Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2021 22:20 Rannsóknarskipið Harrier Explorer var það síðasta sem leitaði vísbendinga um olíu í lögsögu Íslands sumarið 2016. Hér er skipið á ytri höfninni í Reykjavík áður en lagt var í leiðangur á Drekasvæðið undir forystu kanadíska félagsins Ithaca. Arnar Halldórsson Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. Borað eftir olíu í Flatey á Skjálfanda árið 1982.Orkustofnun Í fréttum Stöðvar 2 var stiklað á stóru í olíuleitarsögu Íslands. Upphafið má rekja til ársins 1971 þegar olíufélagið Shell fékk leyfi til rannsókna á hafsbotninum við landið. Fyrsta borunin var hins vegar við vitann í Flatey á Skjálfanda árið 1982. Það var iðnaðarráðherrann Hjörleifur Guttormsson í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem fól Orkustofnun þessa fyrstu olíuborun í sögu landsins. Tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland. Fátt gerðist síðan í olíuleitarmálum fyrr en iðnaðarráðherrann Össur Skarphéðinsson fór um norðausturland árið 2009, kynnti útboð á Drekasvæðinu og boðaði þjónustumiðstöð í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Fyrstu olíuvinnsluleyfunum var úthlutað í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar. Athöfnin fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina í janúar árið 2013. Meðal viðstaddra var olíumálaráðherra Noregs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Það var svo í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar sem fyrstu olíuvinnsluleyfunum var úthlutað og í framhaldinu sendu tveir sérleyfishafar rannsóknarskip á Drekasvæðið. Hafinn var undirbúningur þess að senda borskip á svæðið þegar erlendir sérleyfishafar tilkynntu í ársbyrjun 2018 að þeir væru hættir við. Í framhaldinu afturkallaði Orkustofnun síðasta íslenska sérleyfið. Rannsóknarskipið Oceanic Challenger á Reyðarfirði árið 2015 við upphaf leiðangurs sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC leiddi á Drekavæðinu.vísir/egill aðalsteinsson Síðan hefur enginn haft slíkt leyfi og núna hefur ríkisstjórnin kynnt í nýjum stjórnarsáttmála að hún muni ekki gefa út leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Áform um uppbyggingu í Finnafirði gætu þó fengið byr en á öðrum forsendum, því þar er verið að undirbúa græna eldsneytisframleiðslu með vindorku vegna orkuskipta fyrir skipaflotann. Stjórnarsáttmálinn boðar nefnilega stuðning við græna atvinnuuppbyggingu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá 2009 þegar Össur Skarphéðinsson kynnti olíuleitina fyrir íbúum norðausturlands: Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Langanesbyggð Orkumál Vopnafjörður Orkuskipti Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Pólitíska ákvörðun þarf til nýs olíuleitarútboðs Ekkert leyfi til olíuleitar er lengur í gildi í lögsögu Íslands eftir að Eykon hætti við að kæra afturköllun sérleyfis fyrirtækisins á Drekasvæðinu. 7. maí 2018 21:30 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Borað eftir olíu í Flatey á Skjálfanda árið 1982.Orkustofnun Í fréttum Stöðvar 2 var stiklað á stóru í olíuleitarsögu Íslands. Upphafið má rekja til ársins 1971 þegar olíufélagið Shell fékk leyfi til rannsókna á hafsbotninum við landið. Fyrsta borunin var hins vegar við vitann í Flatey á Skjálfanda árið 1982. Það var iðnaðarráðherrann Hjörleifur Guttormsson í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem fól Orkustofnun þessa fyrstu olíuborun í sögu landsins. Tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland. Fátt gerðist síðan í olíuleitarmálum fyrr en iðnaðarráðherrann Össur Skarphéðinsson fór um norðausturland árið 2009, kynnti útboð á Drekasvæðinu og boðaði þjónustumiðstöð í Gunnólfsvík við Finnafjörð. Fyrstu olíuvinnsluleyfunum var úthlutað í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar. Athöfnin fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina í janúar árið 2013. Meðal viðstaddra var olíumálaráðherra Noregs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Það var svo í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar sem fyrstu olíuvinnsluleyfunum var úthlutað og í framhaldinu sendu tveir sérleyfishafar rannsóknarskip á Drekasvæðið. Hafinn var undirbúningur þess að senda borskip á svæðið þegar erlendir sérleyfishafar tilkynntu í ársbyrjun 2018 að þeir væru hættir við. Í framhaldinu afturkallaði Orkustofnun síðasta íslenska sérleyfið. Rannsóknarskipið Oceanic Challenger á Reyðarfirði árið 2015 við upphaf leiðangurs sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC leiddi á Drekavæðinu.vísir/egill aðalsteinsson Síðan hefur enginn haft slíkt leyfi og núna hefur ríkisstjórnin kynnt í nýjum stjórnarsáttmála að hún muni ekki gefa út leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Áform um uppbyggingu í Finnafirði gætu þó fengið byr en á öðrum forsendum, því þar er verið að undirbúa græna eldsneytisframleiðslu með vindorku vegna orkuskipta fyrir skipaflotann. Stjórnarsáttmálinn boðar nefnilega stuðning við græna atvinnuuppbyggingu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá 2009 þegar Össur Skarphéðinsson kynnti olíuleitina fyrir íbúum norðausturlands:
Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Langanesbyggð Orkumál Vopnafjörður Orkuskipti Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Pólitíska ákvörðun þarf til nýs olíuleitarútboðs Ekkert leyfi til olíuleitar er lengur í gildi í lögsögu Íslands eftir að Eykon hætti við að kæra afturköllun sérleyfis fyrirtækisins á Drekasvæðinu. 7. maí 2018 21:30 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03
Pólitíska ákvörðun þarf til nýs olíuleitarútboðs Ekkert leyfi til olíuleitar er lengur í gildi í lögsögu Íslands eftir að Eykon hætti við að kæra afturköllun sérleyfis fyrirtækisins á Drekasvæðinu. 7. maí 2018 21:30
Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45
Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00
Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00
Svona grín gera menn ekki, sagði Össur 2009 Þrír ráðherrar Samfylkingarinnar, með Össur Skarphéðinsson í fararbroddi, voru í lykilstöðum við að hrinda af stað olíuleit á Drekasvæðinu. 23. mars 2015 21:00