Hafþór sakfelldur með minnsta mun í Hæstarétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 15:46 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Með þeim á myndinni er Viktor Ingi Sigurðsson vinur þeirra sem tengist þó Bitcoin-málinu ekkert. Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi. Hafþóri er gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að hann hefði aflað peninganna með misjöfnum hætti. Hafþór Logi var handtekinn þann 15. maí 2017 vegna gruns um aðild hans að stórfelldu fíkniefnalagabroti. Gerð var húsleit á 300 fermetra heimili hans í Kópavogi þar sem meðal annars fundust rúmar 2,5 milljónir, af þessum átta sem ákært er fyrir, í reiðufé sem lögregla lagði hald á. Fannst tæp milljón í seðlum í rassvasa Hafþórs, 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herberginu hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi á bak við eldhúsinnréttinguna. Þá fundust kvittanir og kaupsamningur vegna kaupa á 5,6 milljóna króna Teslu-bifreið. Sagðist vera að geyma peningana fyrir vin Við yfirheyrslur kvaðst Hafþór ekkert kannast við fjármunina sem fundust í eldhúsinnréttingunni. Peningarnir sem hafi verið undir rúmdýnunni væru þó í hans eigu en seðlarnir í rassvasanum í eigu vinar hans. Sagðist hann hafa tekið 1,4 milljónina út af bankareikningi sínum því hann skuldaði bankanum peninga og vildi ekki hætta á að geyma þá þar. Hafþór var yfirheyrður að nýju 30. maí og sagðist hann, þegar hann var upplýstur um að hann væri grunaður um peningaþvætti, engar eignir eiga og sagðist gjaldþrota. Kvaðst hann stunda bílabrask en gæfi ekki upp tekjur af því. Tesluna hefði hann keypt í Litháen og greitt fyrir í reiðufé. Hluta þess heðfi hann fengið í bætur frá tryggingafélagi eftir að fyrri bíll hans skemmdist en rest hefði hann fengið lánaða hjá manni, sem hann vildi ekki nafngreina. Hvorki Landsrétti né Hæstarétti þóttu þessar skýringar Hafþórs ekki trúverðugar. Til að mynda sagði hann millifærslur þekktra aðila með nokkurn afbrotaferil inn á reikning hans skýrast af vinskap þeirra. Töldu nóg að tengja peningaþvættið við fyrri brotastarfsemi Þá var talsvert misræmi í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Til dæmis voru tekjur hans árið 2015 samkvæmt skattframtali rétt tæp 1,2 milljón og komu þær allar frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem Hafþór er öryrki. Hafþór og sambýliskona hans voru samsköttuð og hafði hún samkvæmt skattframtalinu tæpa 1,1 milljón í tekjur sama ár. Innistæður þeirra í banka námu þó 695 þúsund krónum í lok tekjuársins. Engar aðrar eignir voru taldar fram á skattframtalinu. Hafþór hefur áður verið sakfelldur í tveimur sakamálum árin 2017 og 2018 en þau vörðuðu meðal annars fíkniefnalagabrot og innflutning fíkniefna til söludreifingar. Með hliðsjón af því taldi rétturinn ekki nauðsynlegt að ákæruvaldið tilgreindi frumbrotið, það brot sem varð til fjárhagslega ávinningsins. Taldi rétturinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákæri hefði aflað sér peningana með refsiverðum brotum. Sjá einnig: Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn „Héraðsdómur og Landsréttur hafa metið skýringar ákærða á því hvernig hann aflaði sér þess reiðufjár sem hjá honum fannst við húsleit ótrúverðugar og hinu sama gegnir um skýringar hans og vitna á því hvernig fjármögnun hans á Tesla-bifreiðinni hafi verið háttað,“ segir í dómi Hæstaréttar. „Þá renna skattframtöl ákærða og eiginkonu hans um tekjur og eignir árin 2015 og 2016 engum stoðum undir að hann sé kominn að þessum fjármunum á löglegan hátt og hann hefur ekki lagt fram þau gögn um tilurð þessara fjármuna sem haggað geta þeirri niðurstöðu.“ Ósammála niðurstöðu meirihlutans Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómarar dæmdu í málinu. Tvö þeirra, Ása og Karl, skiluðu þó sératkvæði og sögðust sammála lýsingu á ágreiningsefni málsins, málsatvikum og almennri umfjöllun um lagagrundvöll í dómi meirihluta dómenda. Þau væru þó ósammála niðurstöðu dómsins. Töldu þau að ákæra í málinu væri ekki nógu skýr, ekki hafi verið tilgreint hvaða brot hafi leitt af sér þennan ávinning, sem Ása og Karl töldu eiga við í þessu máli. Þá hafi ekki verið tilgreint í ákæru upphafstíma brotanna. Aðeins hafi komið fram að brotin hafi átt sér stað um „nokkurt skeið fram til 15. maí 2017“. Þá hafi í ákærutextanum sjálfum ekki verið vikið að einstökum brotum eða afmörkun þeirra brota sem legið gætu til grundvallar ákæru um peningaþvætti. Skrifa Ása og Karl í sératkvæði sínu að álit þeirra sé að til að sakfellt verði fyrir peningaþvætti í þessu máli verði að gera kröfu um að lágmarksskírskotun komi fram í ákæru um tengsl frumbrots og þess ávinnings sem á að hafa leitt af því. „Svo sem með afmörkun á hvaða tímabili ávinningur á að hafa hlotist af frumbroti og hvers efnis þau frumbrot eru sem liggi til grundvallar eða eftir atvikum hvaða brotaflokki þau tilheyri. Ekki nægir eingöngu að vísa með almennum hætti til brotaferils ákærða eins og raunin er í ákæru í máli þessu.“ Töldu þau einnig að átt hafi að ákæra Hafþór fyrir svokallað sjálfsþvætti, sem er ávinningur af brotastarfsemi sem ákærði sjálfur kemur að. Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu. 7. júní 2021 16:24 Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. 19. febrúar 2021 14:20 Hafþór áfrýjaði og fékk þyngri dóm Hafþór Logi Hlynsson hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Þyngdi Landsréttur þar með dóm yfir Hafþóri Loga sem hlaut tólf mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavík í nóvember 2018. 29. janúar 2021 16:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Hafþóri er gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að hann hefði aflað peninganna með misjöfnum hætti. Hafþór Logi var handtekinn þann 15. maí 2017 vegna gruns um aðild hans að stórfelldu fíkniefnalagabroti. Gerð var húsleit á 300 fermetra heimili hans í Kópavogi þar sem meðal annars fundust rúmar 2,5 milljónir, af þessum átta sem ákært er fyrir, í reiðufé sem lögregla lagði hald á. Fannst tæp milljón í seðlum í rassvasa Hafþórs, 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herberginu hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi á bak við eldhúsinnréttinguna. Þá fundust kvittanir og kaupsamningur vegna kaupa á 5,6 milljóna króna Teslu-bifreið. Sagðist vera að geyma peningana fyrir vin Við yfirheyrslur kvaðst Hafþór ekkert kannast við fjármunina sem fundust í eldhúsinnréttingunni. Peningarnir sem hafi verið undir rúmdýnunni væru þó í hans eigu en seðlarnir í rassvasanum í eigu vinar hans. Sagðist hann hafa tekið 1,4 milljónina út af bankareikningi sínum því hann skuldaði bankanum peninga og vildi ekki hætta á að geyma þá þar. Hafþór var yfirheyrður að nýju 30. maí og sagðist hann, þegar hann var upplýstur um að hann væri grunaður um peningaþvætti, engar eignir eiga og sagðist gjaldþrota. Kvaðst hann stunda bílabrask en gæfi ekki upp tekjur af því. Tesluna hefði hann keypt í Litháen og greitt fyrir í reiðufé. Hluta þess heðfi hann fengið í bætur frá tryggingafélagi eftir að fyrri bíll hans skemmdist en rest hefði hann fengið lánaða hjá manni, sem hann vildi ekki nafngreina. Hvorki Landsrétti né Hæstarétti þóttu þessar skýringar Hafþórs ekki trúverðugar. Til að mynda sagði hann millifærslur þekktra aðila með nokkurn afbrotaferil inn á reikning hans skýrast af vinskap þeirra. Töldu nóg að tengja peningaþvættið við fyrri brotastarfsemi Þá var talsvert misræmi í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Til dæmis voru tekjur hans árið 2015 samkvæmt skattframtali rétt tæp 1,2 milljón og komu þær allar frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem Hafþór er öryrki. Hafþór og sambýliskona hans voru samsköttuð og hafði hún samkvæmt skattframtalinu tæpa 1,1 milljón í tekjur sama ár. Innistæður þeirra í banka námu þó 695 þúsund krónum í lok tekjuársins. Engar aðrar eignir voru taldar fram á skattframtalinu. Hafþór hefur áður verið sakfelldur í tveimur sakamálum árin 2017 og 2018 en þau vörðuðu meðal annars fíkniefnalagabrot og innflutning fíkniefna til söludreifingar. Með hliðsjón af því taldi rétturinn ekki nauðsynlegt að ákæruvaldið tilgreindi frumbrotið, það brot sem varð til fjárhagslega ávinningsins. Taldi rétturinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákæri hefði aflað sér peningana með refsiverðum brotum. Sjá einnig: Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn „Héraðsdómur og Landsréttur hafa metið skýringar ákærða á því hvernig hann aflaði sér þess reiðufjár sem hjá honum fannst við húsleit ótrúverðugar og hinu sama gegnir um skýringar hans og vitna á því hvernig fjármögnun hans á Tesla-bifreiðinni hafi verið háttað,“ segir í dómi Hæstaréttar. „Þá renna skattframtöl ákærða og eiginkonu hans um tekjur og eignir árin 2015 og 2016 engum stoðum undir að hann sé kominn að þessum fjármunum á löglegan hátt og hann hefur ekki lagt fram þau gögn um tilurð þessara fjármuna sem haggað geta þeirri niðurstöðu.“ Ósammála niðurstöðu meirihlutans Ingveldur Einarsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Karl Axelsson og Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómarar dæmdu í málinu. Tvö þeirra, Ása og Karl, skiluðu þó sératkvæði og sögðust sammála lýsingu á ágreiningsefni málsins, málsatvikum og almennri umfjöllun um lagagrundvöll í dómi meirihluta dómenda. Þau væru þó ósammála niðurstöðu dómsins. Töldu þau að ákæra í málinu væri ekki nógu skýr, ekki hafi verið tilgreint hvaða brot hafi leitt af sér þennan ávinning, sem Ása og Karl töldu eiga við í þessu máli. Þá hafi ekki verið tilgreint í ákæru upphafstíma brotanna. Aðeins hafi komið fram að brotin hafi átt sér stað um „nokkurt skeið fram til 15. maí 2017“. Þá hafi í ákærutextanum sjálfum ekki verið vikið að einstökum brotum eða afmörkun þeirra brota sem legið gætu til grundvallar ákæru um peningaþvætti. Skrifa Ása og Karl í sératkvæði sínu að álit þeirra sé að til að sakfellt verði fyrir peningaþvætti í þessu máli verði að gera kröfu um að lágmarksskírskotun komi fram í ákæru um tengsl frumbrots og þess ávinnings sem á að hafa leitt af því. „Svo sem með afmörkun á hvaða tímabili ávinningur á að hafa hlotist af frumbroti og hvers efnis þau frumbrot eru sem liggi til grundvallar eða eftir atvikum hvaða brotaflokki þau tilheyri. Ekki nægir eingöngu að vísa með almennum hætti til brotaferils ákærða eins og raunin er í ákæru í máli þessu.“ Töldu þau einnig að átt hafi að ákæra Hafþór fyrir svokallað sjálfsþvætti, sem er ávinningur af brotastarfsemi sem ákærði sjálfur kemur að.
Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu. 7. júní 2021 16:24 Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. 19. febrúar 2021 14:20 Hafþór áfrýjaði og fékk þyngri dóm Hafþór Logi Hlynsson hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Þyngdi Landsréttur þar með dóm yfir Hafþóri Loga sem hlaut tólf mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavík í nóvember 2018. 29. janúar 2021 16:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu. 7. júní 2021 16:24
Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. 19. febrúar 2021 14:20
Hafþór áfrýjaði og fékk þyngri dóm Hafþór Logi Hlynsson hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Þyngdi Landsréttur þar með dóm yfir Hafþóri Loga sem hlaut tólf mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavík í nóvember 2018. 29. janúar 2021 16:28