Aðstæður voru afar krefjandi en snjó kyngdi niður og ryðja þurfti völlinn fyrir leik og í hálfleik. Spilað var með appelsínugulum bolta svo hann sæist og flestir leikmenn og áhorfendur voru vel dúðaðir.
Þrátt fyrir að spila ekki í svona aðstæðum á hverjum degi vann Real Madrid öruggan 0-3 sigur. Kosovare Asllani skoraði tvö mörk fyrir Madrídinga og Claudia Zornoza eitt.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og tók meðfylgjandi myndir.
















