Fá ekki krónu þrátt fyrir mistök lögmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 21:47 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið og fyrrverandi lögmaður hjóna hafa verið sýknuð af kröfu hjónanna um að ríkinu og lögmanninum bæri að greiða þeim 25,8 milljónir króna vegna mistaka lögmannsins og meintrar ólögmætrar nauðungarsölu sýslumanns á íbúð í þeirra eigu. Málið snerist um nauðungarsölu á fasteign sem lokið var í september 2018. Hjónin leituðu til ótilgreinds lögmanns til þess að gæta hagsmuna þeirra í nauðungarsölumálinu. Hjónin byggðu skaðabótakröfu sína á hendur ríkinu á þeim grundvelli að sú ákvörðun fulltrúa sýslumanns að láta beiðnir um nauðungarsölu á íbúðunni fram að ganga hafi verið andstæð lögum um nauðungarsölu. Byggðist það á því að þau töldu veðrétt fjárnámanna sem þær byggðust á hafa verið fallinn niður þegar beiðnir um nauðungarsölu bárust embætti sýslimanns. Vísa hafi átt þeim frá. Þá töldu hjónin að umræddur lögmaður hafi gert mistök þar sem hann hafi átt að tilkynna fulltrúa sýslumanns við fyrstu eða aðra fyrirtöku málsins, að þau hyggðist bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm. Þá töldu þau hann einnig hafa átt að tilkynna héraðsdómi þessa fyrirætlun þeirra innan réttra tímamarka. Töldu það að ef hann hefði gert það hefði nauðungarsalan fallið niður. Gerðu hjónin kröfu um að fá greiddar 25,8 milljónir króna vegna málsins. Allt bendi til þess að mistök lögmannsins hafi ekki skipt máli Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er fallist á það að lögmaðurinn hafi gert mistök þegar hann tilkynnti héraðsdómi með tölvupósti að hjónin hyggðust leita réttar síns vegna málsins. Telur héraðsdómur að tölvupóstur geti ekki talist vera skrifleg tilkynning, því hafi lögmaðurinn gert mistök með því að senda tilkyninningu í því formi. Taldi héraðsdómur þó ekki að þessi mistök hafi leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir hjónin enda bendi allt til þess að ekki hafi verið skilyrði til þess að ógilda nauðungarsöluna. Íslenska ríkið var einnig sýknað af kröfu hjónanna en héraðsdómur taldi fullgilda heimild hafa verið fyrir nauðungarsölunni. Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Málið snerist um nauðungarsölu á fasteign sem lokið var í september 2018. Hjónin leituðu til ótilgreinds lögmanns til þess að gæta hagsmuna þeirra í nauðungarsölumálinu. Hjónin byggðu skaðabótakröfu sína á hendur ríkinu á þeim grundvelli að sú ákvörðun fulltrúa sýslumanns að láta beiðnir um nauðungarsölu á íbúðunni fram að ganga hafi verið andstæð lögum um nauðungarsölu. Byggðist það á því að þau töldu veðrétt fjárnámanna sem þær byggðust á hafa verið fallinn niður þegar beiðnir um nauðungarsölu bárust embætti sýslimanns. Vísa hafi átt þeim frá. Þá töldu hjónin að umræddur lögmaður hafi gert mistök þar sem hann hafi átt að tilkynna fulltrúa sýslumanns við fyrstu eða aðra fyrirtöku málsins, að þau hyggðist bera gildi nauðungarsölunnar undir héraðsdóm. Þá töldu þau hann einnig hafa átt að tilkynna héraðsdómi þessa fyrirætlun þeirra innan réttra tímamarka. Töldu það að ef hann hefði gert það hefði nauðungarsalan fallið niður. Gerðu hjónin kröfu um að fá greiddar 25,8 milljónir króna vegna málsins. Allt bendi til þess að mistök lögmannsins hafi ekki skipt máli Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er fallist á það að lögmaðurinn hafi gert mistök þegar hann tilkynnti héraðsdómi með tölvupósti að hjónin hyggðust leita réttar síns vegna málsins. Telur héraðsdómur að tölvupóstur geti ekki talist vera skrifleg tilkynning, því hafi lögmaðurinn gert mistök með því að senda tilkyninningu í því formi. Taldi héraðsdómur þó ekki að þessi mistök hafi leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir hjónin enda bendi allt til þess að ekki hafi verið skilyrði til þess að ógilda nauðungarsöluna. Íslenska ríkið var einnig sýknað af kröfu hjónanna en héraðsdómur taldi fullgilda heimild hafa verið fyrir nauðungarsölunni.
Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira