Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Eiður Þór Árnason skrifar 10. desember 2021 10:45 Julian Assange á leið í dómsal í apríl 2019. Getty/Jack Taylor Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. Þar með er Assange kominn einu skrefi nær því að verða framseldur frá Bretlandi en hann á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, að sögn lögmanna hans. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að hann yrði líklega dæmdur í fjögurra til sex ára fangelsi. Í janúar úrskurðaði breskur dómstóll að ekki ætti að framselja Assange og vísaði þar til stöðu andlegrar heilsu hans. Taldi dómarinn Vanessa Baraitser að Assange væri líklegur til að fremja sjálfsvíg ef hann yrði framseldur. Þrátt fyrir það væri lagalega séð hægt að framselja Assange þar sem brot hans væru ekki varin af tjáningarfrelsi, fengjust þau sönnuð. Efra dómstig hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þær aðgerðir sem Bandaríkjastjórn hafi lofað dugi til að draga úr sjálfsvígshættu. Töldu dómararnir að fyrri úrskurðurinn hafi byggt á því að Assange kæmi til með að þola ströngustu fangelsisúrræði, yrði hann framseldur. Bandarísk yfirvöld segja þó að Assange yrði ekki vistaður við slíkar aðstæður nema gjörðir hans kölluðu á slíkt. Fengi að afplána dóminn í Ástralíu Óljóst er á þessari stundu hvort Assange geti áfrýjað niðurstöðunni en dómari gaf til kynna að hann sækist eftir því að leggja fram áfrýjunarbeiðni. Lögmenn Bandaríkjastjórnar fullvissuðu dómara við High Court of Justice um að Assange þyrfti ekki að sæta einangrunarvist fyrir eða eftir réttarhöldin og yrði ekki vistaður í ADX Florence Supermax fangelsinu yrði hann framseldur. Þá sögðu þeir að ef stofnandinn verði dæmdur í fangelsi þá gæti hann setið dóminn í heimalandi sínu Ástralíu. Lögmenn Assange sögðu að loforð Bandaríkjastjórnar væru innihaldslaus og ójós. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði í samtali við fréttastofu í lok október þegar réttarhöldin við High Court of Justice hófust að heilsa Assange væri í húfi. Þá gaf hann lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. Ákærður fyrir tölvuinnbrot og fyrir að hafa brotið njósnalög Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Með því á hann að hafa teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Lögmenn Assange segja þó að ákærurnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og séu til komnar vegna þess að Assange hafi varpað ljósi á stríðsglæpi og mannréttindabrot Bandaríkjamanna. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010 og 2011. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fjölmiðlar um heiminn allan unnu fréttir upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin á netinu. Assange er einnig sakaður um að hafa brotið njósnalög með því að aðstoða Manning við að stela gögnunum sem hún lak úr tölvukerfi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin WikiLeaks Bretland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30 Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Þar með er Assange kominn einu skrefi nær því að verða framseldur frá Bretlandi en hann á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, að sögn lögmanna hans. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að hann yrði líklega dæmdur í fjögurra til sex ára fangelsi. Í janúar úrskurðaði breskur dómstóll að ekki ætti að framselja Assange og vísaði þar til stöðu andlegrar heilsu hans. Taldi dómarinn Vanessa Baraitser að Assange væri líklegur til að fremja sjálfsvíg ef hann yrði framseldur. Þrátt fyrir það væri lagalega séð hægt að framselja Assange þar sem brot hans væru ekki varin af tjáningarfrelsi, fengjust þau sönnuð. Efra dómstig hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þær aðgerðir sem Bandaríkjastjórn hafi lofað dugi til að draga úr sjálfsvígshættu. Töldu dómararnir að fyrri úrskurðurinn hafi byggt á því að Assange kæmi til með að þola ströngustu fangelsisúrræði, yrði hann framseldur. Bandarísk yfirvöld segja þó að Assange yrði ekki vistaður við slíkar aðstæður nema gjörðir hans kölluðu á slíkt. Fengi að afplána dóminn í Ástralíu Óljóst er á þessari stundu hvort Assange geti áfrýjað niðurstöðunni en dómari gaf til kynna að hann sækist eftir því að leggja fram áfrýjunarbeiðni. Lögmenn Bandaríkjastjórnar fullvissuðu dómara við High Court of Justice um að Assange þyrfti ekki að sæta einangrunarvist fyrir eða eftir réttarhöldin og yrði ekki vistaður í ADX Florence Supermax fangelsinu yrði hann framseldur. Þá sögðu þeir að ef stofnandinn verði dæmdur í fangelsi þá gæti hann setið dóminn í heimalandi sínu Ástralíu. Lögmenn Assange sögðu að loforð Bandaríkjastjórnar væru innihaldslaus og ójós. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði í samtali við fréttastofu í lok október þegar réttarhöldin við High Court of Justice hófust að heilsa Assange væri í húfi. Þá gaf hann lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. Ákærður fyrir tölvuinnbrot og fyrir að hafa brotið njósnalög Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Með því á hann að hafa teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Lögmenn Assange segja þó að ákærurnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og séu til komnar vegna þess að Assange hafi varpað ljósi á stríðsglæpi og mannréttindabrot Bandaríkjamanna. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010 og 2011. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fjölmiðlar um heiminn allan unnu fréttir upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin á netinu. Assange er einnig sakaður um að hafa brotið njósnalög með því að aðstoða Manning við að stela gögnunum sem hún lak úr tölvukerfi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin WikiLeaks Bretland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30 Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12
Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30
Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38
Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20