Postulakirkja lífvarðar Sigga hakkara og Menningarsetur múslima afskráð á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2021 09:00 Menningarsetur múslima á Íslandi var til húsa í Ýmishúsinu við Skógarhlíð um hríð. Vísir Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur afskráð tvö trúfélög það sem af eru þessu ári. Annað þeirra var Menningarsetur múslima á Íslandi sem varð gjaldþrota en hitt kristlegur söfnuður undir stjórn fyrrverandi hermanns sem starfaði um tíma sem lífvörður Sigga „hakkara“. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum var Menningarsetur múslima á Íslandi fellt af skrá 12. mars. Það hafði áður breytt um nafn hét þá Moska hins miskunnsama á Íslandi frá júní 2020. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári. Aðstandendur félagsins skráðu annað trúfélag í apríl en það gengur undir nafninu Íslamskt menningarsetur Íslands (Islamic Cultural Center of Iceland (ICCI)). Töluverður styr hafði staðið um starfsemi Menningarseturs múslima á Íslandi síðasta áratuginn. Ásakanir voru uppi um að félagið þægi fjármuni frá róttækum íslamistum erlendis, nokkuð sem leiðtogar þess hér sögðust ekki kannast við. Þá kom til töluverðra deilna á milli félagsins og Stofnunar múslima á Íslandi, meðal annars um húsnæði í Ýmishúsinu við Skógarhlíð í Reykjavík. Postulakirkja ekki talin uppfylla skilyrði laga Hitt félagið sem sýslumaður tók af skrá í fyrra var svonefnd Postulakirkja Beth-Shekhinah. Afskráningin var auglýst í janúar. Sýslumannsembættið veitti aðeins þær upplýsingar að félagið hefði verið afskráð vegna þess að það hafi ekki lengur verið talið uppfylla skilyrði þriðju greinar laga um trú- og lífsskoðunarfélag. Sú grein kveður meðal annars á um að félög verði að hafa náð fótfestu, hafa virka og stöðuga starfsemi og tilgangur þeirra stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjareglu til að hljóta opinbera skráningu. Forstöðumaður Postulakirkjunnar var Dan Sommers. Í viðtali við hann í Fréttablaðinu árið 2018 kom fram að hann væri fyrrverandi hermaður úr danska hernum. Hann hafi einnig starfað sem lífvörður fyrir Sigurð Inga Þórðarson sem gjarnan hefur verið nefndur Siggi hakkari í fjölmiðlum. Sigurður Ingi hefur hlotið sakadóma fyrir barnaníð, fjársvik og þjófnað. Sommer sagði í viðtalinu að leiðir þeirra Sigurður Inga hefði skilið eftir að upp um glæpi hans komst. Í umfjöllun Stundarinnar um Sigurð Inga frá því í október kom fram að þeir Sommer hafi átt í einhvers konar viðskiptasambandi fram til 2019. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru félagar í Postulakirkjunni á bilinu átján til 29 á árunum 2014 til 2021. Á Facebook-síðu Postulakirkjunnar segir að hún sé „frumkristið samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna“. Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf sé mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru eins og heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Uppfært 29.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefði afskráð trúfélögin. Það rétta er að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Trúmál Stjórnsýsla Mál Sigga hakkara Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum var Menningarsetur múslima á Íslandi fellt af skrá 12. mars. Það hafði áður breytt um nafn hét þá Moska hins miskunnsama á Íslandi frá júní 2020. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári. Aðstandendur félagsins skráðu annað trúfélag í apríl en það gengur undir nafninu Íslamskt menningarsetur Íslands (Islamic Cultural Center of Iceland (ICCI)). Töluverður styr hafði staðið um starfsemi Menningarseturs múslima á Íslandi síðasta áratuginn. Ásakanir voru uppi um að félagið þægi fjármuni frá róttækum íslamistum erlendis, nokkuð sem leiðtogar þess hér sögðust ekki kannast við. Þá kom til töluverðra deilna á milli félagsins og Stofnunar múslima á Íslandi, meðal annars um húsnæði í Ýmishúsinu við Skógarhlíð í Reykjavík. Postulakirkja ekki talin uppfylla skilyrði laga Hitt félagið sem sýslumaður tók af skrá í fyrra var svonefnd Postulakirkja Beth-Shekhinah. Afskráningin var auglýst í janúar. Sýslumannsembættið veitti aðeins þær upplýsingar að félagið hefði verið afskráð vegna þess að það hafi ekki lengur verið talið uppfylla skilyrði þriðju greinar laga um trú- og lífsskoðunarfélag. Sú grein kveður meðal annars á um að félög verði að hafa náð fótfestu, hafa virka og stöðuga starfsemi og tilgangur þeirra stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjareglu til að hljóta opinbera skráningu. Forstöðumaður Postulakirkjunnar var Dan Sommers. Í viðtali við hann í Fréttablaðinu árið 2018 kom fram að hann væri fyrrverandi hermaður úr danska hernum. Hann hafi einnig starfað sem lífvörður fyrir Sigurð Inga Þórðarson sem gjarnan hefur verið nefndur Siggi hakkari í fjölmiðlum. Sigurður Ingi hefur hlotið sakadóma fyrir barnaníð, fjársvik og þjófnað. Sommer sagði í viðtalinu að leiðir þeirra Sigurður Inga hefði skilið eftir að upp um glæpi hans komst. Í umfjöllun Stundarinnar um Sigurð Inga frá því í október kom fram að þeir Sommer hafi átt í einhvers konar viðskiptasambandi fram til 2019. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru félagar í Postulakirkjunni á bilinu átján til 29 á árunum 2014 til 2021. Á Facebook-síðu Postulakirkjunnar segir að hún sé „frumkristið samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna“. Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf sé mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru eins og heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Uppfært 29.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefði afskráð trúfélögin. Það rétta er að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga.
Trúmál Stjórnsýsla Mál Sigga hakkara Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira