Nauðsynlegt að endurskoða lög um bókhald og færa þau til nútímans Rúnar Sigurðsson skrifar 14. desember 2021 09:01 Miklar breytingar eiga sér nú stað samfara stafrænu byltingunni eða fjórðu iðnbyltingunni sem hún kölluð er. Mörg störf koma til með að taka breytingum og handavinna bókarans einnig. Auðvelt er að sjá það fyrir að störf þar sem verið er að setja inn gögn aftur, sem þegar hafa verið slegin inn í stafrænt umhverfi munu hverfa á næstu árum. Þegar má sjá að fyrirtækin eru farin að huga að hagræðingu og breytingum samfara þessu. Hlutverk bókarans verður meira eftirlits og rekstrarlegs eðlis frekar en innsláttur á gögnum líkt og til þessa hefur verið. Rafræn samskipti Kosturinn við rafræn samskipti er mikill og má þar helst nefna að villur við innslátt eru nánast úr sögunni og ekki er þörf á að bíða eftir því að póstur berist með eldri hætti. Margir halda að svokölluð PDF skjöl séu rafræn samskipti en svo er ekki. Einu gildu rafrænu skjölin eru í gegnum skeytamiðlara á stöðluðu formi. Í dag er skeytamiðlun komin á samevrópskan staðal og mun það flýta verulega fyrir framþróun á rafrænum samskiptum. Kostnaður hefur líka lækkað mikið undanfarin ár og ættu flest fyrirtæki og einyrkjar að ráða við þann upphafskostnað. Í raun er hann þegar orðin minni en var áður með eldri hætti, þar sem þurfti að prenta út, setja í umslag og síðan senda með venjulegum pósti til viðtakenda. Pappírslaust bókhald Bókhaldið verður pappírslaust og engar möppur, græna byltingin í hnotskurn. Auðvelt verður að vinna við uppgjör og bókhald hvar sem er því öll gögn eru þegar til staðar í hinum stafræna heimi og hann á sér engin landamæri eða staðsetningar. Bókhaldið getur unnist alls staðar. Eru þetta ekki kærkomin þægindi fyrir þá sem kjósa að vinna heima eða nánast hvar sem er? En hvað með varðveislu á gögnum og lagalegri skyldu um að geyma gögn til sjö ára? Þær skyldur verða lagðar á herðar upplýsingakerfunum - að geyma þau eins og lög kveða á um. Í dag er lagaleg skylda að geyma frumgögn reikninga, en hvað er frumgagn reiknings ef aldrei hefur verið prentað út? Nauðsyn er á endurskoðun bókhaldslaga Mikil þörf er á endurskoðun bókhaldslaga um varðveislu gagna og umgjörð bókhalds og færa þau til nútímans. Veit ég að nú þegar er þessi vinna hafin og vonandi mun henni ljúka fljótt. Nútíma rekstur og hagræðing krefst þess að lögin fylgir eftir þróuninni sem á sér stað í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar breytingar eiga sér nú stað samfara stafrænu byltingunni eða fjórðu iðnbyltingunni sem hún kölluð er. Mörg störf koma til með að taka breytingum og handavinna bókarans einnig. Auðvelt er að sjá það fyrir að störf þar sem verið er að setja inn gögn aftur, sem þegar hafa verið slegin inn í stafrænt umhverfi munu hverfa á næstu árum. Þegar má sjá að fyrirtækin eru farin að huga að hagræðingu og breytingum samfara þessu. Hlutverk bókarans verður meira eftirlits og rekstrarlegs eðlis frekar en innsláttur á gögnum líkt og til þessa hefur verið. Rafræn samskipti Kosturinn við rafræn samskipti er mikill og má þar helst nefna að villur við innslátt eru nánast úr sögunni og ekki er þörf á að bíða eftir því að póstur berist með eldri hætti. Margir halda að svokölluð PDF skjöl séu rafræn samskipti en svo er ekki. Einu gildu rafrænu skjölin eru í gegnum skeytamiðlara á stöðluðu formi. Í dag er skeytamiðlun komin á samevrópskan staðal og mun það flýta verulega fyrir framþróun á rafrænum samskiptum. Kostnaður hefur líka lækkað mikið undanfarin ár og ættu flest fyrirtæki og einyrkjar að ráða við þann upphafskostnað. Í raun er hann þegar orðin minni en var áður með eldri hætti, þar sem þurfti að prenta út, setja í umslag og síðan senda með venjulegum pósti til viðtakenda. Pappírslaust bókhald Bókhaldið verður pappírslaust og engar möppur, græna byltingin í hnotskurn. Auðvelt verður að vinna við uppgjör og bókhald hvar sem er því öll gögn eru þegar til staðar í hinum stafræna heimi og hann á sér engin landamæri eða staðsetningar. Bókhaldið getur unnist alls staðar. Eru þetta ekki kærkomin þægindi fyrir þá sem kjósa að vinna heima eða nánast hvar sem er? En hvað með varðveislu á gögnum og lagalegri skyldu um að geyma gögn til sjö ára? Þær skyldur verða lagðar á herðar upplýsingakerfunum - að geyma þau eins og lög kveða á um. Í dag er lagaleg skylda að geyma frumgögn reikninga, en hvað er frumgagn reiknings ef aldrei hefur verið prentað út? Nauðsyn er á endurskoðun bókhaldslaga Mikil þörf er á endurskoðun bókhaldslaga um varðveislu gagna og umgjörð bókhalds og færa þau til nútímans. Veit ég að nú þegar er þessi vinna hafin og vonandi mun henni ljúka fljótt. Nútíma rekstur og hagræðing krefst þess að lögin fylgir eftir þróuninni sem á sér stað í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun