Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 16:30 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsakaði málið. Vísir/Þorgils Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu. Honum er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar síendurteknu og alvarlegu ofbeldi, líkamlegu og andlegu, auk þess að hafa brotið gegn elstu dóttur sinni og systur hennar umsáturseinelti, móðgandi og smánandi skilaboðum og hótunum eftir að þær voru vistaðar utan heimilis hjá fósturfjölskyldum. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að systurnar séu mjög hræddar við föður sinn. Barnavernd í bæjarfélagi þeirra komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2020 að leggja fram kæru á hendur föðurnum vegna gruns um ofbeldi gagnvart dætrunum fjórum. Var hann grunaður um að hafa slegið þær með belti, skóm og fleiru. Í kæru barnaverndar kom fram að dætur hans hefðu lýst því að faðir þeirra væri mjög oft reiður, færi með þær inn í herbergi þar sem hann lokaði og læsti hurðinni, drægi niður gluggatjöldin og lemdi þær þar til þær hættu að gráta. Þá báru þær um að móðir þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim en þá yrði hún fyrir barðinu á honum. Þær sögðu föður sinn lemja oft móður þeirra en þau rifust stöðugt. Eftir að systrunum var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum hefur faðirinn ítrekað reynt að nálgast þær og rofið nálgunarbann með því að reyna að hafa endurtekið samband við þær. Bæði með því að senda vinabeiðnir og skilaboð á Facebook, sitja fyrir þeim við skóla eða æfingar auk þess að aka fram hjá fósturheimilum þeirra. Vitni staðfesta þetta við lögreglu. Þá brjálaðist faðirinn þegar hann taldi dóttur sína vera komin í samskipti við ungan dreng. Hótaði hann að vinna drengnum mein í samtali við lögreglumenn. Lögreglustjóri taldi í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhaldi ljóst að faðirinn héldi áfram brotum sínum. Á það féllst héraðsdómur og Landsréttur sömuleiðis. Dómsmál Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Honum er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar síendurteknu og alvarlegu ofbeldi, líkamlegu og andlegu, auk þess að hafa brotið gegn elstu dóttur sinni og systur hennar umsáturseinelti, móðgandi og smánandi skilaboðum og hótunum eftir að þær voru vistaðar utan heimilis hjá fósturfjölskyldum. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að systurnar séu mjög hræddar við föður sinn. Barnavernd í bæjarfélagi þeirra komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2020 að leggja fram kæru á hendur föðurnum vegna gruns um ofbeldi gagnvart dætrunum fjórum. Var hann grunaður um að hafa slegið þær með belti, skóm og fleiru. Í kæru barnaverndar kom fram að dætur hans hefðu lýst því að faðir þeirra væri mjög oft reiður, færi með þær inn í herbergi þar sem hann lokaði og læsti hurðinni, drægi niður gluggatjöldin og lemdi þær þar til þær hættu að gráta. Þá báru þær um að móðir þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim en þá yrði hún fyrir barðinu á honum. Þær sögðu föður sinn lemja oft móður þeirra en þau rifust stöðugt. Eftir að systrunum var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum hefur faðirinn ítrekað reynt að nálgast þær og rofið nálgunarbann með því að reyna að hafa endurtekið samband við þær. Bæði með því að senda vinabeiðnir og skilaboð á Facebook, sitja fyrir þeim við skóla eða æfingar auk þess að aka fram hjá fósturheimilum þeirra. Vitni staðfesta þetta við lögreglu. Þá brjálaðist faðirinn þegar hann taldi dóttur sína vera komin í samskipti við ungan dreng. Hótaði hann að vinna drengnum mein í samtali við lögreglumenn. Lögreglustjóri taldi í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhaldi ljóst að faðirinn héldi áfram brotum sínum. Á það féllst héraðsdómur og Landsréttur sömuleiðis.
Dómsmál Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira