„Þegar systir mín dó þá var þetta mín leið“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 7. desember 2021 10:30 KK og Frosti fóru yfir ferilinn og lífið. Tónlistarmanninn Kristján Kristjánsson, eða KK, þarf vart að kynna, en hann hefur yljað þjóðinni með tónlist sinni og nærveru í um það bil þrjátíu ár. Hann kom til Íslands árið 1990 eftir að hafa starfað sem götuspilari víðsvegar um Evrópu á árunum þar á undan og hefur síðan þá sent frá sér hverja perluna á eftir annarri, fjölmörg lög og hljómplötur sem þjóðin sannarlega elskar. En þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist hér á landi í 30 ár hafði KK aldrei gefið út vínyl plötu. Ekki fyrr en nýlega, þegar hann sendi fyrst frá sér nýja safnplötu með upptökum frá árinu 1985-2000 og fljótlega eftir það kom fyrsta breiðskífan, Lucky One frá árinu 1991, einnig loksins út á vínyl. Frosti Logason heimsótti KK nýlega og fengu þeir félagar sér rjúkandi kaffibolla og spjölluðum um tónlistina og lífið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þegar ég gaf út þessa plötu þá var hún gefin út hjá PS music sem var fyrir Pétur og Steinar, Pétur Kristjáns heitinn og Steinar Berg. Ég sagði við Steinar á sínum tíma að nú gefum við út vínyl og hann svaraði mér, nei elsku Kristján minn, það er búið. Nú er það bara geisladiskar,“ segir Kristján. Frosti fékk að taka lagið með KK. Kristján man þessa tíma eins gerst hefðu í gær. Platan Lucky One átti eftir að slá rækilega í gegn en á henni fékk hann til sín einvala lið hljóðfæraleikari sem hann hefur mörgum hverjum unnið mikið með allar götur síðan. KK ætlaði einmitt að halda 30 ára afmælistónleika vegna plötunnar á þessu ári en Covid faraldurinn hefur gert það að verkum að tónleikarnir hafa frestast en nú stendur til að halda þá í Hörpu þann 26. febrúar næstkomandi, en þar mun hann spila með öllu því frábæra tónlistarfólki sem hann hefur mest unnið með í gegnum tíðina. „Ég veit ekki hvað ég hef samið mörg lög,“ segir KK en eitt af hans þekktustu lögum er lagið I think of Angels sem hann samdi á sínum tíma um systur sína sem lést í bílslysi. „Þegar systir mín dó þá var þetta leið mín til þess að takast á við það. Ellen syngur þetta líka eins og ég veit ekki hvað, það getur enginn toppað það enda er þetta systir okkar.“ Frosti nefnir til sögunnar lag sem KK samdi sem ber nafnið Ég fann ást. „Ég losnaði undan áfengis- og dópneyslunnar fyrir 26 árum síðan. Að vera ekki í neyslu á sínum tíma var erfitt, það var erfitt að vera alsgáður og leiðin út var að fá sér eitthvað og þá var maður glaður og fínn. Sem hefði verið fínt ef ég hefði getað skotið á mig öðru hvoru en ég gat það ekki, en þegar ég skaut á mig þurfti ég að fá meira og það endaði í einhverri vitleysu. Þetta lag fjallar um það sem maður fær í staðinn að líða vel án efna,“ segir KK sem byrjaði að spila lagið fyrir Frosta sem tók sjálfur undir. KK segir í innslaginu að hann hafi aldrei viljað nota lögin sín í auglýsingum þar sem verið sé að selja fólki eitthvað sem það þarf ekkert á að halda. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tónlist Tengdar fréttir Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 25. nóvember 2021 18:00 Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. 28. október 2021 17:01 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Hann kom til Íslands árið 1990 eftir að hafa starfað sem götuspilari víðsvegar um Evrópu á árunum þar á undan og hefur síðan þá sent frá sér hverja perluna á eftir annarri, fjölmörg lög og hljómplötur sem þjóðin sannarlega elskar. En þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist hér á landi í 30 ár hafði KK aldrei gefið út vínyl plötu. Ekki fyrr en nýlega, þegar hann sendi fyrst frá sér nýja safnplötu með upptökum frá árinu 1985-2000 og fljótlega eftir það kom fyrsta breiðskífan, Lucky One frá árinu 1991, einnig loksins út á vínyl. Frosti Logason heimsótti KK nýlega og fengu þeir félagar sér rjúkandi kaffibolla og spjölluðum um tónlistina og lífið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þegar ég gaf út þessa plötu þá var hún gefin út hjá PS music sem var fyrir Pétur og Steinar, Pétur Kristjáns heitinn og Steinar Berg. Ég sagði við Steinar á sínum tíma að nú gefum við út vínyl og hann svaraði mér, nei elsku Kristján minn, það er búið. Nú er það bara geisladiskar,“ segir Kristján. Frosti fékk að taka lagið með KK. Kristján man þessa tíma eins gerst hefðu í gær. Platan Lucky One átti eftir að slá rækilega í gegn en á henni fékk hann til sín einvala lið hljóðfæraleikari sem hann hefur mörgum hverjum unnið mikið með allar götur síðan. KK ætlaði einmitt að halda 30 ára afmælistónleika vegna plötunnar á þessu ári en Covid faraldurinn hefur gert það að verkum að tónleikarnir hafa frestast en nú stendur til að halda þá í Hörpu þann 26. febrúar næstkomandi, en þar mun hann spila með öllu því frábæra tónlistarfólki sem hann hefur mest unnið með í gegnum tíðina. „Ég veit ekki hvað ég hef samið mörg lög,“ segir KK en eitt af hans þekktustu lögum er lagið I think of Angels sem hann samdi á sínum tíma um systur sína sem lést í bílslysi. „Þegar systir mín dó þá var þetta leið mín til þess að takast á við það. Ellen syngur þetta líka eins og ég veit ekki hvað, það getur enginn toppað það enda er þetta systir okkar.“ Frosti nefnir til sögunnar lag sem KK samdi sem ber nafnið Ég fann ást. „Ég losnaði undan áfengis- og dópneyslunnar fyrir 26 árum síðan. Að vera ekki í neyslu á sínum tíma var erfitt, það var erfitt að vera alsgáður og leiðin út var að fá sér eitthvað og þá var maður glaður og fínn. Sem hefði verið fínt ef ég hefði getað skotið á mig öðru hvoru en ég gat það ekki, en þegar ég skaut á mig þurfti ég að fá meira og það endaði í einhverri vitleysu. Þetta lag fjallar um það sem maður fær í staðinn að líða vel án efna,“ segir KK sem byrjaði að spila lagið fyrir Frosta sem tók sjálfur undir. KK segir í innslaginu að hann hafi aldrei viljað nota lögin sín í auglýsingum þar sem verið sé að selja fólki eitthvað sem það þarf ekkert á að halda. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tónlist Tengdar fréttir Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 25. nóvember 2021 18:00 Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. 28. október 2021 17:01 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Bylgjan órafmögnuð: Ellen Kristjáns og fjölskylda Ellen Kristjánsdóttir steig á stokk ásamt fjölskyldu sinni í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 25. nóvember 2021 18:00
Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. 28. október 2021 17:01