Hagkerfið stendur og fellur með flutningskerfinu Jón Skafti Gestsson skrifar 8. desember 2021 10:31 Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun