Ósvikinn fögnuður eftir sturlaða flautukörfu Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 07:30 Devonte Graham var vel fagnað eftir ótrúlega sigurkörfu í nótt. AP/Sue Ogrocki Það velkist enginn í vafa um hver mögnuðustu tilþrif næturinnar voru í NBA-deildinni í körfubolta. Devonte Graham skoraði sigurkörfu frá eigin vallarhelmingi í 113-110 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder. Heimamenn í Oklahoma náðu að jafna metin með erfiðum þristi frá Shai Gilgeous-Alexander þegar aðeins 1,4 sekúnda var eftir. Gestirnir komu boltanum á Graham sem einhvern veginn tókst að koma boltanum í körfuna af tæplega tuttugu metra færi. pic.twitter.com/lGtT0l5k98— NBA Spain (@NBAspain) December 16, 2021 Kenrich Williams reyndi að setja pressu á Graham en varð samt að fara varlega. „Ég vildi bara ekki brjóta af mér og gera eitthvað heimskulegt. Ég reyndi að sýna hendurnar. Ég vissi að hann myndi reyna við þetta skot og, ja hérna, það fór ofan í. Þá verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir honum,“ sagði Williams. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 34 stig, Jonas Valanciunas skoraði 19 og tók 16 fráköst, og Graham endaði með 15 stig. Gilgeous-Alexander var stigahæstur Oklahoma með 33 stig. Nýliðinn hetja Lakers í framlengingu Af öðrum úrslitum má nefna að Utah Jazz vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers að velli, 124-103. LA Lakers unnu svo sætan sigur í framlengdum leik gegn Dallas Mavericks, 107-104, þar sem nýliðinn Austin Reaves skoraði þriggja stiga sigurkörfu þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Heimamenn í Oklahoma náðu að jafna metin með erfiðum þristi frá Shai Gilgeous-Alexander þegar aðeins 1,4 sekúnda var eftir. Gestirnir komu boltanum á Graham sem einhvern veginn tókst að koma boltanum í körfuna af tæplega tuttugu metra færi. pic.twitter.com/lGtT0l5k98— NBA Spain (@NBAspain) December 16, 2021 Kenrich Williams reyndi að setja pressu á Graham en varð samt að fara varlega. „Ég vildi bara ekki brjóta af mér og gera eitthvað heimskulegt. Ég reyndi að sýna hendurnar. Ég vissi að hann myndi reyna við þetta skot og, ja hérna, það fór ofan í. Þá verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir honum,“ sagði Williams. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 34 stig, Jonas Valanciunas skoraði 19 og tók 16 fráköst, og Graham endaði með 15 stig. Gilgeous-Alexander var stigahæstur Oklahoma með 33 stig. Nýliðinn hetja Lakers í framlengingu Af öðrum úrslitum má nefna að Utah Jazz vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers að velli, 124-103. LA Lakers unnu svo sætan sigur í framlengdum leik gegn Dallas Mavericks, 107-104, þar sem nýliðinn Austin Reaves skoraði þriggja stiga sigurkörfu þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira