Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2021 11:36 Birkir Blær Óðinsson keppir til úrslita í sænska Idolinu í kvöld. Skjáskot Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi. Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Fleiri fréttir Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Sjá meira
Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi.
Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Fleiri fréttir Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Sjá meira