðan að Blikar gerðu hittu bara úr 5 af 21 tilraun, 23%. Hverjar stóðu upp úr? Robbi Ryan var gjörsamlega frábær í kvöld. Ryan var með tvöfalda tvennu setti alls heil 38 stig á töfluna ásamt því að rífa niður 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. 45 framlangspunktar hjá Ryan! Hjá Blikum átti Anna Soffía flotta innkomu af bekknum en lengi vel stóð til að hún myndi ekki spila í kvöld. Anna fékk neikvætt covid próf rétt fyrir leik og náði að bruna í Grindavík til að taka þátt. Anna var með 27 stig, 6 fráköst og 1 stoðsendingu. Hvað gerist næst? Grindavík fer næst í heimsókn til toppliðsins og erkifjandana í Njarðvík þann 1. desember, sem ætti að vera áhugaverð viðureign. Sama dag tekur Breiðablik við Íslandsmeistara Vals í Kópavoginum. „Við erum að skora auðveldar körfur“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari GrindavíkurVísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með leik sinna leikmanna í kvöld. „Virkilega ánægður með sigurinn þar sem stelpurnar lögðu sig fram. Kannski fyrir utan fyrsta leikhluta þar sem við vorum lélegar varnarlega en eftir að við vorum komnar í gang þá gekk þetta bara mjög vel,“ sagði Þorleifur í viðtali við Vísi eftir leik. „Við spilum vel saman í sókninni nokkurn veginn allan leikinn. Við erum að skora auðveldar körfur og fá auðveldar körfur. Varnarlega í þrjá leikhluta þá erum við virkilega sterkar og fráköstum mjög vel. Við erum að fara í fráköstin og við eigum að vinna frákasta baráttuna á meðan þær eru svona lágvaxnar. Barátta og vilji.“ Þrátt fyrir að vera með leikinn í höndunum nánast allan tímann þá heyrðist oftar en einu sinni til Þorleifs þegar hann var eitthvað að kvarta yfir dómgæslunni. Þorleifur vildi þó ekki gera mikið úr þeim samræðum við dómarana. „Ég var ósáttur með óíþróttamannslegu villuna. Það er kannski leiðinlegt fyrir þá að einhver lína sé í þessu sem er kannski ekkert sú sama á báða. Við vorum bara að ræða þetta í góðu, enginn læti,“ svaraði Þorleifur, aðspurður út í hvað fór fram á milli hans og dómara leiksins. Þar átti hann við óíþróttalegamannslegu villu sem Thea Ólafía Lucic fékk í upphafi annars leikhluta. Robbi Ryan átti eins og áður sagði frábæran leik með 38 stig. Þrátt fyrir það, þá telur Þorleifur að hún eigi enn þá meira inni. „Hún á mikið inni og á líka eftir að verða betri svona fyrir liðið, að gera aðra betri í kringum sig, það er kannski það sem vantar frá henni. Hún er virkilega góður leikmaður og ákveðin. Hún er með mikinn metnað og vilja sem skiptir miklu máli,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. „Við vorum of fljótar að hengja haus“ Ívar Ásgrímsson.Mynd/S2/Böddi Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir fjórða tap Breiðabliks í röð. „Þetta var erfitt hjá okkur og það vantaði stundum upp á áhlaupin okkar sem voru heldur stutt. Við vorum of fljótar að hengja haus. Það er kannski farið að hafa áhrif allt þetta sem er búið að vera að í vetur. Það voru þó margir jákvæðir punktar i þessum leik,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi eftir leik. „Það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt þó það séu fullt af neikvæðum hlutum líka. Við töluðum um það í hálfleik, þá vorum við búnar að brenna af fjórum sniðskotum alveg aleinar. Þær [Grindavík] voru að taka einhver 10 sóknarfráköst fleiri en við í fyrri hálfleik og það er dýrt. Þetta eru hlutir sem við eigum ekki að klikka á. Í staðinn fyrir að við hefðum hitt úr þessum auðveldu sniðskotum og tekið þessi fráköst þá hefði þetta kannski verið 5-6 stig í hálfleik, þrátt fyrir að Grindavík hafi verið að hitta vel.“ Blikum gekk ekkert að ráða við Robbi Ryan í kvöld. „Kaninn hjá þeim gerir 38 stig og er frábær svo hittu þær rosalega fyrir utan þriggja stiga línuna.“ Ívar telur að litlu hlutirnir hafi skipt miklu máli og það er eitthvað sem Blikar þurfa að laga en Breiðablik saknar líka mjög sinna bestu leikmanna sem hafa lítið sem ekkert komið við sögu í vetur. „Við vorum búin að tala um það fyrir leik, þessi litlu atriði, ef við erum að klikka á þessum litlu atriðum þá verður þetta erfitt fyrir okkur þegar okkur vantar þessa leikmenn. Við verðum að geta sett þessi auðveldu skot niður og taka svo fráköstin og leggja okkur fram þar. Ef við erum ekki að gera það þá erum við ekki að fara að vinna þessi lið,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik
Grindavík vann öruggan 15 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög hraður í upphafi en Grindavík var einu skrefi á undan. Robbi Ryan gerði þrjá þrista á fyrstu tveimur mínútunum frekar auðveldlega, 9-7. Breiðablik náði forystunni um miðbik leikhlutans þegar þær náðu 4 stiga forystu, 9-13, en Blikar sáu aldrei til sólar eftir þetta því heimakonur ranka við sér, jafna leikin og bæta jafnt og þétt í forskot sitt sem verður mest 6 stig í fyrsta fjórðung eftir þrist frá Natalíu Jenný þegar tvær mínútur eru eftir, 27-21. Fór svo að lokum að heimakonur unnu fyrsta leikhluta, sem var þó frekar jafn, með 5 stigum, 29-24. Heimakonur hófu annan leikhluta af miklum krafti og í raun var nánast bara eitt lið á vellinum í öðrum leikhluta. Vörn Grindavíkur náði að stöðva Blikana og á sama tíma skora þær frekar auðveldlega hinu megin. Snemma í öðrum leikhluta er Hulda Björk búinn að koma Grindvíkingum í 10 stiga forskot, 34-24. Þessi munur hélst á milli liðanna þangað til að leikhlutinn var hálfnaður. Þá kemur sókn hjá Grindvíkingum sem er nokkuð týpisk fyrir leikinn, þegar heimakonur fá að taka 5 skot í sömu sókninni, því eftir hverja klikkaða tilraun þá náðu þær sóknarfrákastinu. Heimakonur halda þá áfram að bæta í forskot sitt á meðan að lánlausum Blikum gengur ekkert að hitta úr sínum tilraunum. Arna Sif, leikmaður Grindavíkur, tekur síðasta skot fyrri hálfleiksins sem fer ofan í. Hálfleikstölur 53-36. Grindavík hélt áfram að bæta í forskot sitt í þriðja leikhluta. Þegar Blikar komu til baka með eitthvað áhlaup þá var því strax svarað af heimakonum og yfirleitt var það Robbi Ryan sem var þá að kasta niður þristum. Ryan skoraði 12 stig í þriðja leikhluta, næstum því jafn mikið og Blikar gerðu alls. Þriðji leikhluti fór 19-14 fyrir Grindavík og því var 22 stiga munur fyrir loka fjórðunginn og leiknum nokkurn veginn lokið. Lokaleikhlutinn var sá besti sem Breiðablik átti í kvöld, en það var eiginlega of lítið og of seint. Anna Soffía átti flotta innkomu af bekknum og skoraði alls 18 stig í síðasta leikhlutanum en Grindvíkingar höfðu náð of miklu forskoti í leiknum. Blikar unnu síðasta fjórðunginn 18-25, en lokatölur 90-75 fyrir Grindavík. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar spiluðu öflugan varnarleik heilt yfir þar sem þær náðu oft að þvinga Blika í erfið skot sem fóru ekki ofan í. Að sama skapi var sóknarleikurinn öflugur þar sem þær hreyfðu boltann vel og opnuðu vörn Blika upp á gátt oftar en ekki. Þriggja stiga nýtingin hjá Grindvíkingum var mjög góð. Þær settu alls 17 af 37 skotum, 45% nýting, á meðan að Blikar gerðu hittu bara úr 5 af 21 tilraun, 23%. Hverjar stóðu upp úr? Robbi Ryan var gjörsamlega frábær í kvöld. Ryan var með tvöfalda tvennu setti alls heil 38 stig á töfluna ásamt því að rífa niður 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. 45 framlangspunktar hjá Ryan! Hjá Blikum átti Anna Soffía flotta innkomu af bekknum en lengi vel stóð til að hún myndi ekki spila í kvöld. Anna fékk neikvætt covid próf rétt fyrir leik og náði að bruna í Grindavík til að taka þátt. Anna var með 27 stig, 6 fráköst og 1 stoðsendingu. Hvað gerist næst? Grindavík fer næst í heimsókn til toppliðsins og erkifjandana í Njarðvík þann 1. desember, sem ætti að vera áhugaverð viðureign. Sama dag tekur Breiðablik við Íslandsmeistara Vals í Kópavoginum. „Við erum að skora auðveldar körfur“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari GrindavíkurVísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með leik sinna leikmanna í kvöld. „Virkilega ánægður með sigurinn þar sem stelpurnar lögðu sig fram. Kannski fyrir utan fyrsta leikhluta þar sem við vorum lélegar varnarlega en eftir að við vorum komnar í gang þá gekk þetta bara mjög vel,“ sagði Þorleifur í viðtali við Vísi eftir leik. „Við spilum vel saman í sókninni nokkurn veginn allan leikinn. Við erum að skora auðveldar körfur og fá auðveldar körfur. Varnarlega í þrjá leikhluta þá erum við virkilega sterkar og fráköstum mjög vel. Við erum að fara í fráköstin og við eigum að vinna frákasta baráttuna á meðan þær eru svona lágvaxnar. Barátta og vilji.“ Þrátt fyrir að vera með leikinn í höndunum nánast allan tímann þá heyrðist oftar en einu sinni til Þorleifs þegar hann var eitthvað að kvarta yfir dómgæslunni. Þorleifur vildi þó ekki gera mikið úr þeim samræðum við dómarana. „Ég var ósáttur með óíþróttamannslegu villuna. Það er kannski leiðinlegt fyrir þá að einhver lína sé í þessu sem er kannski ekkert sú sama á báða. Við vorum bara að ræða þetta í góðu, enginn læti,“ svaraði Þorleifur, aðspurður út í hvað fór fram á milli hans og dómara leiksins. Þar átti hann við óíþróttalegamannslegu villu sem Thea Ólafía Lucic fékk í upphafi annars leikhluta. Robbi Ryan átti eins og áður sagði frábæran leik með 38 stig. Þrátt fyrir það, þá telur Þorleifur að hún eigi enn þá meira inni. „Hún á mikið inni og á líka eftir að verða betri svona fyrir liðið, að gera aðra betri í kringum sig, það er kannski það sem vantar frá henni. Hún er virkilega góður leikmaður og ákveðin. Hún er með mikinn metnað og vilja sem skiptir miklu máli,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. „Við vorum of fljótar að hengja haus“ Ívar Ásgrímsson.Mynd/S2/Böddi Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir fjórða tap Breiðabliks í röð. „Þetta var erfitt hjá okkur og það vantaði stundum upp á áhlaupin okkar sem voru heldur stutt. Við vorum of fljótar að hengja haus. Það er kannski farið að hafa áhrif allt þetta sem er búið að vera að í vetur. Það voru þó margir jákvæðir punktar i þessum leik,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi eftir leik. „Það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt þó það séu fullt af neikvæðum hlutum líka. Við töluðum um það í hálfleik, þá vorum við búnar að brenna af fjórum sniðskotum alveg aleinar. Þær [Grindavík] voru að taka einhver 10 sóknarfráköst fleiri en við í fyrri hálfleik og það er dýrt. Þetta eru hlutir sem við eigum ekki að klikka á. Í staðinn fyrir að við hefðum hitt úr þessum auðveldu sniðskotum og tekið þessi fráköst þá hefði þetta kannski verið 5-6 stig í hálfleik, þrátt fyrir að Grindavík hafi verið að hitta vel.“ Blikum gekk ekkert að ráða við Robbi Ryan í kvöld. „Kaninn hjá þeim gerir 38 stig og er frábær svo hittu þær rosalega fyrir utan þriggja stiga línuna.“ Ívar telur að litlu hlutirnir hafi skipt miklu máli og það er eitthvað sem Blikar þurfa að laga en Breiðablik saknar líka mjög sinna bestu leikmanna sem hafa lítið sem ekkert komið við sögu í vetur. „Við vorum búin að tala um það fyrir leik, þessi litlu atriði, ef við erum að klikka á þessum litlu atriðum þá verður þetta erfitt fyrir okkur þegar okkur vantar þessa leikmenn. Við verðum að geta sett þessi auðveldu skot niður og taka svo fráköstin og leggja okkur fram þar. Ef við erum ekki að gera það þá erum við ekki að fara að vinna þessi lið,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti