Erlent

Bretar herða tökin vegna tveggja til­fella Ó­míkron

Árni Sæberg skrifar
Forsætisráðherra Breta tilkynnti hertar aðgerðir í dag.
Forsætisráðherra Breta tilkynnti hertar aðgerðir í dag. Hollie Adams/Getti Images

Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær.

Johnson hóf ávarp sitt á því að segja að hið nýja Ómíkron-afbrigði virðist dreifast með ógnarhraða. Þá sagði hann afbrigðið geta dreifst frá fullbólusettri manneskju til annarrar fullbólusettrar.

Hinar breyttu reglur gilda aðallega á landamærum en frá og með deginum í dag munu allir sem koma til Bretlands þurfa að undirgangast PCR-próf innan tveggja daga frá komu. Þá skal fólk fara í sóttkví þar til niðurstaða liggur fyrir.

Innanlandsaðgerðir felast í aukinni grímuskyldu og öðrum sóttkvíarreglum fyrir þá sem smitast af Ómíkron-afbrigðinu.

Grímuskylda verður í almenningssamgöngum og verslunum.

Þá munu þeir sem hafa umgengis einstaklinga smitaða af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þurfa að fara í tíu daga sóttkví óháð bólusetningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×