Myndband sýnir ráðgjafa grínast með hina meintu jólaveislu skömmu eftir að hún á að hafa verið haldin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 23:30 Allegra Stratton er í aðalhlutverki í myndbandinu en hún gegndi starfi talskonu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um skeið. David Cliff/NurPhoto via Getty Images) Myndband sem breska sjónvarpsstöðin ITV birti í kvöld sýnir háttsetta ráðgjafa Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, grínast með meinta jólaveislu fjórum dögum eftir að hún á að hafa verið haldin. Breskir fjölmiðlar hafa að undanförnu haldið því fram að jólaveisla hafi verið í Downing-stræti 10 fyrir um 40-50 manns fyrir tæplega ári síðan, þann 18. desember 2020. Þá voru í gildi strangar sóttvarnareglur í London þar sem bannað var að halda veislur, svo hefta mætti útbreiðslu Covid-19. Sérstaklega var tekið fram í ráðleggingum stjórnvalda að jólaveislur væru ekki í boði. Johnson ekki sakaður um að hafa verið í veislunni Johnson sjálfur er ekki sakaður um að hafa verið í veislunni, en hann hefur engu að síður verið harðlega gagnrýndur fyrir hina meintu veislu, sem ráðuneyti hans þvertekur reyndar fyrir að hafi verið haldin, þvert á heimildir breskra fjölmiðla Búast má við að gagnrýni á Johnson muni aukast til muna eftir að ITV birti umrætt myndband. Myndbandið er tekið upp þann 22. desember 2020, aðeins fjórum dögum eftir að hin meinta veisla á að hafa verið haldin. Er það tekið upp þegar ráðgjafar Johnson hjálpa til við að undirbúa Aleggra Stratton, þáverandi talsmann Johnson, undir spurninga frá blaðamönnum. Grínast og hlæja yfir vangaveltum um hvað þau eigi að segja Í myndbandinu má heyra Ed Oldfield, háttsettan ráðgjafa Johnson, undirbúa Stratton undir spurningar um fregnir af samfélagsmiðlum um að jólaveisla hafi verið haldin í Downing-stræti tíu, nærri ári áður en fregnir af veislunnni brutust út. Spyr hann Stratton hvort hann kannist við fregnir af veislunni. „Ég fór heim,“ segir Stratton hlæjandi áður en hún stillir sig af til þess að svara almennilega. Spyr hún þá samstarfsfélaga sína hvert svarið við spurningunni sé. Oldfield spyr þá hvort að Johnson myndi líða það að svona veisla hafi verið haldin. „Þetta var ekki veisla, það var boðið upp á vín og osta,“ heyrist annar ráðgjafi svara. „Er vín og ostar ekki í lagi? Þetta var viðskiptafundur,“ segir Stratton og sjá má ráðgjafana hlæja að svarinu. Stratton horfir þá í myndavélinu og segir hlæjandi að það sé verið að taka æfinguna upp. „Þessi meinta veisla var viðskiptafundur og viðstaddir virtu ekki fjarlægðartakmörk,“ heyrist hún enn fremur segja hlæjandi. jálfur hefur Johnson sagt að hann sé fullviss um að öllum reglum hafi verið fylgt á meðan forsætisráðuneytið hefur sagt að engin veisla hafi verið haldin. 'I am satisfied myself that the guidelines were followed at all times'@BorisJohnson responds to new claims in The Times about an alleged Covid-rule-breaking party in Downing Street last Christmashttps://t.co/yyZ1W7FdLW pic.twitter.com/nH2bPAzKvZ— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) December 7, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa að undanförnu haldið því fram að jólaveisla hafi verið í Downing-stræti 10 fyrir um 40-50 manns fyrir tæplega ári síðan, þann 18. desember 2020. Þá voru í gildi strangar sóttvarnareglur í London þar sem bannað var að halda veislur, svo hefta mætti útbreiðslu Covid-19. Sérstaklega var tekið fram í ráðleggingum stjórnvalda að jólaveislur væru ekki í boði. Johnson ekki sakaður um að hafa verið í veislunni Johnson sjálfur er ekki sakaður um að hafa verið í veislunni, en hann hefur engu að síður verið harðlega gagnrýndur fyrir hina meintu veislu, sem ráðuneyti hans þvertekur reyndar fyrir að hafi verið haldin, þvert á heimildir breskra fjölmiðla Búast má við að gagnrýni á Johnson muni aukast til muna eftir að ITV birti umrætt myndband. Myndbandið er tekið upp þann 22. desember 2020, aðeins fjórum dögum eftir að hin meinta veisla á að hafa verið haldin. Er það tekið upp þegar ráðgjafar Johnson hjálpa til við að undirbúa Aleggra Stratton, þáverandi talsmann Johnson, undir spurninga frá blaðamönnum. Grínast og hlæja yfir vangaveltum um hvað þau eigi að segja Í myndbandinu má heyra Ed Oldfield, háttsettan ráðgjafa Johnson, undirbúa Stratton undir spurningar um fregnir af samfélagsmiðlum um að jólaveisla hafi verið haldin í Downing-stræti tíu, nærri ári áður en fregnir af veislunnni brutust út. Spyr hann Stratton hvort hann kannist við fregnir af veislunni. „Ég fór heim,“ segir Stratton hlæjandi áður en hún stillir sig af til þess að svara almennilega. Spyr hún þá samstarfsfélaga sína hvert svarið við spurningunni sé. Oldfield spyr þá hvort að Johnson myndi líða það að svona veisla hafi verið haldin. „Þetta var ekki veisla, það var boðið upp á vín og osta,“ heyrist annar ráðgjafi svara. „Er vín og ostar ekki í lagi? Þetta var viðskiptafundur,“ segir Stratton og sjá má ráðgjafana hlæja að svarinu. Stratton horfir þá í myndavélinu og segir hlæjandi að það sé verið að taka æfinguna upp. „Þessi meinta veisla var viðskiptafundur og viðstaddir virtu ekki fjarlægðartakmörk,“ heyrist hún enn fremur segja hlæjandi. jálfur hefur Johnson sagt að hann sé fullviss um að öllum reglum hafi verið fylgt á meðan forsætisráðuneytið hefur sagt að engin veisla hafi verið haldin. 'I am satisfied myself that the guidelines were followed at all times'@BorisJohnson responds to new claims in The Times about an alleged Covid-rule-breaking party in Downing Street last Christmashttps://t.co/yyZ1W7FdLW pic.twitter.com/nH2bPAzKvZ— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) December 7, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira