Töluverður erill hjá lögreglu: Hópárás í miðbænum Árni Sæberg skrifar 11. desember 2021 07:25 Lögreglan hafði nóg að gera í nótt. Vísir/Vilhelm Nokkrir menn réðust að einum í miðbænum í gærkvöldi eða nótt. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en var þó fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir höfðu flúið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta segir í dagbók lögreglu en hún hafði í miklu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Alls voru 81 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Nokkuð var af útköllum tengdum ölvun, þannig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 108 þar sem hann gekk eftir miðri akbraut, hann var óviðræðuhæfur og neitaði að gefa upp nafn sitt. Hann var því vistaður í fangaklefa. Þá var ölvuð kona handtekin í miðbænum og vistuð í fangaklefa en hún „gat ekki með nokkru móti valdið sér“ að sögn lögreglu. Rán í Garðabæ Maður var rændur í Garðabæ af þremur einstaklingum sem réðust á hann, höfðu í hótunum við hann og tóku af honum verðmæti. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Fórnalambið hlaut minniháttar áverka en árásarmaðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Þá voru tveir handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um sölu fíkniefna. Unglingar brutu rúður í Breiðholti Lögreglu barst tilkynning um eignaspjöll í Breiðholti. Þar hafði hópur unglinga gert sér að leik að brjóta rúður. Hópurinn flúði út í myrkrið þegar hann varð var við tilkynnanda. Lögregla var kölluð til skemmtistaðar í Kópavogi. Þar höfðu brotist út slagsmál en lögreglu tókst að róa alla niður. Að loknum skýrslutökum á vettvangi héldu allir sína leið. Í hverfi 110 var maður í annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa reynt að stela bifreið í lausagangi fyrir utan bensínstöð. Farþega í bílnum náði að koma í veg fyrir stuldinn en maðurinn hafði þegar náð að aka á bensíndælu. Alls fór lögregla í ellefu hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna ölvunaraksturs. Annar þeirra reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Sjá meira
Alls voru 81 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Nokkuð var af útköllum tengdum ölvun, þannig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 108 þar sem hann gekk eftir miðri akbraut, hann var óviðræðuhæfur og neitaði að gefa upp nafn sitt. Hann var því vistaður í fangaklefa. Þá var ölvuð kona handtekin í miðbænum og vistuð í fangaklefa en hún „gat ekki með nokkru móti valdið sér“ að sögn lögreglu. Rán í Garðabæ Maður var rændur í Garðabæ af þremur einstaklingum sem réðust á hann, höfðu í hótunum við hann og tóku af honum verðmæti. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Fórnalambið hlaut minniháttar áverka en árásarmaðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Þá voru tveir handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um sölu fíkniefna. Unglingar brutu rúður í Breiðholti Lögreglu barst tilkynning um eignaspjöll í Breiðholti. Þar hafði hópur unglinga gert sér að leik að brjóta rúður. Hópurinn flúði út í myrkrið þegar hann varð var við tilkynnanda. Lögregla var kölluð til skemmtistaðar í Kópavogi. Þar höfðu brotist út slagsmál en lögreglu tókst að róa alla niður. Að loknum skýrslutökum á vettvangi héldu allir sína leið. Í hverfi 110 var maður í annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa reynt að stela bifreið í lausagangi fyrir utan bensínstöð. Farþega í bílnum náði að koma í veg fyrir stuldinn en maðurinn hafði þegar náð að aka á bensíndælu. Alls fór lögregla í ellefu hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna ölvunaraksturs. Annar þeirra reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Sjá meira