Lögregla handtók grunaðan ökumann skömmu síðar en þegar flytja átti hann í fangageymslu brást hann við með því að hóta lögreglumönnum. Verður hann kærður fyrir hótanirnar.
Upp úr klukkan 1 í nótt var tilkynnt um annað umferðaróhapp, að þessu sinni í miðbænum. Þar hafði bifreið verið ekið utan í aðra kyrrstæða bifreið og síðan á brott. Ökumaðurinn var stöðvaður skömmu síðar nálægt vettvangi og handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu.