Sneri aftur með látum úr sínu fyrsta banni Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 07:30 LeBron James og Malcolm Brogdon lögðu sig alla fram í nótt. AP/Darron Cummings LeBron James skoraði 39 stig þegar hann sneri aftur til leiks með LA Lakers í nótt, eftir sitt fyrsta leikbann á ferlinum. Liðið fagnaði 124-116 sigri á Indiana Pacers í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta. Lakers voru án Anthony Davis sem spilað hafði veikur í tapinu gegn New York Knicks kvöldið áður. Það kom á endanum ekki að sök þó að Lakers hafi ekki spilað vel í nótt. Staðan í lok venjulegs leiktíma var 112-112, eftir að Chris Duarte jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar 6,5 sekúndur voru eftir. Lokatilraun James geigaði og því varð að framlengja en þar stóð vörn Lakers vaktina vel og liðið vann að lokum átta stiga sigur, þar sem þristar James gerðu út um leikinn. Season-high 39 points.@KingJames breaks out The Silencer late in the @Lakers OT win! pic.twitter.com/wvscK1VY6n— NBA (@NBA) November 25, 2021 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Lakers og Malik Monk skoraði 17 og tók 8 fráköst. Malcolm Brogdon var stigahæstur Indiana með 28 stig. Lakers hafa þar með unnið 10 af 20 leikjum sínum hingað til og eru í 9. sæti vesturdeildarinnar. Indiana er með 8 sigra og 12 töp. Bræðrabylta en sá eldri fagnaði Golden State Warriors hafa byrjað leiktíðina allra liða best og eru með 16 sigra í 18 leikjum, á toppi vesturdeildarinnar. Liðið vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar það hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 116-96. Gestirnir frá Philadelphia voru enn án Joel Embiid en búist er við því að stóri maðurinn geti snúið aftur á laugardag, eftir að hafa verið þrjár vikur frá keppni vegna kórónuveirusmits. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State og átti 10 stoðsendingar, gegn litla bróður sínum Seth Curry sem var stigahæstur hjá Philadelphia með 24 stig. Mágur bræðranna, Damion Lee, skoraði 5 stig fyrir Golden State. Family get-togethers on an NBA court! pic.twitter.com/0FeDBKuJi4— NBA (@NBA) November 25, 2021 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Lakers voru án Anthony Davis sem spilað hafði veikur í tapinu gegn New York Knicks kvöldið áður. Það kom á endanum ekki að sök þó að Lakers hafi ekki spilað vel í nótt. Staðan í lok venjulegs leiktíma var 112-112, eftir að Chris Duarte jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar 6,5 sekúndur voru eftir. Lokatilraun James geigaði og því varð að framlengja en þar stóð vörn Lakers vaktina vel og liðið vann að lokum átta stiga sigur, þar sem þristar James gerðu út um leikinn. Season-high 39 points.@KingJames breaks out The Silencer late in the @Lakers OT win! pic.twitter.com/wvscK1VY6n— NBA (@NBA) November 25, 2021 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Lakers og Malik Monk skoraði 17 og tók 8 fráköst. Malcolm Brogdon var stigahæstur Indiana með 28 stig. Lakers hafa þar með unnið 10 af 20 leikjum sínum hingað til og eru í 9. sæti vesturdeildarinnar. Indiana er með 8 sigra og 12 töp. Bræðrabylta en sá eldri fagnaði Golden State Warriors hafa byrjað leiktíðina allra liða best og eru með 16 sigra í 18 leikjum, á toppi vesturdeildarinnar. Liðið vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar það hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 116-96. Gestirnir frá Philadelphia voru enn án Joel Embiid en búist er við því að stóri maðurinn geti snúið aftur á laugardag, eftir að hafa verið þrjár vikur frá keppni vegna kórónuveirusmits. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State og átti 10 stoðsendingar, gegn litla bróður sínum Seth Curry sem var stigahæstur hjá Philadelphia með 24 stig. Mágur bræðranna, Damion Lee, skoraði 5 stig fyrir Golden State. Family get-togethers on an NBA court! pic.twitter.com/0FeDBKuJi4— NBA (@NBA) November 25, 2021 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland
Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland
NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira