Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2021 23:11 Fjölmörg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið þar sem ekið hefur verið á gangandi vegfarendur. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. Nokkuð hefur verið um slys í umferðinni undanfarið og skemmst að minnast tveggja banaslysa í Reykjavík í nóvember þar sem gangandi vegfarandi annars vegar og ökumaður rafhlaupahjóls létu lífið í umferðarslysi snemma dags. Rétt fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um umferðarslys á Arnarnesvegi sem skilur að Kópavog og Garðabæ. Draga þurfi tvær bifreiðar af vettvangi og flytja þurfti einn einstakling á slysadeild til skoðunar vegna minniháttar eymsla. Á fjórða tímanum varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg. Ástæðuna má meðal annars, samkvæmt skeyti lögreglu, rekja til skyndilegrar bilunar í annarri bifreiðinni. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á hina náði ekki að stöðva bifreiðina í tæka tíð. Á rafhlaupahjóli í Kópavogi Um klukkan hálf fjögur var ekið á aðila sem var á rafhlaupahjóli á Digranesvegi í Kópavogi. Viðkomandi var á eða við gangbraut þegar atvikið átti sér stað. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan eða meiðsli viðkomandi. Lögregla minnir á mikilvægi endurskinsmerkja í skeyti sínu.Samgöngustofa Á sjöunda tímanum í kvöld var ekið á gangandi vegfarandi í Hlíðarbergi í Hafnarfirði. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni. Mjög slæm birtuskilyrði og veðuraðstæður voru á vettvangi,“ segir í skeyti lögreglu. Þá varð minniháttar umferðaróhapp á Flókagötu í Reykjavík á níunda tímanum. Lítið tjón varð á bifreiðum og enginn slasaðist. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að óvenjumörg, og of mörg, alvarleg slys hafi orðið í umdæmi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Samgönguslys Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Nokkuð hefur verið um slys í umferðinni undanfarið og skemmst að minnast tveggja banaslysa í Reykjavík í nóvember þar sem gangandi vegfarandi annars vegar og ökumaður rafhlaupahjóls létu lífið í umferðarslysi snemma dags. Rétt fyrir klukkan þrjú var tilkynnt um umferðarslys á Arnarnesvegi sem skilur að Kópavog og Garðabæ. Draga þurfi tvær bifreiðar af vettvangi og flytja þurfti einn einstakling á slysadeild til skoðunar vegna minniháttar eymsla. Á fjórða tímanum varð aftanákeyrsla á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg. Ástæðuna má meðal annars, samkvæmt skeyti lögreglu, rekja til skyndilegrar bilunar í annarri bifreiðinni. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á hina náði ekki að stöðva bifreiðina í tæka tíð. Á rafhlaupahjóli í Kópavogi Um klukkan hálf fjögur var ekið á aðila sem var á rafhlaupahjóli á Digranesvegi í Kópavogi. Viðkomandi var á eða við gangbraut þegar atvikið átti sér stað. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan eða meiðsli viðkomandi. Lögregla minnir á mikilvægi endurskinsmerkja í skeyti sínu.Samgöngustofa Á sjöunda tímanum í kvöld var ekið á gangandi vegfarandi í Hlíðarbergi í Hafnarfirði. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni. Mjög slæm birtuskilyrði og veðuraðstæður voru á vettvangi,“ segir í skeyti lögreglu. Þá varð minniháttar umferðaróhapp á Flókagötu í Reykjavík á níunda tímanum. Lítið tjón varð á bifreiðum og enginn slasaðist. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá löggæslusviði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að óvenjumörg, og of mörg, alvarleg slys hafi orðið í umdæmi lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma. Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Veistu meira um slysin sem urðu í umferðinni í dag? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Samgönguslys Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39 Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25. nóvember 2021 18:39
Ökumaður rafhlaupahjólsins látinn og hinn á gjörgæslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa til rannsóknar hvort átt hafi verið við innsigli á rafhlaupahjóli og vespu, sem rákust á í morgun, svo hægt væri að aka hraðar á þeim. 10. nóvember 2021 15:52