Bílarnir voru hins vegar allir afturkallaðir þegar í ljós kom að um var að ræða arineld á flatskjá í íbúðinni.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að útkallið hafi komið um klukkan 13:40.
Hann segir að einhverjir slökkviliðsmenn hafi einmitt verið í bólusetningu í Laugardalshöll þegar útkallið barst og haldið á staðinn. Hafi þeir svo tilkynnt að afturkalla skyldi alla aðra bíla sem voru á leiðinni.