Var búinn að gera ráð fyrir því að fá sama sjúkdóm Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2021 10:30 Arnmundur Ernst ræddi við Fannar Sveinsson úti í Búdapest en þar var hann að undirbúa sig fyrir hlutverk í þáttaröð á veitunni Amazon Prime. Í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þremur Íslendingum áður en þeir stigu á svið. Um var að ræða þau Ragnheiði Gröndal tónlistarkonu, Arnmund Ernst Björnsson, leikara, og Hreim Heimisson söngvara. Í þættinum ræddi Arnmundur Ernst um móður sína Eddu Heiðrúnu Backman sem lést árið 2016 en hún greindist með MND á sínum tíma. Edda var ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar. Arnmundur var þrettán ára þegar móðir hans fær MND. „Við höfðum fylgst með bróðir hennar ganga í gegnum sama ferðalag og ég því skildi hvað þetta þýddi. Hann lést árið 1998. Mamma greinist 2002 eða 2003,“ segir Arnmundur en sjúkdómurinn er arfgengur og lét Arnmundur rannsaka hvort hann væri mögulega með þau gen sem bera slíkan sjúkdóm. „Það er ekki svo langt síðan að ég gerði þetta og ég fæ að vita að ég er ekki með þetta. Þetta var miklu meiri léttir en mig hefði órað fyrir út af því að svo mörgu leyti er ég svo líkur mömmu. Ég er mjúkur maður með háa rödd og syng eins og hún. Í undirmeðvitundinni var ég búinn að gera ráð fyrir að fá þetta. Ég var búinn að plana það að um fertugt þyrfti ég að flytja í hús á einni hæð. Svo var ég búinn að hugsa hvaða leið ég ætlaði að fara um 45 ára. Fer ég að leikstýra eins og mamma gerði þegar hún þurfti að hætta að leika eða ætlaði ég að fara í einhverja aðra átt,“ segir Arnmundur og bætir við að það hafi einnig verið mikill léttir að sonur hans myndi ekki fá þennan erfiða sjúkdóm. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins á Stöð 2. Klippa: Var búinn að gera ráð fyrir því að fá sama sjúkdóm Framkoma Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Um var að ræða þau Ragnheiði Gröndal tónlistarkonu, Arnmund Ernst Björnsson, leikara, og Hreim Heimisson söngvara. Í þættinum ræddi Arnmundur Ernst um móður sína Eddu Heiðrúnu Backman sem lést árið 2016 en hún greindist með MND á sínum tíma. Edda var ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar. Arnmundur var þrettán ára þegar móðir hans fær MND. „Við höfðum fylgst með bróðir hennar ganga í gegnum sama ferðalag og ég því skildi hvað þetta þýddi. Hann lést árið 1998. Mamma greinist 2002 eða 2003,“ segir Arnmundur en sjúkdómurinn er arfgengur og lét Arnmundur rannsaka hvort hann væri mögulega með þau gen sem bera slíkan sjúkdóm. „Það er ekki svo langt síðan að ég gerði þetta og ég fæ að vita að ég er ekki með þetta. Þetta var miklu meiri léttir en mig hefði órað fyrir út af því að svo mörgu leyti er ég svo líkur mömmu. Ég er mjúkur maður með háa rödd og syng eins og hún. Í undirmeðvitundinni var ég búinn að gera ráð fyrir að fá þetta. Ég var búinn að plana það að um fertugt þyrfti ég að flytja í hús á einni hæð. Svo var ég búinn að hugsa hvaða leið ég ætlaði að fara um 45 ára. Fer ég að leikstýra eins og mamma gerði þegar hún þurfti að hætta að leika eða ætlaði ég að fara í einhverja aðra átt,“ segir Arnmundur og bætir við að það hafi einnig verið mikill léttir að sonur hans myndi ekki fá þennan erfiða sjúkdóm. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins á Stöð 2. Klippa: Var búinn að gera ráð fyrir því að fá sama sjúkdóm
Framkoma Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira