Segir stjórn Liverpool þurfa að leysa málið | Er ánægður með að vera orðaður við Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 17:31 Salah vill að samningsmál sín verði leyst sem fyrst. EPA-EFE/Peter Powell Samningur Mohamed Salah við Liverpool rennur út sumarið 2023. Þessi magnaði leikmaður hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning og segist vera ánægður að hann sé orðaður við Barcelona. Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sjá meira
Salah lagði upp sigurmark Liverpool um helgina og hefur verið frábær það sem af er tímabili sem og undanfarin ár. Hann virðist þó ekki sáttur með það samningstilboð sem er á borðinu að svo stöddu. Hefur hann hvatt forráðamenn Liverpool til að leysa samningsmál sín sem fyrst. Egyptinn hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram hjá félaginu en virðist vilja fá meira greitt heldur en Liverpool er tilbúið að greiða leikmanni sem verður orðinn þrítugur þegar samningur hans rennur út. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum: Ef ákvörðunin er undir mér komin þá vil ég vera áfram hjá Liverpool,“ er haft eftir Salah í staðarblaðinu Liverpool Echo. „En ákvörðunin er í höndum stjórnarmanna og þeir þurfa að leysa þennan vanda. Það er ekkert vandamál en við þurfum að ná samkomulag varðandi samninginn. Það er undir þeim komið,“ bætti hann við. „Ákvörðun sem þessi er þó ekki eingöngu byggð á fjármunum þó það sé leið félaga til að sýna hversu mikils þau meta þig. Það eru aðrir hlutir, metnaður félagsins og þjálfarans, hvernig hann stýrir liðinu og leikmönnum sínum. Þetta eru allt mikilvægir hlutir þegar kemur að svona ákvörðun.“ Fjöldi liða horfa hýru auga til Salah í ljósi þess að ef Liverpool semur ekki gæti verið að félagið selji hann næsta sumar frekar en að láta hann fara frítt. Meðal liða sem vilja fá leikmanninn er spænska stórliðið Barcelona en Xavi, þjálfari liðsins, er mikill aðdáandi Egyptans. Hvort fjárhagsstaða Börsunga leyfi þeim að semja við leikmann á borð við Salah mun mögulega koma í ljós ef Liverpool býður honum ekki samning að hans skapi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sjá meira