Körfubolti

Barkley skírði dóttur sína eftir verslunarmiðstöð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Charles Barkley var einn besti körfuboltamaður heims á sínum tíma.
Charles Barkley var einn besti körfuboltamaður heims á sínum tíma. getty/David Becker

Margir skíra börnin sín eftir foreldrum, ættingjum eða vinum eða bara einhverjum frægum. En Charles Barkley skírði dóttur sína eftir verslunarmiðstöð í Delaware.

Í hlaðvarpsþættinum The Steam Room með Ernie Johnson, félaga Barkleys í Inside the NBA þættinum á TNT, sagði hann frá því hvaðan hugmyndin að nafni dóttur hans kom.

„Það er Christiana verslunarmiðstöð í Delaware sem ég var vanur að heimsækja. Þannig fékk hún nafnið sitt,“ sagði Barkley.

Johnson var eitt spurningarmerki í framan eftir að Barkley deildi þessari sögu og spurði einfaldlega af hverju.

„Ég veit það ekki. Ég kunni bara vel við verslunarmiðstöðina,“ sagði Barkley.

Christiana er eina barn Barkleys og Maureens Blumhardt. Hún fæddist 1989 þegar Barkley lék með Philadelphia 76ers.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×