Skólar í Fjarðabyggð áfram lokaðir vegna fjölgunar smita Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2021 13:19 Frá Reyðarfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa. Lögreglan á Austurlandi segir að smitin séu dreifð og það sé mat aðgerðastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit, meðal annars hjá fólki sem ekki hafi einkenni og sé því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti þá smitað aðra. „Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið. Önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur. Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað. Leikskólinn Lyngholt: Ljóst er að smitum á leikskólanum Lyngholti, bæði meðal starfsmanna og barna hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Lyngholti eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Reyðarfjarðar hefur fjölgað. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru hvattir til að fara í sýnatöku í dag og ættu niðurstöður að liggja fyrir seint í kvöld eða á morgun. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Eskifjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Eskifjarðar hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla á morgun föstudaginn 10. desember,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Grunnskólar Fjarðabyggð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi segir að smitin séu dreifð og það sé mat aðgerðastjórnar að úti í samfélaginu séu mögulega smit, meðal annars hjá fólki sem ekki hafi einkenni og sé því ekki meðvitað um að það sé smitað og geti þá smitað aðra. „Þess vegna er mikilvægt að fá sem flesta í sýnatöku í dag og næstu daga til að kortleggja mögulega útbreiðslu veirunnar. Í morgun var stór sýnataka á Reyðarfirði og nú stendur yfir sýnataka á Eskifirði kl. 11-13. Vonast er til að mæting verði góð. Niðurstöður úr sýnatöku dagsins ættu að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrramálið. Önnur tilkynning frá aðgerðastjórn verður send út þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Fylgist vel með auglýsingu um frekari sýnatökur. Í ljósi þessarar stöðu telja fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð í samráði við aðgerðastjórn og HSA nauðsynlegt að grípa til áframhaldandi lokana í Leikskólanum Lyngholti og Eskifjarðarskóla auk þess sem Grunnskóla Reyðarfjarðar verður lokað. Leikskólinn Lyngholt: Ljóst er að smitum á leikskólanum Lyngholti, bæði meðal starfsmanna og barna hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Lyngholti eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Reyðarfjarðar hefur fjölgað. Allir nemendur og starfsmenn skólans voru hvattir til að fara í sýnatöku í dag og ættu niðurstöður að liggja fyrir seint í kvöld eða á morgun. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir og er viðbúið að fleiri nemendur og starfsfólk lendi í sóttkví. Ekkert skólahald verður því í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir hádegi í dag og á morgun föstudaginn 10. desember. Grunnskóli Eskifjarðar: Ljóst er að smitum meðal nemenda í grunnskóla Eskifjarðar hefur fjölgað. Vinna vegna smitrakningar stendur nú yfir. Ekkert skólahald verður því í Eskifjarðarskóla á morgun föstudaginn 10. desember,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Grunnskólar Fjarðabyggð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira