Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. desember 2021 18:30 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir afstöðu sveitarfélagsins hafa verið skýra frá upphafi; jarðstrengur skal það verða. vísir/arnar Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og þess vegna þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að málið er enn og aftur komið í uppnám. Og málið strandar nú algerlega á sveitarfélaginu Vogum. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Vogar höfnuðu því hins vegar og hófu í gær ferli við að breyta aðalskipulagi sínu til að koma endanlega í veg fyrir að Landsnet fái sínu framgengt. Deilurnar snúast ekki um hvort þörf sé á línunni heldur hvernig hún verði útfærð. Landsnet vill leggja aðra loftlínu við hlið Suðurnesjalínu 1 en Vogum finnst skapast allt of mikil sjónmengun af því. Því vill bærinn að línan verði lögð í jörðu. Núverandi aðalskipulag Voga leyfir báða kosti en nú stendur til að breyta því. Þá útilokiði alveg þann möguleika að hún verði í lofti? „Já, eftir að hið nýja aðalskipulag tekur gildi þá er það það eina sem leyft verður,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þetta stangast þó á við kerfisáætlun Landsnets, sem sveitarfélögum er skylt að taka mið af samkvæmt lögum, og við svæðisskipulag Suðurnesja, sem gerir ráð fyrir að sveitarfélögin leyfi báða kosti. Stærstur hluti Suðurnesjalínu 1 liggur í gegn um Voga. Landsnet vill reisa aðra loftlínu við hlið hennar en Vogar vilja setja hana í jörðu.vísir/arnar „En það er hins vegar alveg rétt að svæðisskipulagið er þarna líka og það þarf þá, til að þetta öðlist allt gildi, væntanlega að uppfæra það til samræmis við þetta,“ segir Ásgeir. Til að ná fram breytingum á skipulagsáætlun Suðurnesja verða þó öll sveitarfélög sem koma að henni að samþykkja þær. Þar sem Vogar standa einir í baráttu sinni fyrir jarðstreng má auðvitað velta því fyrir sér hvort hin sveitarfélögin hleypi slíkum breytingum í gegn. Taka umsókn Landsnets aftur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi ákvörðun Voga um að synja Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu úr gildi í október. Sú umsókn er því aftur til meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við erum þessa dagana að ganga frá ráðningu verkefnastjóra sem við munum fá til aðstoðar til þess að ganga úr skugga um það að okkar aðkoma að umfjölluninni sé rétt og vel gerð og vel að henni staðið,“ segir Ásgeir. Þannig verði gengið úr skugga um að brugðist verði við þeim ábendingum sem úrskurðarnefndin beindi til sveitarfélagsins þegar fyrri ákvörðun um synjun var felld úr gildi. Í þeim úrskurði má reyndar hálfpartinn lesa að nefndin sé að beina því til sveitarfélagsins að veita leyfið fyrir loftlínu. En liggur ekki í augum uppi að henni verði synjað aftur ef þið eruð að breyta núna aðalskipulagi þar sem þið eruð að banna loftlínu? „Sko það má ekki gleyma því að sveitarstjórnin getur markað sér stefnu að sjálfsögðu. En að sama skapi þarf hún að fara að lögum og gæta að þeim sjónarmiðum sem okkur er gert að uppfylla samkvæmt gildandi lögum,“ segir Ásgeir. Það verði síðan að koma í ljós þegar þar að kemur hver niðurstaðan verði þegar búið er að fara yfir umsóknina á ný. „En það er alveg rétt sem þú segir að afstaðan er alveg ljós. En við, stjórnsýslan og sveitarstjórnin hér, munum að sjálf sögðu axla ábyrgð hvað varðar málefnalega umfjöllun á þessa umsókn.“ Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ferlið við að koma á annarri flutningsleið raforku á Suðurnesin hefur verið í gangi í um tvo áratugi. Það hefur verið langt og strembið og þess vegna þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að málið er enn og aftur komið í uppnám. Og málið strandar nú algerlega á sveitarfélaginu Vogum. Öll hin sveitarfélögin sem koma að málinu, Reykjanesbær, Grindavík og Hafnarfjörður hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Vogar höfnuðu því hins vegar og hófu í gær ferli við að breyta aðalskipulagi sínu til að koma endanlega í veg fyrir að Landsnet fái sínu framgengt. Deilurnar snúast ekki um hvort þörf sé á línunni heldur hvernig hún verði útfærð. Landsnet vill leggja aðra loftlínu við hlið Suðurnesjalínu 1 en Vogum finnst skapast allt of mikil sjónmengun af því. Því vill bærinn að línan verði lögð í jörðu. Núverandi aðalskipulag Voga leyfir báða kosti en nú stendur til að breyta því. Þá útilokiði alveg þann möguleika að hún verði í lofti? „Já, eftir að hið nýja aðalskipulag tekur gildi þá er það það eina sem leyft verður,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þetta stangast þó á við kerfisáætlun Landsnets, sem sveitarfélögum er skylt að taka mið af samkvæmt lögum, og við svæðisskipulag Suðurnesja, sem gerir ráð fyrir að sveitarfélögin leyfi báða kosti. Stærstur hluti Suðurnesjalínu 1 liggur í gegn um Voga. Landsnet vill reisa aðra loftlínu við hlið hennar en Vogar vilja setja hana í jörðu.vísir/arnar „En það er hins vegar alveg rétt að svæðisskipulagið er þarna líka og það þarf þá, til að þetta öðlist allt gildi, væntanlega að uppfæra það til samræmis við þetta,“ segir Ásgeir. Til að ná fram breytingum á skipulagsáætlun Suðurnesja verða þó öll sveitarfélög sem koma að henni að samþykkja þær. Þar sem Vogar standa einir í baráttu sinni fyrir jarðstreng má auðvitað velta því fyrir sér hvort hin sveitarfélögin hleypi slíkum breytingum í gegn. Taka umsókn Landsnets aftur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi ákvörðun Voga um að synja Landsneti um framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu úr gildi í október. Sú umsókn er því aftur til meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við erum þessa dagana að ganga frá ráðningu verkefnastjóra sem við munum fá til aðstoðar til þess að ganga úr skugga um það að okkar aðkoma að umfjölluninni sé rétt og vel gerð og vel að henni staðið,“ segir Ásgeir. Þannig verði gengið úr skugga um að brugðist verði við þeim ábendingum sem úrskurðarnefndin beindi til sveitarfélagsins þegar fyrri ákvörðun um synjun var felld úr gildi. Í þeim úrskurði má reyndar hálfpartinn lesa að nefndin sé að beina því til sveitarfélagsins að veita leyfið fyrir loftlínu. En liggur ekki í augum uppi að henni verði synjað aftur ef þið eruð að breyta núna aðalskipulagi þar sem þið eruð að banna loftlínu? „Sko það má ekki gleyma því að sveitarstjórnin getur markað sér stefnu að sjálfsögðu. En að sama skapi þarf hún að fara að lögum og gæta að þeim sjónarmiðum sem okkur er gert að uppfylla samkvæmt gildandi lögum,“ segir Ásgeir. Það verði síðan að koma í ljós þegar þar að kemur hver niðurstaðan verði þegar búið er að fara yfir umsóknina á ný. „En það er alveg rétt sem þú segir að afstaðan er alveg ljós. En við, stjórnsýslan og sveitarstjórnin hér, munum að sjálf sögðu axla ábyrgð hvað varðar málefnalega umfjöllun á þessa umsókn.“
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16