Óvissustigi á Seyðisfirði aflétt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 19:24 Óvissustigi almannavarna hefur nú verið aflétt á Seyðisfirði. Vísir/Arnar Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi á Seyðisfirði vegna skriða sem féllu í desember 2020. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að síðasta árið hafi verið unnið að uppbyggingu á bráðavörnum ásamt uppsetningu á mælitækjum sem nemi hreyfingar í hlíðum ofan Seyðisfjarðar. Í haust hafi mælst hreyfing á hrygg ofan við Búðará og hættustigi lýst yfir og nokkur hús rýmd. Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á hryggnum síðan í byrjun nóvember. Mjög vel er þó fylgst með aðstæðum á Seyðisfirði og verður almannavarnastig endurmetið ef hætta vex. Til dæmis ef veðurspár eru óhagstæðar eða miklar hreyfingar mælist í hlíðum ofan Seyðisfjarðar. Á morgun, fimmtudaginn 16. desember, verður svo haldinn íbúafundur í bænum til kynningar á þessum áformum. Sveitarstjóri Múlaþings mun stýra fundinum og mun fulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra flytja kynningu og sitja fyrir svörum ásamt fulltrúa frá Veðurstofu. Fundurinn verður haldinn á Teams og hefst klukkan 17. Til hans verður boðað á heimasíðu sveitarfélagsins Múlaþings. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu og aflýsa hættustigi á Seyðisfirði Rýmingu sem var í gildi á nokkrum húsum á Seyðisfirði vegna hreyfinga í hlíðum ofan bæjarins hefur verið aflétt að fullu. Þá hefur hættustigi almannavarna verið aflýst. 12. október 2021 17:22 Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd. 12. október 2021 11:57 Húsin sem næst standa varnargarðinum áfram rýmd Útreikningar á virkni leiðigarða og safnþróar undir óstöðugum hrygg milli stóru skriðunnar sem féll á Seyðisfjörð í desember á síðasta ári og Búðarár liggja fyrir. Líkur eru taldar á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar en þar sem enn mælist hreyfing á hryggnum hefur rýmingu á nokkrum húsum á Seyðisfirði ekki verið aflétt. 11. október 2021 18:11 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að síðasta árið hafi verið unnið að uppbyggingu á bráðavörnum ásamt uppsetningu á mælitækjum sem nemi hreyfingar í hlíðum ofan Seyðisfjarðar. Í haust hafi mælst hreyfing á hrygg ofan við Búðará og hættustigi lýst yfir og nokkur hús rýmd. Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á hryggnum síðan í byrjun nóvember. Mjög vel er þó fylgst með aðstæðum á Seyðisfirði og verður almannavarnastig endurmetið ef hætta vex. Til dæmis ef veðurspár eru óhagstæðar eða miklar hreyfingar mælist í hlíðum ofan Seyðisfjarðar. Á morgun, fimmtudaginn 16. desember, verður svo haldinn íbúafundur í bænum til kynningar á þessum áformum. Sveitarstjóri Múlaþings mun stýra fundinum og mun fulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra flytja kynningu og sitja fyrir svörum ásamt fulltrúa frá Veðurstofu. Fundurinn verður haldinn á Teams og hefst klukkan 17. Til hans verður boðað á heimasíðu sveitarfélagsins Múlaþings.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu og aflýsa hættustigi á Seyðisfirði Rýmingu sem var í gildi á nokkrum húsum á Seyðisfirði vegna hreyfinga í hlíðum ofan bæjarins hefur verið aflétt að fullu. Þá hefur hættustigi almannavarna verið aflýst. 12. október 2021 17:22 Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd. 12. október 2021 11:57 Húsin sem næst standa varnargarðinum áfram rýmd Útreikningar á virkni leiðigarða og safnþróar undir óstöðugum hrygg milli stóru skriðunnar sem féll á Seyðisfjörð í desember á síðasta ári og Búðarár liggja fyrir. Líkur eru taldar á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar en þar sem enn mælist hreyfing á hryggnum hefur rýmingu á nokkrum húsum á Seyðisfirði ekki verið aflétt. 11. október 2021 18:11 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Aflétta rýmingu og aflýsa hættustigi á Seyðisfirði Rýmingu sem var í gildi á nokkrum húsum á Seyðisfirði vegna hreyfinga í hlíðum ofan bæjarins hefur verið aflétt að fullu. Þá hefur hættustigi almannavarna verið aflýst. 12. október 2021 17:22
Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd. 12. október 2021 11:57
Húsin sem næst standa varnargarðinum áfram rýmd Útreikningar á virkni leiðigarða og safnþróar undir óstöðugum hrygg milli stóru skriðunnar sem féll á Seyðisfjörð í desember á síðasta ári og Búðarár liggja fyrir. Líkur eru taldar á að varnargarðar og safnþró leiði skriðuna til sjávar en þar sem enn mælist hreyfing á hryggnum hefur rýmingu á nokkrum húsum á Seyðisfirði ekki verið aflétt. 11. október 2021 18:11