Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 23:09 Delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í dreifingu í Bandaríkjunum. AP/Steven Senne Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að ástandið vestanhafs sé slæmt. Delta-afbrigðið sé enn í uppsveiflu og því sé í raun tvöföld bylgja að skella á Bandaríkjunum. „Það er áhyggjuefni, því sjúkrahús eru full fyrir. Starfsfólk er þreytt,“ sagði Dr. Jacob Lemieux við fréttaveituna. Hann sagði ómíkron-afbrigðið geta gert slæmt slæmt ástand verra. Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum er kominn yfir átta hundrað þúsund og er hvergi hærri. Stór bylgja virðist vera að hefjast í Bandaríkjunum og víða um heim vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjá einnig: Átta hundruð þúsund látnir í Bandaríkjunum Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 50.341.524 smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé. Af þeim hafa 802.014 dáið. Í frétt New York Times segir að nýsmituðum fari hratt fjölgandi víða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfi séu undir miklu álagi. Um 1.200 manns deyi á dag vegna Covid-19 og þeim hafi farið fjölgandi. Enn er óljóst hvaða áhrif ómíkron-afbrigðið mun hafa á fólk, heilt yfir, en vísbendingar eru uppi um að afbrigðið valdi mildari einkennum en delta-afbrigðið, sem er ráðandi víðast hvar um heiminn. Chris Whitty, landlæknir Bretlands.AP/Tolga Akmen Bretar áhyggjufullir Chris Whitty, landlæknir Englands, sagði í dag að innlögnum á sjúkrahús myndi fjölga mjög í Bretlandi á komandi vikum. Það væri óhjákvæmilegt vegna undraverðar dreifingu ómíkron-afbrigðisins þar. Bretar tilkynntu í dag að 78.610 hefðu greinst smitaðir þar á undanförnum sólarhring en sú tala hefur aldrei verið hærri. Whitty sagði að þetta met yrði líklegast slegið ítrekað á næstu vikum og það fæli í sér að innlögnum myndi fjölga einnig, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði Breta standa frammi fyrir alvarlegri ógn. Bandaríkin England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23 Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18 Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að ástandið vestanhafs sé slæmt. Delta-afbrigðið sé enn í uppsveiflu og því sé í raun tvöföld bylgja að skella á Bandaríkjunum. „Það er áhyggjuefni, því sjúkrahús eru full fyrir. Starfsfólk er þreytt,“ sagði Dr. Jacob Lemieux við fréttaveituna. Hann sagði ómíkron-afbrigðið geta gert slæmt slæmt ástand verra. Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum er kominn yfir átta hundrað þúsund og er hvergi hærri. Stór bylgja virðist vera að hefjast í Bandaríkjunum og víða um heim vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjá einnig: Átta hundruð þúsund látnir í Bandaríkjunum Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 50.341.524 smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé. Af þeim hafa 802.014 dáið. Í frétt New York Times segir að nýsmituðum fari hratt fjölgandi víða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfi séu undir miklu álagi. Um 1.200 manns deyi á dag vegna Covid-19 og þeim hafi farið fjölgandi. Enn er óljóst hvaða áhrif ómíkron-afbrigðið mun hafa á fólk, heilt yfir, en vísbendingar eru uppi um að afbrigðið valdi mildari einkennum en delta-afbrigðið, sem er ráðandi víðast hvar um heiminn. Chris Whitty, landlæknir Bretlands.AP/Tolga Akmen Bretar áhyggjufullir Chris Whitty, landlæknir Englands, sagði í dag að innlögnum á sjúkrahús myndi fjölga mjög í Bretlandi á komandi vikum. Það væri óhjákvæmilegt vegna undraverðar dreifingu ómíkron-afbrigðisins þar. Bretar tilkynntu í dag að 78.610 hefðu greinst smitaðir þar á undanförnum sólarhring en sú tala hefur aldrei verið hærri. Whitty sagði að þetta met yrði líklegast slegið ítrekað á næstu vikum og það fæli í sér að innlögnum myndi fjölga einnig, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði Breta standa frammi fyrir alvarlegri ógn.
Bandaríkin England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23 Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18 Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23
Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18
Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21