Þá segjum við frá helstu vendingum sem búast má við í stjórnmálunum í dag. Stofnanir stjórnarflokkanna fá kynningu á nýjum stjórnarsáttmála eftir hádegi. Sáttmálinn og ráðherraskipan verða kynnt á blaðamannafundi á morgun.
Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand.
Þá fjöllum við áfram um blóðmeramálið og ræðum við sveitastjóra Húnaþings vestra, sem segir skólabörn koma veik í skólann á Hvammstanga eftir illa vist í skólabíl á nær ófærum vegi.