Rihanna gerð að þjóðhetju Barbados Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2021 18:34 Mia Mottley, forsætisráðherra er hér til vinstri, Rihanna er í miðjunni og left, and President of Barbados, Sandra Mason, forseti, til hægri. AP/Jeff Mitchell Tónlistarkonan og auðjöfurinn Ríhanna var í dag gerð að þjóðhetju Barbados. Var það gert á athöfn þar sem formlegum tengslum eyríkisins og bresku krúnunnar var formlega slitið. Athafnakonan var óvænt kölluð á svið við athöfnina og fékk hún heiðursnafnbótina frá Míu Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Fyrir hönd þakklátrar þjóðar, en stoltari fólks, veitum við þér hér með titilinn þjóðhetja Barbados, sendiherra Robyn Rihanna Fenty,“ sagi Mottley. Forsætisráðherrann sagðist vona að Rihanna héldi áfram að skína eins og demantur og heiðra þjóð sína. Mottley nefndi einnig að Rihanna væri af alþýðuættum og hefði fæðst stuttan spöl frá staðnum þar sem athöfnin fór fram í höfuðborginni Bridgetown Sjá einnig: Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Karl Bretaprins var viðstaddur athöfnina í dag. Hann óskaði eyríkinu velfarnaðar og ítrekaði áframhaldandi náin tengsl milli bresku krúnunnar og Barbados. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Þetta var í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár sem ríki ákvað að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn. Sjá einnig: Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem einhverjum er veittur þessi heiður í Barbados. Sá sem fékk titilinn síðast var krikket-spilarinn Garfield St. Aubrun Sobers. Barbados Tónlist Tengdar fréttir Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Athafnakonan var óvænt kölluð á svið við athöfnina og fékk hún heiðursnafnbótina frá Míu Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Fyrir hönd þakklátrar þjóðar, en stoltari fólks, veitum við þér hér með titilinn þjóðhetja Barbados, sendiherra Robyn Rihanna Fenty,“ sagi Mottley. Forsætisráðherrann sagðist vona að Rihanna héldi áfram að skína eins og demantur og heiðra þjóð sína. Mottley nefndi einnig að Rihanna væri af alþýðuættum og hefði fæðst stuttan spöl frá staðnum þar sem athöfnin fór fram í höfuðborginni Bridgetown Sjá einnig: Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Karl Bretaprins var viðstaddur athöfnina í dag. Hann óskaði eyríkinu velfarnaðar og ítrekaði áframhaldandi náin tengsl milli bresku krúnunnar og Barbados. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Þetta var í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár sem ríki ákvað að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn. Sjá einnig: Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem einhverjum er veittur þessi heiður í Barbados. Sá sem fékk titilinn síðast var krikket-spilarinn Garfield St. Aubrun Sobers.
Barbados Tónlist Tengdar fréttir Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”