Svona eru jólin Bergþóra Baldursdóttir skrifar 14. desember 2021 08:01 Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar