Ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2021 12:16 Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í gær en skjálftavirkni hófst á svæðinu í morgun. Vísir/RAX Viðvörunarstig vegna Grímsvatna hefur verið fært yfir í appelsínugulan lit fyrir alþjóðaflug vegna skjálftavirkni sem hófst á svæðinu í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir engan gosóróa mælast á svæðinu að svo stöddu en ekki sé hægt að útiloka neitt þegar kemur að Grímsvötnum. Svo virðist sem að jökulhlaupið í Grímsvötunum hafi náð hámarki í gærmorgun og er íshellan búin að síga um 77 metra frá því að hún mældist hæst. Verulega hefur hægt á siginu síðan í gær sem bendir til þess að vötnin séu að mestu búin að tæma sig. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftavirkni hafa hafist á svæðinu upp úr klukkan sex í morgun þegar skjálfti af stærðinni 3,6 mældist. Nokkuð af eftirskjálftum fylgdu í kjölfarið en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu „Þetta er lítillega meiri skjálftavirkni en við sjáum vanalega í Grímsvötnum og það sem við gerum í rauninni núna er bara að fylgjast áfram með stöðunni og sjá hvernig þetta þróast, það er það eina sem við getum gert núna,“ segir Einar. Veðurstofan hækkaði í morgun viðvörunarstig vegna alþjóðaflugs yfir í appelsínugulan lit eftir að skjálftavirknin hófst en appelsínugulur litur þýðir að skjálftavirknin sé umfram það sem venjuleg virkni er. Gera má ráð fyrir að viðvörunarstigið haldist appelsínugult ef virknin heldur áfram en næsta stig fyrir ofan er rautt, sem táknar að eldgos sé hafið. „Ég býst við því að ef að skjálftavirknin heldur áfram í dag og eitthvað næstu daga þá muni það vera svoleiðis, en ef að skjálftavirknin fjarar út þá mun kóðinn vera lækkaður aftur,“ segir Einar Bessi. „Þetta er samkvæmt verkferlum að hækka kóðann og svo sjáum við bara til núna hvað gerist og breytum honum þá eftir því sem atburðurinn þróast.“ Gos beint eftir hlaup átti sér síðast stað árið 2004 en það gaus þó síðast úr Grímsvötnum árið 2011, um sex mánuðum eftir hlaup úr jöklinum árið 2010. Þó er erfitt að segja hvort eldgosið þá hafi verið bein afleiðing af hlaupinu 2010 þar sem nokkrir mánuðir liðu á milli. „En burtséð frá hlaupinu þá er það talið að eldstöðin í Grímsvötnum hafi þannig séð verið tilbúin til þess að gjósa þegar kemur að þenslu og öðrum mælingum á eldstöðinni þannig það er í rauninni ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina, við verðum bara að sjá hvað setur,“ segir Einar Bessi. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Svo virðist sem að jökulhlaupið í Grímsvötunum hafi náð hámarki í gærmorgun og er íshellan búin að síga um 77 metra frá því að hún mældist hæst. Verulega hefur hægt á siginu síðan í gær sem bendir til þess að vötnin séu að mestu búin að tæma sig. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftavirkni hafa hafist á svæðinu upp úr klukkan sex í morgun þegar skjálfti af stærðinni 3,6 mældist. Nokkuð af eftirskjálftum fylgdu í kjölfarið en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu „Þetta er lítillega meiri skjálftavirkni en við sjáum vanalega í Grímsvötnum og það sem við gerum í rauninni núna er bara að fylgjast áfram með stöðunni og sjá hvernig þetta þróast, það er það eina sem við getum gert núna,“ segir Einar. Veðurstofan hækkaði í morgun viðvörunarstig vegna alþjóðaflugs yfir í appelsínugulan lit eftir að skjálftavirknin hófst en appelsínugulur litur þýðir að skjálftavirknin sé umfram það sem venjuleg virkni er. Gera má ráð fyrir að viðvörunarstigið haldist appelsínugult ef virknin heldur áfram en næsta stig fyrir ofan er rautt, sem táknar að eldgos sé hafið. „Ég býst við því að ef að skjálftavirknin heldur áfram í dag og eitthvað næstu daga þá muni það vera svoleiðis, en ef að skjálftavirknin fjarar út þá mun kóðinn vera lækkaður aftur,“ segir Einar Bessi. „Þetta er samkvæmt verkferlum að hækka kóðann og svo sjáum við bara til núna hvað gerist og breytum honum þá eftir því sem atburðurinn þróast.“ Gos beint eftir hlaup átti sér síðast stað árið 2004 en það gaus þó síðast úr Grímsvötnum árið 2011, um sex mánuðum eftir hlaup úr jöklinum árið 2010. Þó er erfitt að segja hvort eldgosið þá hafi verið bein afleiðing af hlaupinu 2010 þar sem nokkrir mánuðir liðu á milli. „En burtséð frá hlaupinu þá er það talið að eldstöðin í Grímsvötnum hafi þannig séð verið tilbúin til þess að gjósa þegar kemur að þenslu og öðrum mælingum á eldstöðinni þannig það er í rauninni ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina, við verðum bara að sjá hvað setur,“ segir Einar Bessi.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28
Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15
RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent