Blóðmerahald – Hvað segja vísindin? Rósa Líf Darradóttir skrifar 16. desember 2021 07:30 Markmiðið með þessari grein er að sýna fram á það á vísindalegum grunni að blóðtaka úr fylfullum hryssum ein og sér er dýraníð. Óháð meðhöndlun, meðferð eða nýtingu afurða. Hversu mikið blóð hefur íslenski hesturinn? Í umræðunni hefur verið talað um að heildarblóðmagn íslenskra hesta sé í kringum 35- 37 lítrar. Ég hef reynt að afla mér heimilda varðandi blóðmagn íslenska hestsins. Samkvæmt rannsóknum má reikna með að hestar hafi að jafnaði 75-80 ml af blóði á kg. Íslenski hesturinn er að meðaltali 350 kg. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að heildarblóðmagn sé um 26–28 lítrar. Því hefur blóðmagn íslenska hestsins verið ofmetið. Við blóðtöku hérlendis eru fjarlægðir fimm lítrar af blóði vikulega yfir tveggja mánaða tímabil. Þetta er gert allt að átta sinnum og heildarblóðtaka því samtals 40 lítrar yfir tímabilið. Um 18.5 % af heildarmagni blóðs er fjarlægt í hverri blóðtöku. Til samanburðar má geta þess að karlmenn gefa um 9% af blóði sínu við blóðgjöf eða 450 ml af þeim 5 lítrum sem eru í mannslíkamanum. Fyrir heilbrigðan karlmann tekur það 4-8 vikur að vinna upp þetta blóðtap. Þeir mega því gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Konur mega gefa blóð á fjögurra mánaða fresti en þungaðar konur mega aldrei gefa blóð. Ástæðan fyrir því er að einn algengasti fylgikvilli meðgöngu er blóðleysi. Miðað við þekkingu mína á blóðhag manna á ég í erfiðleikum með að trúa því að blóðtakan hafi engin áhrif á hryssurnar og er ég sannfærð um hryssurnar finni fyrir þessum blóðmissi. Hvernig er að vera blóðlítill? Þjáning fylgir blóðleysi. Einkenni eru m.a. hraður hjartsláttur, kuldatilfinning, hungur, þorsti, þreyta, svimi, slappleiki og mæði. Einkenni eru jafnan meiri við hraðan blóðmissi. Ætla má að erfitt sé fyrir fylfulla meri sem folald gengur undir að vinna upp þetta blóðtap. Rétt er að geta þess að holdafar hefur lítið með blóðhag að gera. Það að hryssur séu í eðlilegum holdum segir ekki endilega til um ástand blóðhags. Læknar flokka blæðingarlost í fjóra flokka. Blóðtap upp á 18.5% tilheyrir flokki tvö (15- 30% blóðtap). Hér má búast við að sjá hraðan hjartslátt, aukna öndunartíðni, minnkaðan þvagútskilnað, breytingar á andlegri líðan, kvíða og jafnvel ofkælingu. Eru hestar virkilega það ólíkir okkur mannfólkinu að þeir finna ekki fyrir þessu? Geta hryssurnar raunverulega unnið upp þetta mikla blóðtap vikulega, átta skipti í senn? Hvað segja rannsóknir? Ísteka fullyrðir að “Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum hafa sýnt fram á að blóðgjafirnar hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin þeirra stækka eins og önnur folöld.” Til varnar blóðmerahaldi hefur verið vitnað í rannsóknir um þennan búskap. Ég hef ítrekað kallað eftir upplýsingum um rannsóknir og gögnum þeim tengdum, bæði hjá Ísteka og MAST. Einnig hef ég reynt að setja mig í samband við dýralækna hjá stofnuninni og ennþá engin svör fengið. Sömu sögu er að segja af samskiptum við þingmenn sem vitnað hafa til rannsókna í andsvörum sínum við frumvarpi um bann blóðmerabúskapar. Enginn hefur getað bent mér á þessar rannsóknir. Erlendis hefur blóðtaka hrossa verið rannsökuð. Hér skal vitnað til nokkurra þeirra. Á vegum háskóla og samtaka dýralækna í fimm löndum var gerð rannsókn á velferð hryssa við blóðtöku árið 2019. Þar kemur fram að ekki megi fjarlægja meira en 6.1 líter á tveggja vikna fresti hjá merum sem eru 1000 kg (ath. íslenski hesturinn er 350 kg). Það er það magn sem hægt er að fjarlægja án þess að raska lífeðlisfræðilegu jafnvægi líkama hestsins. Þarna eru mörkin dregin við 8% blóðmagn á 2 vikna fresti. Sömu aðilar birtu nýja vísindagrein nú á árinu og þar kemur fram að aldraðar hryssur og fylfullar hryssur hafa allt að 15% minna blóð en heilbrigðar ungar hryssur. Taka þarf tillit til þessa þegar að magn blóðs í blóðtöku er ákveðið. Dýralæknadeild í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum birti árið 2017 verklagsreglur um blóðtöku hrossa. Þar segir að fjalægja megi að hámarki 10% af heildarmagni blóðs einu sinni í mánuði. Þar segir einnig að ef blóðtökur eigi að framkvæma vikulega þá megi að hámarki fjarlægja 7.5 % blóðs. Rannsóknarteymi frá “National center for the replacement refinement and reduction of animals in research” hefur birt verklagsreglur um hámarksmagn blóðs sem fjarlægja má í einni blóðtöku. Samkvæmt þeim má fjarlægja 3.375 ml – 4.500 ml og aldrei meira en 10% af heildarblóði. Í ljósi vísindarannsókna sem hér hefur verið vitnað til eru fullyrðingar Ísteka ótrúverðugar. Blóðtaka á vegum fyrirtækisins er langt yfir ráðlögðum mörkum og útilokað að ætla að neikvæð áhrif á heilsu hryssanna séu engin. Áskorun til MAST og Ísteka Það vekur undrun mín að ennþá hafi engin gögn verið birt. MAST hefur nú svarað fjölmiðlum og segist hafa þau gögn undir höndum en einhverra hluta vegna ekki ennþá gert þau opinber. Hvernig er hægt að réttlæta þessar blóðtökur ef þær stangast á við vísindin? Hvernig má það vera að við leyfum okkur að ganga mikið lengra en verklagsreglur um blóðtökur hrossa leggja upp með? Það er ekki síður mikilvægara að hafa rannsóknir á bakvið þessar blóðtökur, þar sem um er að ræða einstaklinga sem ekki geta tjáð sig á tungumáli sem við skiljum. Að lokum vil ég skora á MAST og Ísteka að birta þessar rannsóknir fyrir almenningi ef þær eru til. Það er ólíðandi í vísindastarfi að vitna í rannsóknir og færa ekki fram heimildir. Heimildir má nálgast hér: https://www.nc3rs.org.uk/blood-sample-volumes https://ouv.vt.edu/content/dam/ouv_vt_edu/sops/large-animal/sop-equine-blood-collection.pdf https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31805698/ https://www.mdpi.com/2076-2615/11/5/1466 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK470382/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18466177/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10818399/ Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Markmiðið með þessari grein er að sýna fram á það á vísindalegum grunni að blóðtaka úr fylfullum hryssum ein og sér er dýraníð. Óháð meðhöndlun, meðferð eða nýtingu afurða. Hversu mikið blóð hefur íslenski hesturinn? Í umræðunni hefur verið talað um að heildarblóðmagn íslenskra hesta sé í kringum 35- 37 lítrar. Ég hef reynt að afla mér heimilda varðandi blóðmagn íslenska hestsins. Samkvæmt rannsóknum má reikna með að hestar hafi að jafnaði 75-80 ml af blóði á kg. Íslenski hesturinn er að meðaltali 350 kg. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að heildarblóðmagn sé um 26–28 lítrar. Því hefur blóðmagn íslenska hestsins verið ofmetið. Við blóðtöku hérlendis eru fjarlægðir fimm lítrar af blóði vikulega yfir tveggja mánaða tímabil. Þetta er gert allt að átta sinnum og heildarblóðtaka því samtals 40 lítrar yfir tímabilið. Um 18.5 % af heildarmagni blóðs er fjarlægt í hverri blóðtöku. Til samanburðar má geta þess að karlmenn gefa um 9% af blóði sínu við blóðgjöf eða 450 ml af þeim 5 lítrum sem eru í mannslíkamanum. Fyrir heilbrigðan karlmann tekur það 4-8 vikur að vinna upp þetta blóðtap. Þeir mega því gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Konur mega gefa blóð á fjögurra mánaða fresti en þungaðar konur mega aldrei gefa blóð. Ástæðan fyrir því er að einn algengasti fylgikvilli meðgöngu er blóðleysi. Miðað við þekkingu mína á blóðhag manna á ég í erfiðleikum með að trúa því að blóðtakan hafi engin áhrif á hryssurnar og er ég sannfærð um hryssurnar finni fyrir þessum blóðmissi. Hvernig er að vera blóðlítill? Þjáning fylgir blóðleysi. Einkenni eru m.a. hraður hjartsláttur, kuldatilfinning, hungur, þorsti, þreyta, svimi, slappleiki og mæði. Einkenni eru jafnan meiri við hraðan blóðmissi. Ætla má að erfitt sé fyrir fylfulla meri sem folald gengur undir að vinna upp þetta blóðtap. Rétt er að geta þess að holdafar hefur lítið með blóðhag að gera. Það að hryssur séu í eðlilegum holdum segir ekki endilega til um ástand blóðhags. Læknar flokka blæðingarlost í fjóra flokka. Blóðtap upp á 18.5% tilheyrir flokki tvö (15- 30% blóðtap). Hér má búast við að sjá hraðan hjartslátt, aukna öndunartíðni, minnkaðan þvagútskilnað, breytingar á andlegri líðan, kvíða og jafnvel ofkælingu. Eru hestar virkilega það ólíkir okkur mannfólkinu að þeir finna ekki fyrir þessu? Geta hryssurnar raunverulega unnið upp þetta mikla blóðtap vikulega, átta skipti í senn? Hvað segja rannsóknir? Ísteka fullyrðir að “Áratuga reynsla og margítrekaðar rannsóknir á hryssunum hafa sýnt fram á að blóðgjafirnar hafa engin neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Þær þyngjast eðlilega og blóðgildi þeirra eru í jafnvægi yfir blóðgjafatímabilið. Fyl þeirra þroskast eðlilega og folöldin þeirra stækka eins og önnur folöld.” Til varnar blóðmerahaldi hefur verið vitnað í rannsóknir um þennan búskap. Ég hef ítrekað kallað eftir upplýsingum um rannsóknir og gögnum þeim tengdum, bæði hjá Ísteka og MAST. Einnig hef ég reynt að setja mig í samband við dýralækna hjá stofnuninni og ennþá engin svör fengið. Sömu sögu er að segja af samskiptum við þingmenn sem vitnað hafa til rannsókna í andsvörum sínum við frumvarpi um bann blóðmerabúskapar. Enginn hefur getað bent mér á þessar rannsóknir. Erlendis hefur blóðtaka hrossa verið rannsökuð. Hér skal vitnað til nokkurra þeirra. Á vegum háskóla og samtaka dýralækna í fimm löndum var gerð rannsókn á velferð hryssa við blóðtöku árið 2019. Þar kemur fram að ekki megi fjarlægja meira en 6.1 líter á tveggja vikna fresti hjá merum sem eru 1000 kg (ath. íslenski hesturinn er 350 kg). Það er það magn sem hægt er að fjarlægja án þess að raska lífeðlisfræðilegu jafnvægi líkama hestsins. Þarna eru mörkin dregin við 8% blóðmagn á 2 vikna fresti. Sömu aðilar birtu nýja vísindagrein nú á árinu og þar kemur fram að aldraðar hryssur og fylfullar hryssur hafa allt að 15% minna blóð en heilbrigðar ungar hryssur. Taka þarf tillit til þessa þegar að magn blóðs í blóðtöku er ákveðið. Dýralæknadeild í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum birti árið 2017 verklagsreglur um blóðtöku hrossa. Þar segir að fjalægja megi að hámarki 10% af heildarmagni blóðs einu sinni í mánuði. Þar segir einnig að ef blóðtökur eigi að framkvæma vikulega þá megi að hámarki fjarlægja 7.5 % blóðs. Rannsóknarteymi frá “National center for the replacement refinement and reduction of animals in research” hefur birt verklagsreglur um hámarksmagn blóðs sem fjarlægja má í einni blóðtöku. Samkvæmt þeim má fjarlægja 3.375 ml – 4.500 ml og aldrei meira en 10% af heildarblóði. Í ljósi vísindarannsókna sem hér hefur verið vitnað til eru fullyrðingar Ísteka ótrúverðugar. Blóðtaka á vegum fyrirtækisins er langt yfir ráðlögðum mörkum og útilokað að ætla að neikvæð áhrif á heilsu hryssanna séu engin. Áskorun til MAST og Ísteka Það vekur undrun mín að ennþá hafi engin gögn verið birt. MAST hefur nú svarað fjölmiðlum og segist hafa þau gögn undir höndum en einhverra hluta vegna ekki ennþá gert þau opinber. Hvernig er hægt að réttlæta þessar blóðtökur ef þær stangast á við vísindin? Hvernig má það vera að við leyfum okkur að ganga mikið lengra en verklagsreglur um blóðtökur hrossa leggja upp með? Það er ekki síður mikilvægara að hafa rannsóknir á bakvið þessar blóðtökur, þar sem um er að ræða einstaklinga sem ekki geta tjáð sig á tungumáli sem við skiljum. Að lokum vil ég skora á MAST og Ísteka að birta þessar rannsóknir fyrir almenningi ef þær eru til. Það er ólíðandi í vísindastarfi að vitna í rannsóknir og færa ekki fram heimildir. Heimildir má nálgast hér: https://www.nc3rs.org.uk/blood-sample-volumes https://ouv.vt.edu/content/dam/ouv_vt_edu/sops/large-animal/sop-equine-blood-collection.pdf https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31805698/ https://www.mdpi.com/2076-2615/11/5/1466 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK470382/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/18466177/ https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/10818399/ Höfundur er læknir.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar