Thor Thors – fulltrúi smáþjóðar á vettvangi alþjóðastjórnmála Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun